Færslur: Fjarnám

Nýjar fjarnámsleiðir í HÍ árið 2023
Undanfarin ár hefur fjarnám við Háskóla Íslands verið gagnrýnt vegna þess hve lítið framboðið er. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar segir fjarnámið vera í stanslausri þróun, en í mörg horn sé að líta.
31.07.2022 - 14:27
Landinn
Urðu vinkonur í fjarnámi
Þær Elísa Björt Benedkitsdóttir og Vigdís Grace Þórdísardóttir kynntust í grunnskóla, eins og svo margir. Í þeirra tilfelli liðu hinsvegar mánuðir frá því þær byrjuðu saman í bekk þar til þær hittust augliti til auglitis. Þær vinkonur eru nemendur í Ásgarðsskóla sem stundum er kallaður skólinn í skýinu. Ásgarðsskóli er nefnilega alfarið rekinn á veraldarvefnum og nemendur eru víða um heiminn.
09.03.2022 - 07:50
Háskólanám í samkeppni við öflugt atvinnulíf
Í vetur er í fyrsta sinn boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi. Námið er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Í framhaldinu er vonast til að hægt verði að bjóða upp á b.s. nám í tæknifræði og tölvunarfæði.
Sjónvarpsfrétt
Áskoranir fyrir framhaldskóla
Líkt og aðrar skólastofnanir hafa framhaldsskólar þurft að takast við þær áskoranir sem faraldurinn hefur í för með sér. Skólastjórnendur reyna með öllum ráðum að lágmarka áhrif á skólagöngu nemenda þrátt fyrir að stór hluti þeirra lendi í fjöldatakmörkunum, sóttkví og einangrun. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur verið ákveðið að hafa enga lokaprófatörn í lok annarinnar.
Morgunútvarpið
Vantar heildarstefnu um fjarnám frá stjórnvöldum
Undanfarna daga hefur skapast töluverð umræða um framboð á fjarnámi hjá íslenskum háskólum. Háskóli Íslands hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki í takt við tímann þegar kemur að fjarnámi. Morgunútvarpið kannaði hvernig málum væri háttað annars staðar.
15.10.2021 - 13:05
Morgunútvarpið
Hvernig stendur fjarnám í HÍ?
Háskóli Íslands hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir lítið framboð á fjarnámi. Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort Háskólinn sé eingöngu háskóli höfuðborgarbúa og bent er á að takmörkun fjarnáms sé ekki í takt við tímann.
14.10.2021 - 08:41
Óttast að hertar reglur hafi þveröfug áhrif á ungmenni
Claus Hjortdal formaður skólastjórafélags Danmerkur varar við því að hertar sóttvarnaraðgerðir í landinu geti haft þveröfug áhrif en ætlað er á ungt fólk. Fleira skólafólk tekur í sama streng.