Færslur: Fjármálastöðugleiki

Kreppuáhrif ekki enn komin fram
Hrun ferðaþjónustunnar blasir við og samdráttar gætir í öllum atvinnugreinum samkvæmt greiningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Áhrifa COVID-19-farsóttarinnar á fjármálastöðugleika gætir þó að litlu leyti enn sem komið er. Þá er spáð verulegri virðisrýrnun hjá bönkunum sem hefur ekki enn komið fram.
Flugfargjöld hækkuðu um rúmlega 20% í apríl
Verðbólga eykst og verður 3,6 prósent, samkvæmt nýrri verðbólguspá Arion banka. Verðbólga hefur aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði og meira atvinnuleysi er í kortunum. Flugfargjald til útlanda hefur hækkað um 20,6 prósent og efnahagsumhverfið tekur hröðum breytingum um þessar mundir.
Viðtal
Ósammála um hvort húsnæðisliðurinn skuli burt
Breyta þarf uppbyggingu vísitölunnar, segir hagfræðiprófessor, og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni sem Seðlabankinn notar í verðbólgumarkmið. Lektor í hagfræði segir ekki endilega neytendum í hag taka hann út úr vísitölunni sem notuð er til verðtryggingar.
05.05.2019 - 19:00
Stýrivextir ekki nóg til að halda jafnvægi
Ekki er nóg að hafa einvörðungu verðbólgumarkmið með stýrivöxtum sem hagstjórnartæki peningamála í litlu hagkerfi, segja hagfræðingar. Því hafi allra síðustu ár verið farið að nota fleiri leiðir til að halda stöðugleika með svonefndri þjóðhagsvarúð. 
05.05.2019 - 12:16
Óverðtryggðum íbúðalánum snarfjölgar
Heimilin kusu miklu frekar að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðu láni en verðtryggðu í október. Ný óverðtryggð íbúðalán jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli septembers og óktóbers. Á sama tíma snarminnkuðu þau verðtryggðu, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið meiri á einum mánuði það sem af er ári. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að meiri verðbólguvæntingar heimilanna kunni að skýra þessa þróun.
Harðasta álagsprófið um fjármálastöðugleika
Sviðsmynd fjármálastöðugleika í álagsprófi Seðlabankans er sú harðasta, sem gerð hefur verið hingað til í bankanum, því óvissa og órói er mikill hér og ytra. Þetta segir framkvæmdastjóri í bankanum. Áhætta hefur aukist síðan bankinn kynnti síðast mat á fjármálastöðugleika í apríl. 
Lífeyrissjóðir tengdari skuggabönkum en áður
Skuggabankakerfið, starfsemi fjármálafyrirtækja sem haga sér eins og bankar en eru það ekki, er í örum vexti hér á landi, nemur 10% alls kerfisins. Lífeyrissjóðir eiga mikið undirþessu kerfi, einkum svokölluðum samlagshlutafélögum sem mörg hver sýsla með fasteignir; svo sem hótel, skrifstofubyggingar og verslunarhúsnæði. Skuldabréf Íbúðalánasjóðs hafa minna vægi í eignasafni lífeyrissjóðanna en áður en á móti hafa þeir keypt meira af mun áhættusamari skuldabréfum með undirliggjandi fasteignaveð.