Færslur: fjármálaráðuneytið

Óraunhæft að sækja verulega aukin lífsgæði í stöðunni
Þrátt fyrir hækkandi vexti og verðbólgu segir fjármálaráðherra stöðu íslenska hagkerfisins öfundsverða. Hann segir óraunhæft að ætla að sækja verulega aukin lífsgæði í kjarasamningum við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Viðtal
Saka fjármálaráðuneyti um að vega að flugöryggi
Vegið er að flugöryggi með kröfu fjármálaráðuneytis um að afnema starfsaldurslista hjá flugmönnum Landhelgisgæslunnar, segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Flugmennirnir hafa verið án kjarasamnings í tæp tvö og hálft ár. Þeir sendu frá sér harðorða ályktun í dag. Fréttastofa hefur óskað svara fjármálaráðuneytis í dag en án árangurs.
Óvíst að Bjarni klári kjörtímabilið í fjármálaráðuneyti
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist vel geta hugsað sér að skipta um ráðuneyti á miðjum kjörtímabili.
Verða allir að nota stafræn pósthólf?
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forsætis- og fjármálaráðuneyti bréf þar sem beðið er um leiðbeiningar stjórnvalda vegna notkunar stafræns pósthólfs, réttaráhrifa þeirra og hugsanlegrar gjaldtöku stofnana þegar borgarar óska eftir að fá gögn með öðrum hætti.
Veitti ekki gögn um SpKef vegna trúnaðar
Landsbankinn veitti fjármála- og efnahagsráðuneyti ekki umbeðnar upplýsingar um yfirtöku á SpKef sparisjóði, og vísaði í að trúnaður ríki yfir þeim. Ráðuneytið óskaði upplýsinganna vegna vinnslu skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um forsendur og afleiðingar samnings ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í suðurkjördæmi, ásamt fleirum, óskaði eftir skýrslunni.
Um 1.400 hafa fengið 8 milljarða í tekjufallsstyrki
Um 1.400 fyrirtæki hafa nú fengið hátt í átta milljarða greidda í tekjufallsstyrki vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli, geta sótt um slíka styrki.
Mótvægisaðgerðir ríkisins vegna COVID um 200 milljarðar
Beinar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins eru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.  Mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum vegna faraldursins í fyrra og í ár nema samtals rúmlega 200 milljörðum króna sem samsvarar 7% af vergri landsframleiðslu ársins 2019 og gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 80 milljörðum á árinu 2020, 55 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Segir eðlilegt að láta reyna á dóminn
Ríkið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að láta reyna á dóminn þar sem miklir hagsmunir séu í húfi.
Tugir haft samband út af ólögmætum uppgreiðslugjöldum
Tugir lántakenda hjá Íbúðalánasjóði kanna nú réttarstöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku að sjóðnum hafi verið óheimilt að krefjast þóknunar á uppgreiðslu lána.
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis í sóttkví
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis eru komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Aldís Stefánsdóttir, mannauðsstjóri fjármálaráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 
Lofuðu hlutum sem þeir gátu ekki staðið við
Menn voru komnir út af sporinu og búnir að lofa hlutum sem þeir gátu ekki staðið við, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni kom í morgun fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða aðkomu fjár­málaráðuneyt­is­ins varðandi að Þor­valdi Gylfa­syni var boðin rit­stjórastaða nor­ræna fræðirits­ins Nordic Economic Policy Review, NEPR.
Milljarðar í vegagerð, viðhald, menningu og listir
Alþingi samþykkti í gær aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frestun á greiðslu opinberra gjalda og brúarlán til fyrirtækja. Þá stendur til að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjárfestingar á vegum ríkisins á þessu ári fyrir um 30 milljarða króna. Sú upphæð er að langmestu leyti viðbót við það sem áður hafði verið ákveðið í fjárlögum.
Enginn að tvígreiða lengur
Búið er að koma í veg fyrir að ráðuneyti og ríkisstofnanir séu að tvígreiða fyrir hugbúnað sem þau nota. Dæmi voru um að kostnaður einstakra stofnana hafi aukist um hundruð milljóna eftir að nýr samningur sem fjármálaráðuneytið gerði í fyrra tók gildi.