Færslur: Fjármálakerfið

Vill sporna gegn markaðssvikum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.
Evrópski fjárfestingabankinn breytir um kúrs
Evrópski fjárfestingabankinn hyggst hætta að fjármagna verkefni sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis fyrir lok næsta árs. Þetta gerir bankinn með vísan til Parísarsamkomulagsins og hagsmuna bankans til framtíðar. Frá þessu er greint í breska blaðinu Guardian en blaðið hefur drög að áætlun bankans þessa efnis undir höndum.
Viðtal
Banki ekki lengur bara góður peningaskápur
Umræða um bankakerfið hefur byggst mikið á reiði og mikilvægt er að búa til alvöru umræðugrundvöll um framtíð fjármálakerfisins, segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í fjármálastarfsemi og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
11.12.2018 - 09:53
Bein aðkoma erlends banka hefði jákvæð áhrif
Lagt er til að Íslandsbanki verði seldur erlendum banka að hluta eða að öllu leyti í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kynnt er í dag. Samhliða sölu Íslandsbanka telja höfundar hvítbókarinnar ástæðu til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum.
Segir lægra verð ekki þýða slæma stöðu Gamma
Kvika banki kaupir Gamma á um milljarði minna en stefnt var að í sumar. Forstjóri Kviku segir stöðu Gamma þó ekki slæma – aðstæður á markaði og rýrnun á virði eigna í sjóðum Gamma skýri muninn.
19.11.2018 - 22:08
Gísli hættur hjá Gamma
Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og annar stofnenda fjármálafyrirtækisins Gamma, er hættur störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar er haft eftir Gísla hann verði áfram stærsti einstaki hluthafi Gamma en muni einbeita sér að öðrum verkefnum, meðal annars eigin fjárfestingum, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála.
07.03.2018 - 19:15
Arion í útboð erlendis
Það er stefnt á alþjóðlegt útboð á hlutum í Arion banka, meðal annars í Bandaríkjunum. Undirtektir heima, ekki síst meðal íslensku lífeyrissjóðanna, munu ráða miklu um hvernig til tekst. En átökin standa einnig um að koma Valitor í hendur erlendra eigenda Arion. Það vekur spurningar um orðspor íslensku bankanna.
30.01.2018 - 10:31
Fréttaskýring
Hreistraðar kreppur og óhreistraðar
Viðbrögð evrópska seðlabankans í ágúst 2007 eru talin marka upphaf bankakreppunnar. Trú á að bankar hefðu miklu fullkomnari tök á áhættustýringu en áður áttu sinn þátt í kreppunni. Víða spyrja menn því hvort menn hafi lært af reynslunni 2007.
24.08.2017 - 16:21
Sjóðirnir hafa rétt til að kaupa Valitor
Arion banki vinnur að undirbúningi að skráningu bankans á markað. Samkvæmt heimildum Spegilsins eru einnig önnur áform í bígerð: að skilja lykileignir frá og selja sérstaklega til að hámarka verðmæti. Einnig að erlendu kaupendurnir í Arion hafi þegar kauprétt á Valitor.
25.04.2017 - 17:44
Beinskeytt yfirlýsing AGS um FME
Nú þegar Ísland er að opna fjármálakerfi sitt aftur að baki hafta síðan í nóvember 2008 er höfuðviðfangsefnið að styrkja eftirlit með fjármálageiranum meðal annars af því Fjármálaeftirlitið er of berskjaldað fyrir pólitískum þrýstingi. Þetta segir í óvenju beinskeyttri yfirlýsingu sendinefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftir tveggja vikna Íslandsdvöl nefndarinnar þar sem hún kynnti sér aðstæður í íslenskum efnahagsmálum.
11.04.2017 - 16:15
Ferðaþjónustan gæti ekki fellt bankana
Fjármálakerfið íslenska stendur ekki og fellur með ferðaþjónustunni. Einungis um 7% af útlánum viðskiptabankanna tengjast henni. Þetta segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Samfélagsleg áhrif þess, verði niðursveifla í ferðaþjónustu, yrðu hugsanlega mun meiri. Starfsfólk Seðlabankans fylgist náið með ferðaþjónustunni og útlánum banka til ferðaþjónustufyrirtækja, nánar en með öðrum atvinnugreinum.