Færslur: Fjármála- og efnahagsráðherra

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti tillögur Bjarna
Meirihluti fjárlaganefndar tekur undir tillögur fjármálaráðherra um aðgerðir gegn þenslu og verðbólgu. Lækka á afslátt af áfengis- og tóbaksgjaldi í fríhöfninni og leggja gjald á ferðamenn.  Þingmaður Samfylkingarinnar segir að nær hefði verið að skoða hærri álögur á sjávarútveginn.
Sjónvarpsfrétt
Bankasölu harðlega mótmælt á Austurvelli
Sölu á hlutum í Íslandsbanka var mótmælt á útifundi á Austurvelli í dag. Salan er saga íslenskra stjórnmála, sagði einn ræðumanna, saga af fúski, frændhygli, meðvirkni og algeru ábyrgðarleysi.
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að réttlæta ríkiseinokun á áfengissölu
Dómsmálaráðherra segir að núverandi fyrirkomulag áfengissölu sé komið að þolmörkum. Hann vinnur að frumvarpi um breytingu á áfengislögum. Erfitt sé að viðhalda einokun ÁTVR á sölu áfengis. Fjármálaráðherra segir tímabært að heimila vefverslun með áfengi. 
Sala eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka samþykkt
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Reiknað er með að ríkið selji allan eignarhlut sinn fyrir lok næsta árs.
Hefur ekki verulegar áhyggjur af hækkun stýrivaxta
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þótt stýrivextir hafi hækkað lítillega sé það ekki verulegt áhyggjuefni enda séu þeir enn í sögulegu lágmarki. Hann vonar að vextir verði ekki lengi undir einu prósenti því það sé merki um hægagang í hagkerfinu. 
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Ferðakostnaður, sóttvarnarreglur og fjármálaáætlun
Þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri í kosningum fá ekki greiddan ferðakostnað þegar sex vikur eru til kjördags samkvæmt nýju frumvarpi sem nánast öll forsætisnefnd Alþingis leggur fram. Verði frumvarpið samþykkt gildir það fyrir kosningarnar í haust.
Bjartari hagvaxtarhorfur en viðvarandi atvinnuleysi
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun áranna 2022-2026. Hagvaxtahorfur eru bjartari en gert var ráð fyrir í fyrra en atvinnuleysið verður áfram þó nokkuð næstu ár.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kynning á fjármálaáætlun hefst kl. 16:30
Fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á fundi kl. 16:30 í dag. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að ofan.
Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.
Segja óréttmætt að þvinga fólk í viðskipti
Með nýju frumvarpi Fjármála- og efnahagsráðherra er gert ráð fyrir því að stjórnvöld sendi gögn í stafrænt pósthólf einstaklinga og lögaðila. Hver og einn sem hafi kennitölu eigi sitt pósthólf. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna að fólk þurfi að hafa rafræn skilríki til að komast í þetta pósthólf. Þau segja með öllu óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu svo það geti móttekið sendingar frá stjórnvöldum.
Örðugt að kveða úr um hvort meðalhófs hafi verið gætt
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki auðvelt að kveða upp úr um hvort meðalhófs hafi verið gætt með hörðum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Það megi hins vegar alltaf hafa skoðun á hvort dansað hafi verið á línunni.
Bæta má stöðu fólks á berstrípuðum bótum
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir hægt að laga stöðu þeirra sem eru á berstrípuðum bótum enda ætti það aðeins við um 1-2% þeirra sem fái bætur úr almannatryggingakerfinu.
Hægt verður að sækja um tekjufallsstyrk um mánaðamótin
Hægt verður að sækja um nýtt úrræði, tekjufallsstyrki, og framhald lokunarstyrkja hjá Skattinum um næstu mánaðamót. Alþingi samþykkti í liðinni viku lög um aðgerðirnar sem hafa að markmiði að styðja fyrirtæki vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins.
Skattaembætti sameinuð – tvöföld refsing útilokuð
Embætti skattrannsóknastjóra færist undir Skattinn í nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar má rekja til dóma Mannréttindadómstólsins um óheimilar tvöfaldar refstingar við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Fjármálaráðherra vonast til að hægt verði að tryggja betri samfellu og utanumhald um rannsókn og meðferð mála sem varða skattaundanskot og skattalagabrot með nýju frumvarpi.
Mikið tollfrelsi en óhikað má endurskoða tollasamninga
Nær væri að endursemja um tollamál við Evrópusambandið en að segja tollasamningum við það upp. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í morgun.
Myndskeið
Skynsamlegt að leita annað þegar álag er á Landspítala
Það er almennt góð ráðstöfun að semja við þá sem geta verið hagkvæmir og sveigjanlegir í að veita þjónustu. Þetta var hluti svars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, á þingi í morgun.
„Hvaða „nýju útgjöld“ vill Bjarni ekki?“ 
„Hvaða „nýju útgjöld“ vill Bjarni ekki?,“ spyr Andrés Ingi Jónsson þingmaður í færslu á Facebook. Þar bregst hann við viðtali Mbl.is við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í gær þar sem hann lýsti því yfir að ekki væri svigrúm fyrir ný rekstrarútgjöld ríkisins.