Færslur: Fjármagnshöft

Annarri umræðu um aflandskrónur lokið
Annarri umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um aflandskrónulosun og bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi lauk á Alþingi á níunda tímanum í kvöld og var þá strax boðað til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.
27.02.2019 - 21:54
Segir umræðuna í nótt ekki málþóf
Formaður Miðflokksins og formaður í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru sammála um að miklir hagsmunir séu í húfi í málinu sem rætt var í alla nótt á þinginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokks hans vilji svör frá stjórnvöldum. Formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, segir hins vegar að Sigmundur Davíð hafi ekki mætt á mikilvæga fundi nefndarinnar þar sem færi gafst á að leggja fram spurningar.
27.02.2019 - 19:18
Segja stjórnvöld gefa eftir tugi milljarða
Þingmenn Miðflokksins segja að frumvarp um meðferð aflandskrónueigna feli í sér algjört og endanlegt fráhvarf frá aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2015 um losun hafta og endurreisn efnahagslífsins. Með frumvarpinu gefi stjórnvöld vogunarsjóðum eftir tugi milljarða króna. Ríflega fjórtán klukkustunda umræða um frumvarpið í gær og í nótt hafi verið til þess að reyna að fá svör um áform stjórnvalda.
27.02.2019 - 15:55
Krónan styrkist enn
Krónan er sterkari gagnvart bæði evru og dollara nú en áður en tilkynnt var um losun fjármagnshafta fyrir tveimur mánuðum síðan. Pundið hefur hins vegar styrkst lítillega gagnvart krónunni. Krónan var í mikilli sókn í síðustu viku og hún hélt áfram í dag. Þessa daga styrktist krónan gegn öllum helstu gjaldmiðlum.
15.05.2017 - 17:23
Fréttaskýring
Krónan stöðug mánuði eftir losun hafta
Gengi krónunnar hefur lítið breyst á þeim mánuði sem liðinn er frá því að fjármagnshöft voru losuð. Lífeyrissjóðir hyggja á auknar fjárfestingar erlendis og vel stætt fólk hefur sýnt áhuga á erlendum verðbréfasjóðum.
14.04.2017 - 08:09
Óttast ekki viðbrögð aflandskrónueigenda
Seðlabankinn hefur engin viðbrögð fengið frá aflandskrónueigendum sem tóku þátt í gjaldeyrisútboði bankans síðasta sumar, og keyptu evrur á hærra verði en býðst nú. Seðlabankastjóri segir þá hafa tekið þátt í útboðinu án fyrirvara og hefur ekki áhyggjur af mögulegum viðbrögðum þeirra.
15.03.2017 - 18:00
Blaðamannafundur að loknum ríkisstjórnarfundi
Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra boða til blaða- fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Kjarninn greinir frá því að tillögur verði lagðar fyrir ríkisstjórnarfund í hádeginu um afnám hafta. Hrinda þurfi þeim í framkvæmd áður en markaðir opna í fyrramálið.
Þorri almennings finni ekki fyrir höftum
Meirihluti þeirra undanþágubeiðna sem Seðlabankanum hafa borist vegna fjármagnshafta verður óþarfur samkvæmt nýju frumvarpi um losun hafta. Allur þorri almennings finnur ekki fyrir því að hér séu fjármagnshöft þegar lögin hafa tekið gildi. Aðeins hálft prósent landsmanna fellur undir fjármagnshöft um áramót. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra í dag. Í upphafi næsta árs verður metið hvort hægt verði að ráðast í fullt afnám fjármagnshafta.
16.08.2016 - 17:51
Mikil leynd yfir nýju haftafrumvarpi
Stjórvöld kynna frumvarp um losun fjármagnshafta á fréttamannafundi nú síðdegis. Mikil leynd hvílir yfir efni þess.
16.08.2016 - 15:02
Krónuútboð sé gott fyrir lánshæfismat Íslands
Matsfyrirtækið Moody's telur útboð Seðlabanka Íslands á aflandskrónum um miðjan júní sé jákvætt fyrir lánshæfi Íslands. Þetta kemur fram í áliti sem Moody's sendi frá sér í dag.
30.05.2016 - 12:33
Arion og Íslandsbanki seldir fyrir 2017
Í samantekt fjármálaráðuneytisins á kröfum hlutfafa kemur fram að Arion og Íslandsbanki verði seldir fyrir lok árs 2016. Í samantekt ráðuneytisins eru helstu stöðugleikatillögur stærstu kröfuhafa teknar saman en þær birtustu á ensku í gær.
09.06.2015 - 10:51
Telur viðbrögð við haftalosun jákvæð
Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þykja fyrstu viðbrögð við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta jákvæð. Áætlun þeirra felst meðal annars í því að mæti slitabú föllnu bankanna ákveðnum skilyrðum og ljúki nauðasamningum fyrir árslok geti þau flutt fjármagn úr landi.
09.06.2015 - 07:29
Áhættusamara að halda í höftin en losa þau
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur ekki mikla áhættu fólgna í áætlun ríkisstjórnarinnar um að losa gjaldeyrishöft. Hún hafi verið hönnuð til að koma í veg fyrir gengishrun og takmarka líkur á málaferlum.
08.06.2015 - 19:54
Slitastjórn Glitnis fagnar haftalausnum
Formaður slitastjórnar Glitnis kveðst fagna þeirri áætlun um losun hafta sem ríkisstjórnin kynnti í morgun. Áætlunin felur í sér að slitastjórnir föllnu bankanna gangi til samninga að uppfylltum ákveðnum stöðugleikaskilyrðum.
08.06.2015 - 17:04
Hluti kröfuhafa vill semja
Hluti kröfuhafa allra föllnu bankanna hefur lagt fram tillögur að stöðugleikaframlagi, samkvæmt fréttatilkynningum á vef fjármálaráðuneytisins. Framkvæmdarhópur um losun hafta hefur staðfest að tillögurnar mæti stöðugleikaskilyrðum ríkisstjórnarinnar.
08.06.2015 - 15:37
Áætlunin virðist vel undirbúin
„Áætlunin virðist vera vel undirbúin og jákvætt er að verið sé að stíga þessi skref,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um losun gjaldeyrishafta. Ásdís segir íslenska hagkerfið hafa verið tilbúið um nokkurn tíma.
08.06.2015 - 14:19
Slitabúin fá frest til áramóta
Slitabú föllnu bankanna hafa frest til áramóta til að ljúka nauðasamningum. Hafi það ekki tekist falla þau undir svokallaðan stöðugleikaskatt sem gæti numið allt að 850 milljörðum króna án frádráttar.
08.06.2015 - 12:30
Segir kröfuhafa hafa fallist á skilyrðin
Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna hafa gengist undir 900 milljarða stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar og sent fjármálaráðherra viljayfirlýsingar þess efnis. Þetta kom fram á kynningu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að losa höft í dag.
08.06.2015 - 12:06
Höftin skýla hundruðum milljarða
Íslenskt efnahagslíf hefur staðið í skjóli – og skugga – af fjármagnshöftum frá 2008. Höftin hafa verið kölluð öndunarvél fyrir íslensku krónuna. Þau skýla hagkerfinu, en hindra líka fjárfestingar og koma í veg fyrir að góður skriður komist á atvinnulífið.
08.06.2015 - 11:30
Boða 40% útgönguskatt á slitabú
Áætlun fjármálaráðherra um losun fjármagnshafta, meðal annars með álagningu 40% stöðugleikaskatts á slitabú gömlu bankanna, verður kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
05.06.2015 - 05:11
Glötuð tækifæri dýrasti fórnarkostnaðurinn
Almenningur finnur lítið fyrir beinum áhrifum fjármagnshaftanna dags daglega en þau hafa engu að síður áhrif á kjör hans, ýta undir spillingu og bjaga efnahagslífið, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Dýrasti fórnarkostnaður haftanna sé hins vegar glötuð tækifæri.
19.04.2015 - 15:47
Hvað er stöðugleikaskattur?
Stjórnvöld hafa á undanförnum vikum látið kanna lögmæti þess að leggja svokallaðan stöðugleikaskatt á þrotabú föllnu bankanna. Tveggja ára gamall Hæstaréttardómur um auðlegðarskattinn gæti þar skipt miklu máli.
14.04.2015 - 13:43