Færslur: fjárlög2020

Uppnám í ríkisstjórninni sagt hliðarveruleiki og rugl
Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi í dag voru ýmist sögð frábær eða ömurleg. Þessi andstæðu sjónarmið stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka komu hvað skýrast fram þegar Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera „kátur maður í dag“ en Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sakaði meirihlutann um „undirlægjuhátt.“ Formaður Viðreisnar sagði uppnám hafa verið hjá ríkisstjórnarflokkunum í gærkvöld, eitthvað sem formaður Framsóknarflokks kannaðist ekki við.
27.11.2019 - 17:18
Viðtal
ASÍ vildi sjá hátekjuskatt og auðlindagjald
„Það virðast ekki vera neinir tilburðir til að afla tekna.  Við höfum lagt áherslu á hátekjuskatt, við höfum lagt áherslu á auðlindagjald, að efla skattrannsóknir. Það eru ýmsar matarholur sem hægt er að fara í til að nýta skattkerfið til jöfnunar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á blaðamannafundi i morgun.  
06.09.2019 - 12:31
Mega selja banka, sendiráð og fiðlu
Ríkinu verður heimilt að selja eignarhluti þess í bönkunum, húsnæði dómstóla og lögregluembætta og Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
06.09.2019 - 09:59
Viðtal
Lægsta tekjuskattsþrep verður 31,44 prósent
Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um og verður lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.