Færslur: Fjárlög 2022

Sameinuð stjórnarandstaða ólíkra flokka nái árangri
Alþingi samþykkti í gærkvöld fjárlög ríkisstjórnarinnar að lokinni annarri umræðu áður en það hélt í jólafrí. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir sameinaða stjórnarandstöðu ná árangri og málum í gegn þó flokkar stjórnarandstöðunnar séu jafnólíkir og nú. Flokkarnir segja ákvörðun fjárlaganefndar að fá 150 milljóna viðbótarfjármagn til sálfræðiþjónustu tilkomna vegna þrýstings þeirra.
23.12.2021 - 09:30
Fallið frá lækkun sóknargjalds
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar alþingis leggur til að sóknargjöld næsta árs verði 1.107 krónur á mánuði, í stað 985 króna eins og lagt hafði verið til í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Tímabundin hækkun gjaldsins í fyrra verður þar með fest í sessi, en breytingin mun kosta ríkissjóð um 340 milljónir króna.
23.12.2021 - 07:44
Segir fjárlagagerðina ábyrga - þingið farið í jólafrí
Alþingi samþykkti í kvöld fjárlög ríkisstjórnarinnar að lokinni annarri umræðu. Forsætisráðherra segir um ábyrga fjárlagagerð af hálfu stjórnvalda að ræða. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé hápólitísk að ætla að vaxa til aukinnar velsældar og standa vörð um árangurinn sem hafi náðst.
22.12.2021 - 21:19
58 milljónir í aukna öryggisgæslu á Bessastöðum
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 58 milljónum verði varið í aukna öryggisgæslu á Bessastöðum. Brýnt sé að fjölga lögreglumönnum til að tryggja samfellda öryggisgæslu allan sólarhringinn.
21.12.2021 - 17:58
Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
Segir ríkisstjórnina skorta yfirsýn
Forsætisráðherra mælir fyrir tillögu sinni um breytta skipan ráðuneyta á Alþingi síðar í dag. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki hafa neina yfirsýn yfir verkefnið.
15.12.2021 - 12:40
230 sjúklingar á göngudeild SÁÁ vegna ópíóíðafíknar
Göngudeild á sjúkrahúsinu Vogi sinnir nú 230 sjúklingum sem glíma við ópíóíðafíkn en samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands var aðeins gert ráð fyrir 90 sjúklingum. SÁÁ telur sig þurfa 300 milljónir til viðbótar við það framlag sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu til að geta sinnt innlögnum á Vog og lyfjameðferð við ópíóíðafíkn.
Biskupsritara ekki skemmt yfir skerðingu sóknargjalds
Pétur Markan, biskupsritari, er ómyrkur í máli í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem til stendur lækka sóknargjald úr 1.080 krónum í 985 krónur. Hann segir þetta þýða að trúfélög verði enn eitt árið fyrir fordæmalausu tekjufalli því gjaldið ætti að vera 1.915 krónur ef lögum um sóknargjald væri framfylgt. Hann kveðst ekki trúa því að stjórnvöld ætli sér í alvöru að leggja starfsemi trúfélaganna endanlega í rúst og stefna þannig trúfrelsi á Íslandi í hættu.
10.12.2021 - 14:26
Fyrstu umræðu um fjárlög fram haldið í dag
Fundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöld og ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um fjárlög næsta árs eins og að var stefnt en fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu rétt fyrir hádegi á fimmtudag.
Spegillinn
Hallafjárlög við sérstakar aðstæður
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum hafa skilað hröðum efnahagsbata segir fjármálaráðherra  en stjórnarandstaðan segir hana segja pass með fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur saknar útfærslu á hvernig eigi að bæta afkomu ríkissjóðs. 
Segir SAK þurfa um 240 milljónir til viðbótar
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að miðað við fjárlagafrumvarpið vanti um 240 milljónir króna til sjúkrahússins. Áætlað framlag dugi ekki til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda síðustu ára.
Fjárlögin vonbrigði fyrir SÁÁ
Einar Hermannsson, forstjóri framkvæmdastjórnar SÁÁ, segir nýtt fjárlagafrumvarp vera mikil vonbrigði fyrir samtökin. Biðlistar í áfengismeðferð hafa lengst verulega frá upphafi heimsfaraldursins og óttast hann að álagið aukist enn frekar á næsta ári.
Ríkissjóður græddi vel á áfengiskaupum landsmanna
Tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi hafa aukist mikið í ár og voru rúmlega 3 milljörðum meiri en áætlað var. Skýringin er fyrst og fremst aukin einkaneysla og færri utanlandsferðir. Met voru sett í áfengissölu bæði í júlí og ágúst þegar samkomutakmarkanir með minnsta móti.
30.11.2021 - 14:35
4,4 milljarðar í aukinn viðbúnað gegn COVID-19
4,4 milljörðum verður varið í að auka viðbúnað heilbrigðiskerfisins gegn COVID-19, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þar munar mestu um 2,6 milljarða framlag til að styrkja varnir Landspítalans og getu hans til að bregðast við heimsfaraldrinum.
30.11.2021 - 10:50
Viðtal
Þýðir ekki að fara í keng yfir öllu sem gæti gerst
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að þrátt fyrir 450 milljarða króna halla ríkissjóðs á tveimur árum sé staðan betri en búist var við. Hann kynnti frumvarp til fjárlaga næsta árs í morgun og áfram er búist við hallarekstri næstu ár.
30.11.2021 - 10:39
Bjarni fær heimild til að skoða kaup á Hótel Sögu
Fjármálaráðherra leggur til í fjárlagafrumvarpinu að ráðuneytið fái heimild til að skoða kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið gæti hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs HÍ fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er núna staðsett á tveimur stöðum; Stakkahlíð og Skipholti.
30.11.2021 - 10:27
Framlög til heilbrigðismála aukast um 16,3 milljarða
Framlög til heilbrigðismála aukast um 16,3 milljarða, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í morgun. Þetta er stærsta einstaka hækkun útgjalda. Landspítalinn fær 2,6 milljarða til að halda áfram að styrkja getu spítalans til að bregðast við COVID-19. Opna á sex hágæslurými, 30 ný endurhæfingarrými og og koma á fót sérstakri farsóttardeild í Fossvogi. 13 milljörðum verður varið til loftslagsmála.
30.11.2021 - 09:21