Færslur: Fjárlög 2020

Viðtal
ASÍ vildi sjá hátekjuskatt og auðlindagjald
„Það virðast ekki vera neinir tilburðir til að afla tekna.  Við höfum lagt áherslu á hátekjuskatt, við höfum lagt áherslu á auðlindagjald, að efla skattrannsóknir. Það eru ýmsar matarholur sem hægt er að fara í til að nýta skattkerfið til jöfnunar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á blaðamannafundi i morgun.  
06.09.2019 - 12:31
„Það vantar fleiri skattþrep“
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs séu ekki gerðar kröfur til þeirra sem best eru settir. Hún telur að fjölga þurfi skattþrepum, bæði til að afla ríkinu tekna og auka jöfnuð í samfélaginu.
06.09.2019 - 12:12
9 milljarða aukaútgjöld vegna atvinnuleysis
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að útgjöld vegna aukins atvinnuleysis aukist um 9 milljarða króna á næsta ári. Hækkun útgjalda til elli- og örorkulífeyrisþega setur verulegan þrýsting á útgjöld ríkissjóðs sem mæta þarf með skattheimtu eða niðurskurði í öðrum málaflokkum.
06.09.2019 - 11:53
Mega selja banka, sendiráð og fiðlu
Ríkinu verður heimilt að selja eignarhluti þess í bönkunum, húsnæði dómstóla og lögregluembætta og Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
06.09.2019 - 09:59
Viðtal
Lægsta tekjuskattsþrep verður 31,44 prósent
Tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um og verður lægsta skattþrepið rúmlega 31 prósent.
Svigrúm til að mæta hægari hagvexti
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að gert sé ráð fyrir að hagkerfið verði í jafnvægi á þessu ári og stefnt sé að jöfnuði í ríkisfjármálum á næsta ári. Svigrúm sé til að mæta hægari hagvexti. Hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár á blaðamannafundi í morgun.
06.09.2019 - 09:07
Myndskeið
Blaðamannafundur ráðherra í heild
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár á fundi með fréttamönnum klukkan hálfníu .Ruv.is sýndi beint frá fundinum. Með þessari frétt fylgir upptaka frá fundinum og svo er textalýsing hér að neðan.
06.09.2019 - 08:09
  •