Færslur: Fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti tillögur Bjarna
Meirihluti fjárlaganefndar tekur undir tillögur fjármálaráðherra um aðgerðir gegn þenslu og verðbólgu. Lækka á afslátt af áfengis- og tóbaksgjaldi í fríhöfninni og leggja gjald á ferðamenn.  Þingmaður Samfylkingarinnar segir að nær hefði verið að skoða hærri álögur á sjávarútveginn.
Hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bankasýslu ríksins voru til svara á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem lauk rétt eftir klukkan ellefu. Fulltrúum Bankasýslunnar sem og nefndarmönnum var tíðrætt um að það hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings um útboðið.
Viðtal
„Mjög dapurt“ að Bankasýslan biðji um frestun fundar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það mjög dapurt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki lokið við að svara tuttugu spurningum nefndarinnar um söluna á Íslandsbanka. Fresta þurfti fundi sem til stóð að halda með Bankasýslunni í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður Fjárlaganefndar, segir að fundurinn verði þess í stað á miðvikudag.
Ósamið um yfirtöku sveitarfélaga á rekstri skilavega
Nokkur sveitarfélög og Vegagerðin eiga enn ósamið um svokallaða skilavegi sem eru ákveðnir stofnvegir í þéttbýli. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að sveitarfélög tækju við þeim vegum sem yrðu þá ekki lengur í umsjón Vegagerðarinnar heldur sveitarfélaganna.
Langir vinnudagar fyrirséðir í desember
Nefndastörf hófust af fullum krafti á Alþingi í dag. Formenn fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar búast við mikilli vinnu í desember enda þing sett óvenju seint og lítið að gera síðustu vikur.
06.12.2021 - 19:15
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Ábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að frumvörp um veitingu ríkisábyrgðar til Icelandair að upphæð 120 milljónir Bandaríkjadollara verði samþykkt og hún skilyrt þannig að fjármununum verði eingöngu varið til að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri Icelandair Group. Ekki megi heldur nýta þá til fjármögnunar á rekstri eða ráðstafa því til dótturfélaga sem ekki eru í starfsemi hér á landi. Þá yrði Icelandair gert að styrkja fjárhag sinn með útboði.
04.09.2020 - 13:57
Ófagleg vinnubrögð og skortur á upplýsingum
Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd segir vinnubrögðin í tengslum við fjármálastefnu og ríkisábyrgðir eins og í kennslustund þar sem enginn hefur lesið heima. Upplýsingaflæði sé verulega ábótavant og allt unnið á síðustu stundu. Mörgum spurningum um ríkisábyrgð til Icelandair sé enn ósvarað.
31.08.2020 - 12:33
Keppinautar Icelandair ekki beðnir álits á lánalínu
Keppinautar Icelandair Group eru ekki meðal þeirra sem beðnir eru um álit á lánalínunni sem stjórnvöld ætla að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð á, en málið er nú til meðferðar hjá þinginu.
Myndskeið
„Ríkisábyrgð er ekki sjálfsagt mál“
„Mér sýnist af þessum fundi að nálgunin sé skynsamleg og varfærin. En það er aldrei sjálfsagt mál að nýta almannafé í þessa veru,“ sagði Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis eftir fund nefndarinnar í dag þangað sem forstjóri Icelandair kom og kynnti áætlanir félagsins.
26.08.2020 - 19:58
Ómögulegt að meta aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins
Komið verður til móts við kostnað heilbrigðiskerfisins vegna COVID-19 faraldursins í fjáraukalögum sem koma fyrir þingið í haust. Þetta segir Haraldur Benediktsson.varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir ómögulegt að meta hversu mikill þessi kostnaður verði.
31.07.2020 - 12:36
Segir ólíklegt að Landspítali fái meira fé í ár
Ólíklegt er að aukið fjármagn verði sett í rekstur Landspítala í ár. Kanna þarf hvort ekki sé hægt að nýta fjármuni spítalans betur og þar eru mikil tækifæri til hagræðingar. Þetta segir Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í dag.
Spyrja hvernig starfslok Haraldar verði fjármögnuð
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um það hvernig fjármagna eigi starfslokasamning við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Bylgjan sagði frá þessu í hádeginu. Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, segist enga gagnrýni felast í fyrirspurninni.
05.12.2019 - 12:56
Taka í neyðarbremsu og grípa til aðgerða
Hagrætt verður á margvíslegan hátt á Landspítalanum á næstunni. Markmiðið er að taka í neyðarbremsu strax og grípa til aðgerða. Það verður vonandi til þess að ná jafnvægi í rekstrinum á næstu mánuðum, segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Miklar breytingar gerðar á fjármálaáætlun
Fjárlaganefnd þarf að gera miklar breytingar á fjármálaáætlun því útkoman fyrir ríkissjóð verður 40 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Formaður fjárlaganefndar vonast til að hægt verði að byrja vinnu á mánudag. Fulltrúi Pírata í nefndinni segir fyrirliggjandi umsagnir um fjármálaáætlun vera orðnar gagnslausar. 
25.05.2019 - 12:34
Inga Sæland tekur við af Ágústi
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis eftir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sig frá því embætti í dag.
02.05.2019 - 15:14
Vill að safnið verði áfram í miðbænum
Fjárlaganefnd hefur samþykkt breytingatillögu sem heimilar sölu á húsakosti Þjóðskjalasafnsins, annað árið í röð. Þjóðskjalavörður er ósáttur við aðferðafræðina, það að sala hafi verið heimiluð án þess að hugur stjórnenda væri kannaður eða fram færi greining á þörfum safnsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, studdi breytingatillöguna, bæði í fyrra og í ár. Hann myndi vilja sjá Listaháskólann í húsnæði safnsins. Það tæki langan tíma að flytja safnið, kæmi til þess.
28.12.2016 - 19:08