Færslur: Fjárlagafrumvarp

Staðan á Landspítalanum batnar
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að í fjárlagafrumvarpinu felist úrbætur varðandi rekstur spítalans og fjárfestingar. Frumvarpið muni leiða til þess að staðan á spítalanum batni, þótt meiri aukning hefði verið æskileg.
14.12.2017 - 12:26
Viðtal
Vel fjármögnuð grunnþjónusta og stöðugleiki
Bjarni Benediktson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að landsmenn finni vonandi fyrir því í nýju fjárlagafrumvarpi að grunnþjónusta sé vel fjármögnuð á sama tíma og lögð sé áhersla á stöðugleika og að halda verðbólgu lágri.
14.12.2017 - 12:00
Borga mótframlag vegna forseta
Forsetaskiptin á síðasta ári höfðu margvíslegar breytingar í för með sér og ein þeirra lítur að eftirlaunarétti forseta sem nú kemur fram í fjárlagafrumvarpi. Eftirlaunakjör forseta byggðu um áratuga skeið á lögum um eftirlaun forseta, og síðar kjörinna fulltrúa og hæstaréttardómara, sem tryggði þeim eftirlaun upp á 60, 70 eða 80 prósent af launum eftirmanna sinna. Guðni Th. Jóhannesson aflar hins vegar eftirlaunaréttar eins og almennir landsmenn, með iðgjaldi sínu og mótframlagi úr ríkissjóði.
14.12.2017 - 11:26
600 þúsund á mann í heilbrigðismál
Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála nema 602 þúsund krónum á hvern landsmann á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarpið sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Þetta er hátt í þrefalt hærri fjárhæð en þegar kemur að næst mesta útgjaldaliðnum, sem er málefni aldraðra. Þar nemur fjárhæðin 220 þúsund krónum á hvern landsmann.
14.12.2017 - 10:39
Afnema ekki virðisaukaskatt á bækur strax
Ellefu prósenta virðisaukaskattur á bækur verður ekki afnuminn strax með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Lækkun hans mun hins vegar „koma til skoðunar“ á fyrsta starfsári stjórnarinnar, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið.
14.12.2017 - 10:12
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi ríkissjóðs
Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári verði 35 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar sem verið er að kynna í fjármálaráðuneytinu. Það er níu milljörðum minna en gert var ráð fyrir í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var í september. Ef ekki væri fyrir 72 milljarða króna vaxtagjöld næmi afgangurinn 107 milljörðum.
14.12.2017 - 09:43
21 milljarðs aukning til heilbrigðismála
Fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ráð fyrir að útgjöld til fjögurra málaflokka sem teljast til heilbrigðismála aukist um rúma fimmtán milljarða frá áætluðum útgjöldum í sömu málaflokka á þessu ári. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar heilbrigðisráðherra á frumvarpinu í fjármálaráðuneytinu sem nú stendur yfir.
14.12.2017 - 09:27
Myndskeið
Fjárlagafrumvarp: Blaðamannafundurinn í heild
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2018, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. Blaðamannafundinum er streymt beint á ruv.is og bein textalýsing frá fundinum fylgir með.
14.12.2017 - 08:46
Segir Landspítala fá minna en ekkert
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir það orðum aukið að þrettán milljarðar króna renni aukalega inn í heilbrigðisþjónustuna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann segir að viðbótin fari fyrst og fremst í að mæta verðlagsþróun og launahækkunum. „Það sem rennur til Landspítala er hins vegar minna en ekkert þegar öll kurl eru til grafar komin, sem er alvarlegt.“
23.09.2017 - 11:10
62 km styttra fyrir 8000 krónur
Vegalengd sem dísilbíll getur ekið fyrir átta þúsund krónur styttist um rúma sextíu kílómetra eftir áramót þegar álögur á eldsneyti hafa hækkað. Núna er hægt að aka bílum frá Reykjavík til Raufarhafnar en eftir áramótin styttist það og ekki verður lengra komist en næstum alla leið í Ásbyrgi.
14.09.2017 - 22:25
Ekki tekið á grotnandi innviðum skólanna
Engan veginn er tekið á því í fjárlagafrumvarpinu að innviðir framhaldsskóla eru að grotna, segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum spyr hvenær ef ekki í miðju góðæri sé besti tíminn til að treysta rekstur skólanna.
14.09.2017 - 14:08
„Fjárlagafrumvarpið mikil vonbrigði“
Fjárlagafrumvarpið er mikil vonbrigði fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir forstjóri stofnunarinnar. Stjórnvöld standi þannig ekki við yfirlýsingar um að efla heilsugæsluna. 
Mynd með færslu
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið
Fjármálaráðherra segir meginverkefni ríkisstjórnarinnar að varðveita góðan árangur í efnahagsmálum og stuðla að jafnvægi í ríkisrekstri. Þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld með fjárlagafrumvarpinu viðhalda fátækt aldraðra og öryrkja.
14.09.2017 - 12:24
100 milljónir til undirbúnings á þyrlukaupum
Gert er ráð fyrir að 100 milljónir króna fari til undirbúnings á endurnýjun þyrluflota Landhelgisgæslunnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
14.09.2017 - 07:10
88,7 milljónir í að efla sendiráðið í Peking
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem kynnt var í gær, er gert ráð fyrir að fjárheimild til utanríkisþjónustunnar verði aukin um 88,7 milljónir til að efla sendiráð Íslands í Peking, höfuðborg Kína.
13.09.2017 - 17:01
17,5 milljónir í öryggismál Stjórnarráðsins
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem dreift var í gær, gerir forsætisráðuneytið ráð fyrir að verja 17,5 milljónum til að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Þetta er gert í samræmi við tillögur frá embætti ríkislögreglustjóra. Þá vill ráðuneytið verja 30 milljónum til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við heimreið og heimasvæði á Bessastöðum.
13.09.2017 - 14:46
39 milljón í sjúkrahús og 81 til framhaldskóla
Fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir að raunverulegt viðbótarframlag til framhaldsskólana á árinu nemi samtals 81 milljón króna í fjárlagafrumvarpinu og til allra sjúkrahúsa landsins fari samtals 39 milljónir króna viðbótarframlag. Þá lækki vaxtabætur um nærri þriðjung og tekuskerðing barnabóta miðist við 250 þúsund króna mánaðartekjur sem sé lægra en lágmarkslaun.
13.09.2017 - 12:26
270 milljónir í aukna atvinnuþátttöku
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að tæpum 270 milljónum króna verði varið í að styðja við atvinnuþátttöku þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði.
12.09.2017 - 23:09
SA og ASÍ um fjárlagafrumvarpið
Bætur úr atvinnutryggingakerfinu verða í sögulegu lágmarki í hlutfalli við lægstu laun nái nýtt fjárlagafrumvarp fram að ganga. Verkefni í þágu velferðar eru vanfjármögnunð. Þetta segir hagfræðingur ASÍ. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að standa vörð um kaupmáttaraukninguna sem náðst hefur á undanförnum árum og stuðla að stöðugleika. Prófsteinn ríkisstjórnarinnar séu lausir kjarasamningar opinberra starfsmanna. 
12.09.2017 - 22:29
Tekjulægra fólk muni meira um 20 þúsund krónur
„Það munar auðvitað mjög miklu fyrir einstakling sem er ekki með nema 280 þúsund krónur á mánuði að fá 20 þúsund krónur í viðbót,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld aðspurður um hækkun á lífeyri til fólks sem býr eitt upp í 300 þúsund krónur. „Það er enginn sem telur að það séu einhverjir smápeningar ef menn eru ekki með meira heldur en þetta, þannig að við verðum að horfa á þetta í því samhengi. Sem betur fer er stærstur hluti með stærri fjárhæðir."
12.09.2017 - 21:08
Logi: Þeir sem minna mega sín sitja eftir
Þeir sem minna mega sín sitja eftir í fjárlagafrumvarpinu, segir formaður Samfylkingarinnar. Nýta hefði átt tækifærið í meiri uppbyggingu, segir formaður Framsóknar. Fjárlagafrumvarpið er nýkomið úr prentun og því hefur stjórnarandstöðunni eins og öðrum ekki gefist tími til að rýna djúpt í það. 
12.09.2017 - 19:17
Afgangurinn í takt við fjármálaáætlun
Markmið í fjárlagafrumvarpi um 44 milljarða króna afgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári er í samræmi við fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í júní. Samkvæmt henni á að reka ríkissjóð með afgangi sem nemur minnst 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Það er um 40 milljarðar króna miðað við fjárhagslegar forsendur frumvarpsins. Þetta er gert til að vega á móti þenslu.
12.09.2017 - 12:17
Veruleg aukning vegna útlendingamála
Fjárheimildir til útlendingamála rúmlega tvöfaldast milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem birt var í morgun. Þær hækka úr 1,8 milljörðum í 3,7 milljarða. Við gerð síðustu fjárlaga var gengið út frá því að útgjöld vegna útlendingamála myndu lækka um fjórðung eftir mikla aukningu árið 2016. Nú er gert ráð fyrir 1,6 milljörðum króna aukalega vegna fjölgunar flóttamanna.
12.09.2017 - 12:09
Viðtal
Afgangur nýttur til að greiða skuldir
Fjármálaráðherra segir merkilegast í fjárlagafrumvarpinu sem hann kynnti í morgun að í því er afgangur sem nýttur verður til að greiða niður skuldir og í þágu velferðarmála. Virðisaukaskattur verður ekki hækkaður á ferðaþjónustuna fyrr en 1. janúar 2019. Sex krónur af hverjum tíu úr ríkissjóði fara í heilbrigðismál og greiðslur til örorku- og ellilífeyrisþega.
12.09.2017 - 11:57
Útgjöld til varnarmála hækka um fimmtung
Útgjöld ríkisins vegna öryggis- og varnarmála hækka um 22 prósent milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Gangi frumvarpið eftir verða útgjöldin helmingi hærri á næsta ári en þau voru árið 2016. Útgjöld til rannsókna og vísindastarfs dragast saman.
12.09.2017 - 11:45