Færslur: Fjárlagafrumvarp 2020

Vill meira fé vegna stórra úttekta á ríkisstofnunum
Kostnaður Ríkisendurskoðunar við úttektir á ríkisstofnunum var margfalt hærri í ár en síðustu ár. Úttektirnar hafa meðal annars snúið að Íslandspósti, Ríkislögreglustjóra, Tryggingastofnun og Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi sendi fjárlaganefnd Alþingis. Embættið hefur farið fram á aukafjárveitingu vegna starfsemi ársins og fjárlaganefnd fór fram á frekari rökstuðning.
06.12.2019 - 07:45
Hallarekstur verði á ríkissjóði í fyrsta sinn í átta ár
Ríkissjóður verður rekinn með halla í fyrsta sinn frá árinu 2012, miðað við breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Önnur umræða þess fer fram í dag. Samfylkingin hefur lagt fram tillögur sínar um 20 milljarða viðbótarútgjöld til velferðarmála, menntunar og loftslagsmála sem fjármögnuð yrðu með hækkun veiðigjalda og auðlegðarskatti.
12.11.2019 - 12:26
Fréttaskýring
Kælimiðlar losa álíka mikið og alþjóðaflugið
Þú ert í matvöruverslun, þú skimar eftir ákveðnum vörum sem þig vantar, virðir fyrir þér úrvalið en hugsar kannski minna um innviðina. Þú hefur kannski aldrei velt því fyrir þér hvernig mjólkinni er haldið kaldri eða hvort frystikistan heitir Valentini 17, hvort kælinum er bara stungið í samband eða hvort það liggja pípur frá honum inn í vegginn. Þú hefur kannski aldrei tekið eftir skynjurunum sem eiga að láta vita, ef gösin sem notuð eru til að kæla vörurnar leka út.