Færslur: Fjárlagafrumvarp 2018

Gagnrýndi sinnuleysi gagnvart útgjaldaaukningu
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, gagnrýndi Seðlabankann í morgun fyrir að tjá sig ekki um áhrif útgjaldaaukningar hins opinbera á vaxtastig í landinu. Þorsteinn sagði að um þessar mundir ætti sér stað fordæmalaus útgjaldaaukning. Þessi gagnýrni Þorsteins kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með peningastefnunefnd Seðlabankans.
18.09.2018 - 10:23
Fjárlög samþykkt, þinghaldi frestað
Þingfundi var slitið skömmu eftir miðnætti og þinghaldi frestað til mánudagsins 22. janúar. Á þessum síðasta þingfundi ársins, sem hófst um hálf ellefu í morgun, voru hvort tveggja fjárlög og fjáraukalaög afgreidd og samþykkt með 34 greiddum atkvæðum, eftir nokkrar umræður. 24 sátu hjá í báðum tilfellum en engin mótatkvæði komu fram. Engar breytingatillögur minnihlutans hlutu brautargengi. Loks var samþykkt tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 76 manns íslenskan ríkisborgararétt.
30.12.2017 - 00:38
Breytingatillögur meirihlutans samþykktar
Atkvæðagreiðslu um breytingatillögur á fjárlagafrumvarpi ársins 2018 lauk nú skömmu fyrir miðnætti. Breytingatillögur Meirihluta fjárlaganefndar Alþingis voru allar samþykktar. Þar var meðal annars lagt til að framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni verði hækkað um 400 milljónir króna. Einnig að heimilisuppbót örorkulífeyrisþega verði hækkuð og endurbætur gerðar á Grindarvíkurvegi og veginum um Skriðdal.
23.12.2017 - 00:51
Hækkun lífeyrisaldurs frestað
Ekki verður byrjað að hækka lífeyrisaldur í áföngum um næstu áramót eins og kveðið var á um í fjárlagafrumvarpinu. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Viðskiptablaðið í dag.
21.12.2017 - 11:18
ASÍ segir bil milli ríkra og fátækra aukast
Nýtt fjárlagafrumvarp gefur lítið tilefni til bjartsýni, segir í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarpið. Að öllu óbreyttu muni bilið á milli ríkra og fátækra í samfélaginu enn fara vaxandi.
20.12.2017 - 16:44
Vilja Dettifossveg fullkláraðan sumarið 2019
Húsavíkurstofa og Norðurhjari hvetja Alþingi til að beita sér fyrir því að Dettifossvegur verði fullkláraður í síðasta lagi sumarið 2019. Þar er sérstaklega talað um átta kílómetra kafla frá Súlnalæk og norður yfir Vesturdal, en fjármögnun á þeim kafla liggur ekki fyrir.
20.12.2017 - 15:54
Telja hækkun örorkulífeyris of litla
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp næsta árs. Bandalagið hefur skorað á Alþingi að gera strax breytingar á því og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega. 4,7 prósenta hækkun á næsta ári sé ekki nóg.
Benedikt: „Minna aðhald en engin bylting“
„Ef að menn litu á fjárlögin sem við lögðum fram sem sveltifjárlög þá er í sjálfu sér engin grundvallarbreyting núna, bara minna aðhald en það er engin bylting. Þeir sem voru óánægðir með þau fjárlög ættu að vera óánægðir með þessi fjárlög líka.“ Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.
14.12.2017 - 19:36