Færslur: Fjarheilbrigðisþjónusta

Myndskeið
Spara ríkinu með heilbrigðisþjónustu í gegnum netið
Talmeinafræðingur segir Sjúkratryggingar geta sparað háar fjárhæðir með fjarþjónustu. Hundruð milljóna fara í ferðakostnað árlega. Hann segir fimm talmeinafræðinga hafa þannig sparað nærri 50 milljónir á þremur árum. 
Öryggi mikilvægt í fjarheilbrigðisþjónustu
Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir Íslendinga ekki komna jafn langt og önnur lönd í þróun fjarheilbrigðisþjónustu, sem er ein af aðgerðum byggðaáætlunar til næstu fimm ára. Markmiðið sé að jafna aðgengi að heilsugæsluþjónustu.
Geta hitt lækni í læstu herbergi á bókasafni
Fjarheilbrigðisþjónusta getur sparað tíma og peninga og auðveldað aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hún er þó ekki án vandkvæða. Það þarf að leysa ýmis vandamál áður en hægt er að hitta lækninn á netinu eða fá lyfin send á planið fyrir utan kaupfélagið með dróna.