Færslur: Fjárhagsaðstoð
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
20.05.2022 - 06:30
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
10.05.2022 - 03:00
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
25.04.2022 - 05:30
Íslensk stjórnvöld veita 130 milljónum í neyðaraðstoð
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 130 milljónum króna í efnhagslega neyðaraðstoð við Úkraínu gegnum sérstakan sjóð Alþjóðabankans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti um viðbótarframlag Íslands í vikunni.
24.04.2022 - 05:10
Gagnrýna niðurskurð á fjárhagsaðstoð til Jemen
„Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen,“ segir meðal annars í bréfi sem sent var í nafni yfir 100 hjálparsamtaka til forsætisráðherra Bretlands. Ný gögn benda til að ríkisstjórn Bretlands ætli að skera fjárhagsaðstoð til Jemen um helming.
06.03.2021 - 11:38
Sárafátækt gæti blasað við vegna COVID-19
Alþjóðabankinn áætlar að sárafátækt blasi við 150 milljónum manna á næsta ári. Átta af hverjum tíu er talið að verði íbúar landa sem búa við miðlungs afkomu og búi í borgum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett líf milljóna jarðarbúa úr skorðum og fjöldinn allur hefur misst vinnuna og lífviðurværi sitt.
02.12.2020 - 04:16
Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
25.11.2020 - 19:54
Þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð frá borginni
Hátt í 1.500 fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjavíkurborg í júlí. Það er um þriðjungs fjölgun frá sama mánuði í fyrra og gangi spár Velferðarsviðs borgarinnar eftir, mun þeim sem þiggja slíka aðstoð halda áfram að fjölga. Flestir þeirra sem fá aðstoðina eru einhleypir karlar.
04.09.2020 - 08:25