Færslur: Fjárhagsáætlun

Rúmlega 600 milljóna halli á rekstri Akureyrarbæjar
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær. Áætlaður halli bæjarsjóðs er um 624 milljónir króna en gert er ráð fyrir að afkoma batni næstu árin með auknum tekjum.
15.12.2021 - 11:43
500 milljóna viðsnúningur
500 milljóna króna viðsnúningur verður á rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári. Bæði Mosfellsbær og Garðabær stefna á að skila afgangi á næsta ári.
09.12.2021 - 12:41
Myndskeið
Enginn niðurskurður þrátt fyrir hallarekstur
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir rekstur sveitarfélaga hafi tekið miklum breytingum til hins verra eftir að faraldurinn hófst. Bærinn hafði áður reiknað með allt að fjögur hundruð milljóna króna afgangi á þessu ári en nú stefnir halla upp á rúman hálfan milljarð.
10.01.2021 - 19:15
Þungur róður hjá sveitarfélögum
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að erfitt ár sé framundan hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Staða þeirra hefur versnað hratt í faraldrinum.
10.01.2021 - 12:40
Myndskeið
Tugmilljarða viðsnúningur til hins verra
Rekstur tíu stærstu sveitarfélaga landsins hefur versnað um rúma þrjátíu milljarða eftir að Covid faraldurinn hófst. Aðeins tvö af þessum sveitarfélögum gera ráð fyrir að skila rekstrarafgangi á þessu ári.
09.01.2021 - 19:15
Grænt plan samþykkt í borgarstjórn
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun sem gildir til 2025 var samþykkt í borgarstjórn í kvöld. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstur A-hluta borgarsjóðs verði neikvæður um 11,3 milljarða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
„Hér er gríðarleg skuldsetning“
„Ég sé ekki að þetta sé sjálfbær rekstur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um fjárhagsáætlun borgarinnar sem meirihlutinn lagði fram í dag. Þar er gert ráð fyrir að halli á rekstri borgarinnar á næsta ári verið 11,3 milljarðar króna og að hallinn verði viðvarandi í tvö ár.
01.12.2020 - 16:58
Rekstur borgarinnar neikvæður um 11,3 milljarða 2021
Rekstrarniðurstaða af samstæðu Reykjavíkurborgar verður neikvæð um 11,3 milljarða á næsta ári, miðað við fjárhagsáætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti áætlunina á fundi borgarstjórnar í dag.
01.12.2020 - 15:33
Gera ráð fyrir 575 milljóna rekstrarhalla á næsta ári
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir næsta ár var lögð fram í gær og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist bjartsýnn á að viðsnúningur verði á næsta ári og vonast til að spyrnan frá botninum sé að hefjast.
11.11.2020 - 15:56