Færslur: Fjarfundir

Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Ekki tekið afstöðu til lögmætis Microsoft Teams
Fjarfundarbúnaður getur falið í sér margvíslega áhættu um öryggi persónuupplýsinga, segir forsvarsmaður Persónuverndar. Þeir sem ákveða að nota búnaðinn verði að meta hvort hann samræmist persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjarfundakerfið Microsoft Teams standist evrópsk persónuverndarlög. Í Svíþjóð hafa margar stofnanir hætt að nota forritið því persónuleg gögn um notendur eru geymd í Bandaríkjunum. 
04.08.2021 - 18:24
Zoom endurgreiðir notendum sínum 10,5 milljarða króna
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Zoom hefur fallist á að greiða notendum sínum samtals 85 milljónir dollara eða um 10,5 milljarða króna. Þetta er leið fyrirtækisins til sátta við notendur búnaðarins sem hafa hótað hóplögsókn en Zoom er sakað um að hafa deilt persónuupplýsingum notenda með Facebook, Google og LinkedIn.
02.08.2021 - 10:01
Myndband
Það getur verið auðvelt að klúðra fjarfundinum
Fjarfundir hafa verið fyrirferðarmiklir í faraldrinum og aðgengi að þeim er auðvelt. Það getur samt verið jafn auðvelt að klúðra þeim. Sérfræðingur í fjarfundum segir mikilvægt að fólk læri á búnaðinn svo það verði sér ekki til skammar.
04.12.2020 - 15:31
Dómstólar nýta ekki fjarfundarbúnað sem skyldi
Ákærendafélag Íslands segir að dómstólar séu of illa búnir til að geta nýtt sér bráðabirgðaheimild til málsmeðferða í gegnum fjarfundarbúnað. Umsýsla dómstóla segir að tæknilausnir séu til staðar en að unnið sé að úrbótum.
Óvænt álitamál vegna sjálfsfróunar á fjarfundi
Blaðamaður tímaritsins The New Yorker varð í vikunni uppvís að því að fróa sér á fjarfundi. Atvikið hefur verið fordæmt sem áreitni en einnig vakið upp óvænta spurningu á tímum veirunnar: Má fróa sér í fjarvinnunni?
25.10.2020 - 09:47
Nýjar áskoranir á tímum Covid
Ráðstefnuhaldarar hafa í auknum mæli tekið tæknina í sína þjónustu til að glíma við nýjar áskoranir í Covid faraldrinum. Ráðstefnur sem áður drógu til sín mörg hundruð gesti fara nú að mestu leyti fram á netinu.
10.09.2020 - 22:05
Lestin
Upplifun inn að hjartarótum
Þegar stórfjölskyldur geta ekki komið saman þarf að grípa til annarra ráða. Á dögunum hélt fjölskylda Hilmars Hjartarsonar fjarfund þar sem æskuminningar hans voru lesnar upp frá þremur mismunandi heimilum.
05.04.2020 - 08:51