Færslur: Fjárfestingar

Verslunarkjarni í Sjafnarhúsinu á Akureyri
Sjafnarhúsinu við Austursíðu á Akureyri verður breytt í verslunarkjarna ef áform Norðurtorgs ehf., sem keypt hefur húsið, ganga eftir. Áætlað er að opna þar næsta sumar.
07.07.2020 - 16:38
Fjárfestar áfjáðir í íslensk ríkisskuldabréf
Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa og vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi hefur gert það að verkum að alþjóðlegir fjárfestar kaupa í auknum mæli íslenskskuldabréf. Ávöxtun íslenskra skuldabréfa er með því hæsta sem þekkist í þróuðum ríkjum.
06.07.2019 - 16:02
Samþjöppun á eignarhaldi í sveitum óæskileg
Formaður Landssambands veiðifélaga telur mikilvægt að áfram sé búið á jörðum sem keyptar eru af innlendum eða erlendum auðmönnum. Samþjöppun á eignarhaldi í sveitum sé ekki jákvæð. Erfitt geti þó verið, fyrir þá sem vilja stunda búskap, að keppa við þá sem eiga mikinn auð.
17.07.2018 - 12:07
Undirbúa stækkun verksmiðjunnar á Bakka
Yfirmaður hjá PCC segir afar líklegt að kísilverksmiðjan á Bakka verði stækkuð í náinni framtíð. Mikil eftirspurn sé eftir kísilmálmi og viðskiptavinum fari fjölgandi. Með tiltölulega litlum breytingum megi tvöfalda afkastagetu verksmiðjunnar.
03.06.2018 - 10:26
Langþráð skólphreinsistöð byggð á Akureyri
Hafin er bygging skólphreinsistöðvar í Sandgerðisbót á Akureyri. Þar verður í fyrsta sinn hægt að hreinsa skólp í fráveitu frá bænum. Öllu skólpi frá Akureyri verður veitt í gegnum þessa hreinsistöð.
31.05.2018 - 09:10
Strangar reglur gilda um olíusjóð Norðmanna
Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Statens pensjonfond utland, oftast nefndur olíusjóðurinn, er öflugasti ríkisfjárfestingasjóður veraldar. Sjóðurinn var stofnaður 1990 og síðan þá hafa safnast í hann upphæðir sem eru óskiljanlegar fyrir allt venjulegt fólk.
27.02.2018 - 14:14