Færslur: Fjarðarál

Tíu skipverjar á súrálsskipi greindust með COVID-19
Tíu greindust með COVID-19 um borð í súrálsflutningaskipi sem lagðist að bryggju á Reyðarfirði í gær. Skipstjóri greindi frá því við komu skipsins að sjö skipverjar væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær. Í ljós kom að tíu af 19 skipverjum reyndust vera með COVID-19. Ekki er talin hætta á að smitið dreifi sér.
21.03.2021 - 22:06
Öll þrjú álfyrirtækin rekin með tapi í fyrra
Öll álverin þrjú voru rekin með tapi í fyrra. Árið á undan var Norðurál á Grundartanga það eina sem var rekið réttu megin við núllið og skilaði þá hagnaði upp á hálfan milljarð.
13.02.2020 - 18:23