Færslur: Fjarðabyggð

Framsókn og Fjarðalistinn hafið meirihlutaviðræður
Formlegar meirihlutaviðræður er hafnar í Fjarðarbyggð á milli Framsóknarflokks og Fjarðalistans. Flokkarnir voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hafa átt í óformlegum viðræðum frá því á sunnudaginn.
Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur
Framsóknarfélag Fjarðabyggðar samþykkti framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Reyðarfirði í gærkvöld. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar leiðir listann.
Skólahald fellur niður á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði
Vegna COVID-19 smits hjá nemanda á miðstigi í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur skólahald niður í öllum bekkjum grunnskólans á morgun, mánudag.
Sjónvarpsfrétt
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55
16 smit á Reyðarfirði
Þrjú ný kórónuveirusmit bættust við á Reyðarfirði eftir sýnatöku gærdagsins og því hafa 16 greinst á Reyðarfirði. Alls eru 22 í einangrun á Austurlandi.
Stefna að þróun græns orkugarðs á Reyðarfirði
Á dögunum undirrituðu Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) viljayfirlýsingu þess efnis að kanna kostina við að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Til að byrja með verður skoðað hverjir eru kostir þess að framleiða rafeldsneyti með vetni á Reyðarfirði.
12.07.2021 - 16:53
Leki í vatnsveitu í Neskaupstað
Leki hefur komið upp í vatnsveitu í Neskaupstað. Leit stendur yfir að lekanum og er talið að hann sé að finna í Bökkunum, austast í bænum.
11.07.2021 - 12:11
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Reyðfirðingar þurfa að minna sig á að það er enn mars
Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Díana Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði segir Reyðfirðinga þurfa að minna sig á að það sé ennþá bara mars.
18.03.2021 - 15:48
Störf 130 manns á hjúkrunarheimilum tryggð í lögum
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja og tryggja þannig réttindi og störf rúmlega 130 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum.
12.03.2021 - 13:12
Fyrsta loðnulöndunin í nærri þrjú ár
Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði á laugardag. Þetta er fyrsta loðnan sem landað er hér í tæp þrjú ár.
Landinn
Opnuðu reiðhjólaverkstæði í bílskúrnum 11 og 13 ára
„Þetta bara datt í kollinn á okkur og við ákváðum að gera það,“ segir Steinar Óskarsson, 13 ára strákur á Reyðarfirði, en hann og Bergur Kári Ásgrímsson vinur hans og frændi reka saman reiðhjólaverkstæðið BS verkstæði í bílskúr á Reyðarfirði.
03.03.2020 - 15:15
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Fréttaskýring
Víðtæk áhrif loðnubrestsins
Loðnubresturinn er skellur fyrir sjómenn og starfsfólk í landvinnslu. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum á strípuðum grunnlaunum og sveitarfélög sem mest reiða sig á loðnu eru þessa dagana að gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Ríkið missir líka milljarða. Formaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja segir fordæmi fyrir að það aðstoði byggðir vegna aflabrests.