Færslur: Fiskveiðideilur

Koma í veg fyrir ferjusiglingar Breta á morgun
Fiskveiðideilur Breta og Frakka harðna enn. Á morgun ætla franskir sjómenn að koma í veg fyrir að breskar ferjur geti lagst að bryggju í þremur frönskum hafnarborgum við Ermarsund. Gerard Romiti, formaður sjómannasamtaka Frakklands, segir aðgerðina vera viðvörun til Breta.
25.11.2021 - 16:03
Frakkar ætla ekki að hörfa frá Jersey
Frakkar ætla ekki að bakka með kröfur sínar um öllum útistandandi fiskveiðiheimildum í landhelgi eyjunnar Jersey verði úthlutað til franskra sjómanna. Jersey er sjálfstjórnareyríki á valdi bresku krúnunnar í Ermarsundi, nærri norðurströnd Frakklands.
19.11.2021 - 16:36
Fiskveiðideila í uppsiglingu milli Dana og Breta
Danir saka Breta um brot á fiskveiðiákvæðum samnings um brotthvarf þeirra úr Evrópusambandinu frá í júní. Bretar hafa í hyggju að banna botnvörpuveiðar á verndarsvæði í Norðursjó.
Bretar kannast ekki við samkomulag við Frakka
Bresk stjórnvöld segja ekki rétt að Boris Johnson forsætisráðherra og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi í morgun komist að samkomulagi um að draga úr spennu í samskiptum ríkjanna vegna fiskveiðdeilna þeirra eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
31.10.2021 - 14:31
Óttast að fiskveiðideila trufli loftslagsráðstefnuna
Deilur Frakka og Breta um veiðiréttindi franskra sjómanna í breskri lögsögu harðnar enn. Óttast er að deilur nágrannaríkjanna kunni að trufla þær mikilvægu viðræður sem eru á dagskrá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í komandi viku.
Spegillinn
Brexit, byssubátar og fiskur
Þó samkomulag hafi tekist um áramótin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru mörg mál enn óafgreidd, til dæmis um fiskveiðar. Franskir sjómenn á um áttatíu fiskibátum sigldu að Ermasundseyjunni Jersey í dag, argir vegna veiðileyfa. Þeir sigldu svo heim, hefðu vakið athygli á vandanum þó engin sé lausnin. Og eins og alltaf þegar fiskveiðideilur ber á góma muna Bretar þorskastríðin.
06.05.2021 - 16:53