Færslur: Fiskmarkaður

Umsvifin við Skagastrandarhöfn tvöfaldast milli ára
Blómlegt athafnalíf er nú við höfnina á Skagaströnd. Þar er tvöfalt meiri afla landað miðað við árið í fyrra og þakkar sveitarstjóri aukninguna meðal annars góðum samgöngum frá sveitarfélaginu.
01.12.2021 - 13:04
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Einna mest um tegundasvindl á íslenskum veitingahúsum
Tegundasvindl fiskafurða er viðvarandi vandamál á heimsvísu. Samkvæmt 44 ólíkum rannsóknum hafa um 36% af þeim 9000 tegundum sjávarafurða sem til rannsóknar voru hjá veitingastöðum, fisksölum og í verslunum víðs vegar um heim verið seld undir fölsku flaggi. Mest var um að viðskiptavinir fengju annað en þeir pöntuðu á veitingastöðum á Íslandi, Spáni og Finnlandi. „Mér er það mjög til efs að þetta sé vandamál innanlands,“ segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og fiskútflytjenda.
15.03.2021 - 14:29