Færslur: Fiskistofa

Fiskistofa í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri
Ekki komast fleiri starfsmenn Fiskistofu fyrir í húsnæði stofnunarinnar á Akureyri og því er hafin leit að bráðabirgðahúsnæði. Ekkert húsnæði sem ríkið á í bæjarfélaginu hentar undir starfsemi stofnunarinnar.
Fékk 2 mánuði til að flytja Fiskistofu
Með því að tilkynna um flutning Fiskistofu til Akureyrar í gær komst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hjá því að flytja Alþingi skýrslu um flutninginn, áður en hann tæki ákvörðun. Þetta gerir hann á grundvelli lagasetningar Alþingis í sumar.
30.07.2015 - 18:11
Ráðherrar ráða aðsetri stofnana
Alþingi samþykkt síðdegis frumvarp forsætisráðherra sem meðal annars felur ráðherrum heimild til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra og að flytja fastráðna starfsmenn milli ráðuneyta og stofnana.
01.07.2015 - 15:18
Ekki ósigur fyrir ríkisstjórnina
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðuna ekki ósigur fyrir ríkisstjórnina. „Ég hef hvorki verið í keppni né stríði við starfsmenn Fiskistofu eða Fiskistofu. Áformin hafa í sjálfu sér aldrei breyst.“
13.05.2015 - 19:53
„Einni af nokkrum óvissum verið eytt“
Fiskistofa verður flutt til Akureyrar en starfsmönnum ekki gert að flytja norður eins og til stóð. Fullnaðarsigur að mati starfsmanna Fiskistofu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ákvörðun um flutning liggi ekki fyrir en þetta sé vissulega jákvætt skref.
13.05.2015 - 16:24
Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja
Fiskistofa verður flutt til Akureyrar en starfsmenn þurfa ekki að flytja norður eins og til stóð. Fullnaðarsigur að mati starfsmanna fiskistofu.
13.05.2015 - 15:32
Ráðherra viðurkennir mistök
Sjávarútvegsráðherra segir að enginn sé yfir það hafinn að læra af verkum sínum. Hann er sammála áliti umboðsmanns Alþingis, sem gagnrýnir framgöngu hans gagnvart starfsmönnum Fiskistofu.
23.04.2015 - 18:51
Segir flutning Fiskistofu taka nokkur ár
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tekur undir með Fiskistofustjóra um að óvissan um flutning stofnunarinnar komi illa við hana og eflaust megi læra af málinu. Hann segir að flutningur höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar muni taka nokkur ár.
09.04.2015 - 19:12
Fiskistofa að liðast í sundur
Fiskistofustjóri segir að merki séu um að stofnunin sé að liðast í sundur. Hún sé komin í þrot með mönnun og óvissan um hvað verði, geri ástandið enn verra.
09.04.2015 - 12:41
Fiskistofa ekki flutt í ár
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að hann ætli ekki að leggja kapp á að Fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar fyrir árslok eins og upphaflega hafi verið stefnt að.
Tveir af hverjum tíu hættir á Fiskistofu
Starfsmannavelta á Fiskistofu í fyrra var 17,9%. Lætur því nærri að tveir af hverjum tíu starfsmönnum hafi hætt í fyrra. Samtals voru 67 starfsmenn á Fiskistofu í fyrra á fimm starfsstöðvum auk höfuðstöðvanna í Hafnarfirði.
30.03.2015 - 17:02
Flestir gagnrýna Fiskistofufrumvarp
Fimmtán umsagnir hafa borist Alþingi um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráði Íslands. Frumvarpið veitir ráðherrum heimild til að ákveða aðsetur stofnana sem undir þá heyra, en það á að auka sveigjanleika framkvæmdavaldsins.
04.03.2015 - 15:48
Starfsmenn Fiskistofu skjóta föstum skotum
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent umboðsmanni Alþingis athugasemdir vegna fyrirhugaðra flutninga stofnunarinnar úr Hafnarfirði til Akureyrar. Í bréfinu er skotið föstum skotum að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna ákvörðunarinnar. Lögmæti lofaðra peningagjafa til starfsmanna er dregið í efa.
29.01.2015 - 10:29
Fiskistofa auglýsir byggðakvóta
Fiskistofa auglýsti á föstudag eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir Djúpavog, Ísafjarðarbæ það er byggðarlögin Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal. Umsóknum frá útgerðum, með samningum um vinnslu, þarf að skila fyrir 9. febrúar.
25.01.2015 - 11:30
Baráttuandi í starfsfólki Fiskistofu
Baráttuandi starfsfólks Fiskistofu er óbugaður, segir Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu. Starfsfólk vinnur nú að því að skila inn athugasemdum vegna svara Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, við spurningum sem umboðsmaður Alþingis lagði fyrir hann í nóvember.
23.01.2015 - 17:15
Starfsmenn Fiskistofu vilja frest
Starfsmenn Fiskistofu, sem kvörtuðu til Umboðsmannns Alþingis yfir fyrirhuguðum flutningi stofnunarinnar til Akureyrar, hafa fengið frest til að skila honum athugasemdum sínum.
13.01.2015 - 13:44
Starfsmenn Fiskistofu krefjast svara
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra opið bréf, og krefja ráðherrann svara við tveimur spurningum. Önnur snýr að kostnaði við flutning höfuðstöðva Fiskistofu, en sú síðari að ummælum ráðherra um jákvæða reynslu Norðmanna af flutningi stofnana á landsbyggðina.
15.12.2014 - 14:07
Starfsmenn Fiskistofu krefjast svara
Starfsmenn Fiskistofu krefjast þess að sjávarútvegsráðherra leggi fram sundurliðaða áætlun við kostnað á flutningi Fiskistofu til Akureyrar. Þá vilja þeir að ráðherrann rökstyðji þá fullyrðingu, að flutningur stofnana út á land í Noregi hafi tekist vel.
06.12.2014 - 14:02
Hundruð milljóna í flutning Fiskistofu
Meirihluti fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að flutningur Fiskistofu til Akureyrar kosti alls 209 milljónir. Þar af verði 175 milljónir greiddar á næsta ári.
01.12.2014 - 19:21
Starfsmenn hætta hjá Fiskistofu
Tugir starfsmanna Fiskistofu ætluðu að afhenda sjávarútvegsráðherra áskorun í morgun, um að hætta við flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ráðherrann var ekki við og því tók ráðuneytisstjórinn við áskoruninni.
01.12.2014 - 13:59
Þingnefnd skoði flutning Fiskistofu
Starfsmenn Fiskistofu hafa beðið stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um að skoða stjórnvaldsákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um flutning Fiskistofu til Akureyrar.
27.11.2014 - 10:40
Fyrrverandi Fiskistofustjórar mótmæla
Tveir fyrrverandi fiskistofustjórar gagnrýna harðlega fyrirhugaðan flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónsson sem báðir hafa gegnt starfi fiskistofustjóra skrifa grein í Fréttablaðið í dag um flutninginn.
21.11.2014 - 07:52
BHM segir flutning norður skaða Fiskistofu
Bandalag háskólamanna, BHM, segir fyrirsjáanlegt að starfsemi Fiskistofu skaðist verði af flutningi stofnunarinnar til Akureyrar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Kristjánsdóttur formanns BHM til ráðamanna og hagsmunaaðila.
Sveinbjörg gagnrýnir ályktun um Fiskistofu
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, gagnrýnir ályktun Sjálfstæðisflokksins um flutning Fiskistofu sem lögð var fram öðru sinni á fundi borgarráðs í gær. Hún segir þetta bera keim af því að Reykjavíkurborg vilji gína yfir öllu - stóru og smáu.
10.10.2014 - 11:50
Flutningi Fiskistofu ekki breytt
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að flutningur Fiskistofu til Akureyrar sé til að styrkja Akureyri sem stjórnsýslulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið.
02.10.2014 - 19:15