Færslur: Fiskistofa

5.600 tonnum af þorski hent í sjóinn árið 2017
Aukning var á brottkasti botnfiska 2016-2018, samkvæmt nýrri samantekt Hafrannsóknastofnunar. Árið 2017 var brottkast á þorskveiðum með botnvörpu það mesta sem mælst hefur. Sviðsstjóri hjá Hafró segir áhyggjuefni að sjá svo mikla aukningu.
07.09.2020 - 15:04
Strandveiðar gætu stöðvast í byrjun ágúst
Smábátasjómenn á strandveiðum óttast að veiðar stöðvist tæpum mánuði fyrr en áætlað var. Verði aflaheimildir ekki auknar, þurfi að binda um 650 báta við bryggju.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
Brot Múlabergs talin meiriháttar
Skuttogarinn Múlaberg SI 22 var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti við gullkarfaveiðar á Reykjaneshrygg í febrúar. Sviptingin tók gildi 21. apríl.
28.04.2020 - 14:43
Múlaberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts
Skuttogarinn Múlaberg frá Siglufirði var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti. Skipstjórinn fullyrðir að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar.
28.04.2020 - 12:30
47% minni frávik eftir nafnbirtingu Fiskistofu
Eftir að Fiskistofa hóf birtingu á frávikum í ísprósentu í endurviktun afla árið 2015 minnkuðu frávikin um 47% að meðaltali. Þá bendir allt til þess að fáir aðilar standi að baki stórs hluta frávikanna.
06.04.2020 - 16:19
Brottkast í Kleifabergi enn til skoðunar
Rannsókn á brottkasti um borð í Kleifabergi er enn til meðferðar hjá Fiskistofu. Málið hefur reglulega verið kært til lögreglu sem í öll skiptin hefur tekið ákvörðun um að fella málið niður. Meðal annars hefur útgerðin sjálf kært meint eignaspjöll til lögreglu.
05.03.2020 - 15:21
23% minni fiskafli milli ára í janúar
Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35,8 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra. Þá nam aflinn 46,4 þúsund tonnum, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar úr bráðabirgðatölum frá Fiskistofu.
15.02.2020 - 10:36
Fjölga störfum á landsbyggðinni
Fjölga á störfum hjá Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun og Fiskistofu á landsbyggðinni. Í áætlun sem nær til næstu fimm ára er gert ráð fyrir 36 fleiri störfum á landsbyggðinni.
15.01.2020 - 15:46
Myndskeið
Gæslan tilkynnir þrjá báta til lögreglu
Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar hefur staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti í þessum mánuði og náð því á myndband. Málin voru tilkynnt til lögreglu og Fiskistofu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir brottkast grófa aðför gegn auðlind landsins.
Kristján Þór hugsi yfir tregðu kerfisins
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu úttektar ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu ekki koma sér á óvart. Hann segist hugsi yfir tregðu kerfisins til þess að ráðast í breytingar á kerfinu. Kristján Þór var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
22.01.2019 - 09:29
Ætla að endurskoða alla starfsemi Fiskistofu
Starfsemi Fiskistofu, reglugerðir og lög verða endurskoðuð til að bregðast við óviðunandi eftirliti í sjávarútvegi. Þetta segir sjávarútvegsráðherra. Hann segir að engin leið sé fær til að átta sig á magni brottkasts eins og staðan er í dag.
17.01.2019 - 21:06
Bann við netaveiði úrskurðað ólögmætt
Félagsmönnum í Veiðifélagi Árnesinga var ekki heimilt að samþykkja bann við netaveiði í Ölfusá og Hvítá. Þetta er niðurstaða Fiskistofu. Hluti félagsmanna tók í vor aðalfund félagsins yfir og knúði fram bann, þeir sem voru ósáttir kærðu. 
Fiskistofa fær heimild til myndavélaeftirlits
Sjávarútvegsráðherra hyggst á næstu vikum kynna frumvarp sem veitir Fiskistofu heimild til að notast við myndavélar í eftirliti stofnunarinnar. Slíkt eftirlit er talið nýtast stofnuninni vel við að koma upp um brottkast og vigtarsvindl, sem stofnunin hefur ekki talið sig geta sinnt sem skyldi. Lagabreytingar sem ráðherra hafði boðað á umdeildum vigtunarlögum, bíða haustsins og niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Fiskistofu.
25.04.2018 - 10:19
Tvær stærstu útgerðirnar með 18% kvótans
Tvö útgerðarfyrirtæki ráða yfir tæplega átján prósentum af öllum aflaheimildum í íslenska kvótakerfinu. HB Grandi og Samherji, sem hafa verið kvótahæstu fyrirtæki landsins undanfarin ár, tróna enn á toppnum.
16.03.2017 - 12:16
Strandveiðikerfið verður endurskoðað
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra segir að til standi að endurskoða strandveiðikerfið. Kerfið sé þess eðlis að alltaf verði einhverjir óánægðir.
13.07.2016 - 08:54
Þingmenn verði að beita sér í kvótaskerðingu
Þingmenn Suðurkjördæmis verða að beita sér fyrir því að smábátasjómenn á svæði D, frá Hornafirði til Faxaflóa, fái til baka 200 tonna strandveiðakvóta sem tekinn var af þeim í vor. Þetta segir formaður Landssambands smábátaeigenda.
10.07.2016 - 18:16
Fiskistofa verður í Borgum á Akureyri
Í dag var undirritaður leigusamningur á milli Fiskistofu og fasteignafélagsins Reita um leigu á húsnæði á Akureyri. Vel hefur gengið að ráða nýtt fólk til starfa.
01.07.2016 - 17:00
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05
Fiskistofa í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri
Ekki komast fleiri starfsmenn Fiskistofu fyrir í húsnæði stofnunarinnar á Akureyri og því er hafin leit að bráðabirgðahúsnæði. Ekkert húsnæði sem ríkið á í bæjarfélaginu hentar undir starfsemi stofnunarinnar.
Fékk 2 mánuði til að flytja Fiskistofu
Með því að tilkynna um flutning Fiskistofu til Akureyrar í gær komst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hjá því að flytja Alþingi skýrslu um flutninginn, áður en hann tæki ákvörðun. Þetta gerir hann á grundvelli lagasetningar Alþingis í sumar.
30.07.2015 - 18:11
Ráðherrar ráða aðsetri stofnana
Alþingi samþykkt síðdegis frumvarp forsætisráðherra sem meðal annars felur ráðherrum heimild til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra og að flytja fastráðna starfsmenn milli ráðuneyta og stofnana.
01.07.2015 - 15:18
Ekki ósigur fyrir ríkisstjórnina
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðuna ekki ósigur fyrir ríkisstjórnina. „Ég hef hvorki verið í keppni né stríði við starfsmenn Fiskistofu eða Fiskistofu. Áformin hafa í sjálfu sér aldrei breyst.“
13.05.2015 - 19:53
„Einni af nokkrum óvissum verið eytt“
Fiskistofa verður flutt til Akureyrar en starfsmönnum ekki gert að flytja norður eins og til stóð. Fullnaðarsigur að mati starfsmanna Fiskistofu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ákvörðun um flutning liggi ekki fyrir en þetta sé vissulega jákvætt skref.
13.05.2015 - 16:24