Færslur: Fiskeldisfyrirtæki í vanda

Alþingi samþykkir fiskeldisfrumvarpið
Alþingi samþykkti nú á tólfta tímanum frumvarp sjávarútvegsráðherra sem veitir honum heimild til að veita rekstrarleyfi í fiskeldi til bráðabirgða. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þriðja tímanum í dag og atvinnuveganefnd fundaði í allt kvöld vegna málsins. 45 þingmenn samþykktu frumvarpið og 6 sátu hjá
09.10.2018 - 23:38
Biðst afsökunar á orðavali í Kastljósi
Óttar Yngvason, lögmaður Náttúruverndarsamtakanna sem kærðu leyfisveitingu laxeldisfyrirtækja til Úrskurðarnefndar um umhverfismál, biðst afsökunar á því hvaða orðalag hann notaði í viðtali við Kastljós í gærkvöldi.
09.10.2018 - 14:00
Ummæli Óttars lykti af mannfyrirlitningu
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, segir það mikilvægt að gefa fiskeldisfyrirtækjum tækifæri til að leita réttar síns fyrir dómstólum og fagnar hugmyndum um bráðabirgðaleyfi frá ráðherra. Hann segir ummæli lögmanns Náttúruverndarsamtaka í Kastljósi í gærkvöld lykta af mannfyrirlitningu og afstöðu til útlendinga sem hann hélt að væri útdauð. 
09.10.2018 - 12:14
Viðtal
Fólk reitt eða í áfalli
Starfsfólk Arctic Fish fékk áfall eftir að fréttir um niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála bárust í síðustu viku, að sögn Evu Daggar Jóhannesdóttur, líffræðings hjá fyrirtækinu.
09.10.2018 - 12:05
160-170 bein störf á sunnanverðum Vestfjörðum
Um 160-170 bein störf eru hjá fyrirtækjunum Arctic Sea Farm og Arnarlax á sunnanverðum Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun.
08.10.2018 - 15:52
Viðtal
Mikilvægt að vinna úr annmörkum
„Kerfið býður upp á það að það sé hægt að sækja um undanþágu sem þessa þegar tilvik sem þetta kemur upp. Það eru líka úrræði fyrir Umhverfisstofnun til þess að taka á þessum málum. Þannig að það verður unnið í þessu eins hratt og vel og hægt er,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem sjávarútvegsráðherra kynnti frumvarp um rekstrarleyfi til bráðabirgða fyrir fiskeldi.
Viðtal
Kynnti frumvarp um bráðabirgðaleyfi fyrir eldi
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í hádeginu frumvarp um rekstrarleyfi til bráðabirgða fyrir fiskeldi. Þetta frumvarp er lagt fram eftir að Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti bæði starfs- og rekstraleyfi Fjarðarlax og Arnarlax fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.
08.10.2018 - 14:10
Ríkisstjórnin fundar um laxeldið
Ríkisstjórnin kom til fundar í Stjórnarráðinu fyrir hádegi. Þar er rædd staða laxeldisfyrirtækjanna eftir að Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ákvað að svipta Fjarðarlax og Arctic Sea Farm bæði starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrir laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði.
08.10.2018 - 12:33
Vara stjórnvöld við að fara gegn úrskurði
Náttúruverndarsamtök og veiðiréttarhafar vara stjórnvöld við að reyna að ganga gegn úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðiréttarhafar, sem kærðu áform um sjókvíaeldi í Tálknafirði og Patreksfirði, sendu frá sér í gær.
„Vinna í því að þessi fyrirtæki fái skjól“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að tryggja þurfi rekstrargrundvöll fiskeldisfyrirtækja. Vinna sé hafin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu til þess að tryggja þessum fyrirtækjum skjól.
Formenn funduðu um fiskeldismálið í gær
Formenn stjórnarflokkanna funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitastjórnarmönnunum í þessum tveimur bæjarfélögum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra,. Hún segist vona að farsæl lausn finnist á máli sveitarfélaganna tveggja eftir að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Segir að finna þurfi skynsamlegar lausnir
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að finna þurfi skynsamlegar lausnir á stöðunni sem komin er upp eftir að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á Vestfjörðum. Hann segir að uppbygging fiskeldis á Vestfjörðum eigi þátt í því að tekist hafi að snúa íbúafækkun í landshlutanum við.
07.10.2018 - 14:01
Eldi á Vestfjörðum hreint ekki úr sögunni
Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, segir það ekki rétt að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði sé úr sögunni eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eins og Óttar Yngvason lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa sagði í dag.
06.10.2018 - 19:01
Telur eldi í Patreksfirði og Tálknafirði búið
Óttar Yngvason lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði úr sögunni eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hann segir það staðleysu að niðurstaðan þýði atvinnuleysi.
06.10.2018 - 12:56
Bjarni: Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Óvissuástandið sem skapast hefur á Vestfjörðum í kringum laxeldismál er með öllu óviðunandi, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þar vísar Bjarni til niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá í gær þess efnis að niðurfelling rekstrar- og starfsleyfa tveggja laxeldisfyrirtækja taki þegar í stað gildi, en að réttaráhrifum ákvarðana þar um verði ekki frestað á meðan málið er í kæruferli.
06.10.2018 - 12:22
Greinilegir annmarkar á umhverfismati
Nýfallnir úrskurðir um starfs- og rekstrarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum benda til þess að annmarkar séu á umhverfismati sem mikilvægt sé að bæta úr. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
Nefndin frestar ekki réttaráhrifum
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði í dag frá beiðni laxeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa nýlegra ákvarðana hennar. Ákvarðana sem felldu úr gildi rekstraleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum í Patreks- og Tálknafirði og starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækjunum.
05.10.2018 - 17:28
Landeldi yrði líklega allt annars staðar
Ógilding á fiskeldisleyfum á Vestfjörðum gæti einnig haft áhrif á leyfi og umsóknir á Austfjörðum. Þar var heldur ekki fjallað um möguleika á landeldi í umhverfismati. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að umfangsmikið landeldi á laxi sé dýrara og komi ekki til greina hér á landi vegna fjarlægðar frá stærstu mörkuðum.
05.10.2018 - 08:20
Starfsleyfi eldisfyrirtækja líka felld niður
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði hafa verið felld úr gildi. Umhverfisstofnun ákvað 13. desember síðastliðinn að veita fyrirtækjunum starfsleyfið. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók síðan ákvörðun í dag um að fella þá ákvörðun úr gildi.
04.10.2018 - 16:54
Telur laxeldið undir vegna ógildingar leyfa
Þarna er heill iðnaður undir segir framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish vegna ógildingar rekstrarleyfis fyrirtækisins til sjókvíaeldis. Leyfin sem voru ógilt í síðustu viku eru um helmingur þeirra leyfa sem hafa verið veitt til sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Vill hindra að ógilding eldisleyfa valdi tjóni
Sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að leita allra leiða til þess að rekstur, fyrirtæki og samfélög á Vestfjörðum verði ekki fyrir tjóni vegna ógildingar rekstrarleyfis fyrir 17.500 tonna laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum en segir úrskurðinn kalla á endurskoðun leyfismála frá grunni.
01.10.2018 - 13:00
Vilja skoða ógildingu ógildingar
Þingmenn úr fjórum flokkum undrast það að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna laxeldi á Vestfjörðum. Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokki og Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, segja að stjórnvöld verði að íhuga að koma í veg fyrir ógildingu á rekstrarleyfum tveggja laxeldisstöðva á Vestfjörðum.
„Skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“
„Úrskurður umhverfis- og auðlindamála er áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst er að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafa yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki.“
Segir Vestfirðingum haldið í herkví
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur kallað eftir aukafundi í atvinnuveganefnd. Tilefnið er niðurstaða úrskurðunarnefndar umhverfis- og auðlindamála en hún felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði gefið út til laxeldis í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Leyfi fyrir 17.500 tonna laxeldi ógilt
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gaf út til laxeldis í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea leyfi til að framleiða samanlagt 17.500 tonn af laxi árlega. Úrskurðarnefndin umhverfis- og auðlindamála komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að matsskýrslur sem fyrirtækin lögðu fram væru ekki lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um útgáfu rekstrarleyfis.
27.09.2018 - 21:25