Færslur: fiskeldi

Mikil auking í fiskeldi milli ára
53 þúsund tonn af eldisfiski voru framleidd á Íslandi árið 2021 sem er 12.541 tonns aukning frá árinu 2020. Aukningin á milli 2019 og 2020 var um 6.540 tonn. Ísland var í fjórða sæti yfir þau lönd sem framleiddu mest af eldislaxi árið 2020.
04.04.2022 - 21:32
Viðtal
Sveitarfélögin fá bara útsvarsgreiðslur af sjávarútvegi
Sveitarfélögin fá lítið í sinn hlut af opinberum gjöldum af sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækjum. Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Samtökin létu taka saman skýrslu um skiptingu opinberra gjalda af þessum tveimur atvinnuvegum. Í ljós hafi komið að þau fá lítið annað en útsvarstekjur. Sveitarfélögin þurfi tekjur til að geta staðið undir innviðauppbyggingu.
Vill koma upp fiskeldi á Raufarhöfn
Félagið Björg Capital hefur lýst yfir áhuga á að koma upp tíu þúsund tonna fiskeldi á Raufarhöfn. Sveitarstjóri Norðurþings segir mikilvægt að skella engum hurðum þegar svo stór verkefni rekur á fjörur sveitarfélagsins.
27.02.2022 - 08:02
Eigandi Arnarlax vill eignast meirihluta í Arctic Fish
Norska laxeldisfyrirtækið SalMar hefur gert tilboð í laxeldisfyrirtækið NTS fyrir 1,5 milljarð evra, en NTS á meira en helming fyrirtækisins Arctic Fish.
15.02.2022 - 15:24
Sjónvarpsfrétt
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði
Til stendur að tvöfalda framleiðslugetu fiskeldisstöðvar Samherja í Öxarfirði. Framkvæmdir er farnar af stað og er áætlað að verkið kosti hátt í tvo milljarða.
14.02.2022 - 13:02
Gat á laxakví hjá fyrirtæki þar sem blóðþorri greindist
Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa Fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði en gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíarinnar í dag. Veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í fyrsta sinn hér á landi í löxum hjá þessu sama fiskeldisfyrirtæki í nóvember í fyrra.
21.01.2022 - 00:01
Fluttu sig til Bolungarvíkur vegna andstöðu á Flateyri
Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús sitt heldur í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjararbæ segir þetta vonbrigði, en vonast til þess að Ísafjarðarbær njóti góðs af annarri starfsemi fyrirtækisins.
Áform um nýtt sláturhús laxeldis í Bolungarvík
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish áformar að koma upp laxasláturhúsi í Bolungarvík. Fyrirtækið hefur keypt hús og samið við Bolungarvíkurkaupstað með það í huga.
03.01.2022 - 12:32
Umtalsvert tjón vegna blóðþorra í laxi
Fiskeldisfyrirtækið Laxar varð fyrir umtalsverðu tjóni þegar veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í sjókví fyrirtækisins í Reyðarfirði. Mælingar á öðrum kvíum á staðnum standa nú yfir.
02.12.2021 - 14:03
Vilja að öllum laxinum verði slátrað
Landssamband veiðifélaga vill að öllum laxi í sjókvíum í Reyðarfirði verði slátrað nú þegar rökstuddur grunur er kominn upp um að veira sem valdi sjúkdómnum blóðþorra sé í sjókví Laxa fiskeldis. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu.
26.11.2021 - 17:25
Blóðþorri greindist í fyrsta sinn á Íslandi
Rökstuddur grunur er um að veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi sé í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
26.11.2021 - 16:04
Hrognkelsaframleiðsla úr 100 þúsundum í 3 milljónir
Gífurleg framleiðsluaukning hefur orðið á hrognkelsum hjá fyrirtækinu Benchmark Genetics í Höfnum. Hrognkelsin eru nýtt til að éta laxalús í sjókvíaeldi.
26.10.2021 - 22:29
Tekjur af fiskeldi aldrei jafnmiklar og í fyrra
Tekjur af fiskeldi hafa hafa aldrei verið eins miklar og í fyrra, eða um 33,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Deloitte um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árið 2020.
19.10.2021 - 14:30
Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.
Vilja að leyfi til eldis í sjó verði afturkölluð
Landssamband Veiðifélaga vill að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó verði afturkölluð eða ógild eftir að Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að mat á lífrænum áhrifum sjókvíaeldis skuli háð ákvæðum laga um umhverfsimat.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Marglytta veldur afföllum í fiskeldi eystra
Marglytta hefur valdið affföllum í fiskeldi í Reyðarfirði að undanförnu. Brugðist er við með því að setja svonefnd pils utan um sjókvíarnar svo að hún nái ekki að ánetjast og brenna fisk í kvíunum.
16.09.2021 - 18:31
Þörungablómi í mörgum fjörðum eystra getur drepið fisk
Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó í Reyðarfirði ekki síður en í Seyðisfirði . Óvenju heitur sjór er talinn ýta undir þörungablómann.  Hafrannsóknastofnun hafa borist ábendingar um mikinn þörungagróður í fleiri fjörðum eystra.
15.09.2021 - 13:25
Viðtal
Auknu fiskeldi fylgja frekari rannsóknir og vöktun í ám
Á síðasta ári fékk Hafrannsóknastofnun til sín þrjá eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og veiddust í laxveiðiám. Fiskifræðingur bendir á að ekki veiðist nema hluti strokufiska og mismikið eftirlit sé í ánum. Slík vöktun eykst þó sífellt.
14.07.2021 - 14:13
Segir mat um afturkræfa erfðablöndun óforsvaranlegt
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis Fiskeldis Austfjarða hf. í Stöðvarfirði þar sem áætlað er að framleiða um 7.000 tonn af laxi á ári í sjókvíaeldi. Þar segir að eldi á frjóum laxi komi ekki til greina með óbreyttu áhættumati.
26.06.2021 - 09:34
Fiskeldi fyrirhugað í Viðlagafjöru við Heimaey
Samkomulag hefur tekist með Vestmannaeyjabæ og fyrirtækinu Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum ehf. að byggja upp fiskeldi í Viðlagafjöru á Heimaey.
17.06.2021 - 03:23
Spegillinn
Ljósið sem laðar að fæðu fyrir þorskinn
Fjarðabeit gæti orðið ný tegund fiskeldis á Íslandi. Hún er fólgin í því að nota ljós í neðansjávarbúrum til að laða að ljósátu sem fæðir þorskinn í búrunum. Rannsóknir standa yfir í Steingrímsfirði. Sjávarlíffræðingur segir að árangurinn lofi góðu. Þá eru hugmyndir um að nota sömu tæki til að tæla þorskseiði inn í búr og ala þau þar. Fyrirtækið Ocean EcoFarm ehf. stendur að þessum rannsóknum. Stærstu hluthafar eru norska fyrirtækið Brage inovition og Ísfélag Vestmannaeyja.
Leyfi fyrir laxeldi fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarkslífmassa í Reyðarfirði.
Áttföldun í fiskeldi á tíu árum
Heildarmagn slátraðs eldisfisks hefur áttfaldast á seinustu tíu árum. Árið 2020 var slátrað rúmlega 40 þúsund tonnum af eldisfiski hér á landi. Mest hefur aukningin orðið í laxeldi sem er 34 sinnum meira nú en árið 2010.
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.