Færslur: fiskeldi

Myndskeið
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
Fiskeldi í vexti og aukin hætta á tjóni í vetrarveðrum
Matvælastofnun útilokar ekki að eldislax hafi sloppið þegar gat kom á sjókví í fiskeldi Arnarlax í Patreksfirði í síðasta mánuði. Í vaxandi sjókvíaeldi aukist líkurnar á slíkum atvikum í vondu vetrarveðri.
14.05.2020 - 18:13
Fiskeldi: ESA telur ríkið hafa brotið lög
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018, samkvæmt bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstaðan sýni gildi þes að haft sé samráð um mikilvægar ákvarðanir um umhverfið.
17.04.2020 - 08:20
Innlent · fiskeldi · Landvernd · Náttúra · ESA
Aukið fiskeldi verðmætara en heil loðnuvertíð
Aukið fiskeldi sem gæti hlotist af breyttu áhættumati Hafró skilar meira útflutningsverðmæti en heil loðnuvertíð. Framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis í Reyðarfirði segir að gangi tvöföldun á laxeldi á Austfjörðum í gegn muni störfum við fiskeldi fjölga og líklega verði farið í mikla fjárfestingu í eldisvinnslu á Djúpavogi.
03.04.2020 - 07:15
Göt á sjókví í Ísafjarðardjúpi
Þrjú göt komu á nótarpoka tveggja sjókvía Sjávareldis í Ísafjarðardjúpi og fékk Matvælastofnun tilkynningu um málið 20. mars. Götin uppgötvuðust við neðansjávareftirlit 19. mars og er búið að gera við þau. Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum um viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. 
27.03.2020 - 16:10
Myndskeið
100.000 laxar þurftu ekki að drepast
570 tonn af eldisfiski sem drapst nýlega hjá Arnarlaxi í kvíum eiga ekki að hafa teljandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Forðast hefði mátt laxadauðann ef slátrun hefði farið fram í desember. Koma erlendra sláturskipa eins og Norwegian Gannet er veikur hlekkur í smitvörnum í laxeldi, segir eftirlitsmaður Matvælastofnunar.
20.02.2020 - 10:10
Margar neikvæðar umsagnir um reglugerð um fiskeldi
Mörg náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðilar mótmæla harðlega áformum sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám. Alls bárust 39 umsagnir um reglugerð ráðherra.
21.01.2020 - 11:54
Sveitarfélög telja sig fá of lítið úr Fiskeldissjóði
Ný lög sem tóku gildi um áramót skylda fyrirtæki sem stunda fiskeldi í sjó að greiða fast gjald af slátruðum fiski til ríkissjóðs. Samhliða var stofnaður nýr sjóður, fiskeldissjóður, til að styrkja innviði byggðalaga þar sem fiskeldi er stundað. Hvergi í lögunum er þó tryggt að gjaldið sem innheimt verður renni í þennan fiskeldissjóð. Sveitarfélög sem eiga tilkall til fjár í sjóðnum telja að allt of lítið af fénu renni til sveitarfélaganna og að ríkið taki of stóran hlut.
04.01.2020 - 12:02
Tæp hálf milljón seiða drapst í eldisstöð Arctic Fish
Tæp hálf milljón seiða drápust í eldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði um helgina. Líklegt þykir að rafmagnstruflanir vegna óveðursins sem gekk yfir hafi átt hlut að máli.
19.12.2019 - 12:29
Gera ráð fyrir mikilli stækkun seiðaeldis í Tálknafirði
Gert er ráð fyrir það að landseiðaeldi Arctic Smolt, sem er dótturfyrirtæki fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í botni Tálknafjarðar fjórfaldist og að byggingasvæði verði stækkað um tuttugu þúsund fermetra.
19.11.2019 - 17:15
Gefa út tillögu að starfsleyfi sjókvíaeldis í Djúpinu
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Háafell ehf., dótturfélag hraðfystihússins Gunnvarar vegna eldis á regnbogasilung og þorski í Ísafjarðardjúpi.
13.11.2019 - 10:14
Í startholunum með eldisstöðvar á Kópaskeri
Undirbúningur fyrir uppbyggingu seiðaeldisstöðvar á Kópaskeri stendur nú sem hæst og tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt. Í tillögunni er gert ráð fyrir rúmlega 34.000 fermetra lóð fyrir fiskeldisker og þjónustuhús. Mikill vöxtur er í greininni og fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að fiskeldi tvöfaldist á næstu tveimur árum.
09.10.2019 - 15:21
Spegillinn
Tækni lúsifers gæti valdið byltingu í fiskeldi
Aðferðir sem hinn ófrýnilegi djúpsjávarfiskur lúsifer beitir til að afla sér fæðu gætu orðið að veruleika í hvítfiskeldi í sjó. Tilraun hér við land hefst á næstunni. Hún felst í því að koma fyrir ljósi í búri fullu af þorski neðansjávar sem lokkar átu til fisksins.
30.09.2019 - 17:00
 · Innlent · fiskeldi · tækni
Fundu göt á sjókví í Berufirði
Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Fiskeldi Austfjarða um göt á nótarpoka í einni sjókví fyrirtækisins við Glímeyri í Berufirði.
18.09.2019 - 17:01
Sjókvíaeldi úr 400 í 700 tonn í Skutulsfirði
Gert er ráð fyrir að sjókvíaeldi á regnbogasilungi og þorski fari úr 400 í 700 í tillögu að rekstrarleyfi. Matvælastofnun vinnur tillöguna fyrir Hafrún hf. Skipulagsstofnun telur breytinguna ekki matsskylda vegna umhverfisáhrifa, þvert á fyrri úrskurði.
13.09.2019 - 12:09
Þurfa að fresta ræktun á ófrjóum laxi
Ekkert varð af því að ræktun á ófrjóum laxi hæfist í Fáskrúðsfirði í sumar líkt og til stóð. Ástæðan er sýking sem kom upp í seiðastöðinni á Rifósi. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskeldi Austfjarða tengist sýkingin ekki því að seiðin hafi verið ófrjó.
11.09.2019 - 19:30
Leyfi til fiskeldis á landi úr 200 í 800 tonn
Í tillögu Matvælastofnunar að rekstarleyfi á regnbogasilungs- og laxaseiðiseldi er gert ráð fyrir fjórföldun á framleiðslu þar sem farið er úr 200 tonnum á ári í 800. Tillagan er gerð fyrir Háafell, dótturfélag Hraðfrystihúss Gunnvarar, í Ísafjarðardjúpi. Kristján G Jóakimsson, framkvæmdastjóri vinnslu og sölu hjá Háafelli, segir þetta haldast í hendur við umsókn fyrirtækisins um sjókvíaeldi. Tillagan er nú opin fyrir athugasemdir.
09.09.2019 - 16:03
Óska eftir athugasemdum vegna laxeldis
Matvælastofnun hefur óskað eftir athugasemdum við tillögur að starfsleyfum fyrir fiskeldisfyrirtækin Fjarðalax og Arctic Sea Farm. Rekstrarleyfi þeirra voru felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í september.
05.07.2019 - 17:51
Hafna ógildingarkröfu á fiskeldi í Dýrafirði
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfum um að leyfi til sjókvíaeldis Arctic Sea Farm í Dýrafirði yrði fellt úr gildi. Úrskurðarnefndin komst að þessari niðurstöðu í síðustu viku því kærendur hafi ekki átt aðild að málinu.
18.06.2019 - 11:06
Fyrstu seiðin lögð af stað til Fáskrúðsfjarðar
Laxeldi er að hefjast í Fáskrúðsfirði en í hádeginu lagði norski brunnbáturinn Ronja Tind af stað með fyrstu seiðin frá Þorlákshöfn. Báturinn siglir suður fyrir land og er stefnt að því að dæla seiðunum í fjórar kvíar Fiskeldis Austfjarða eftir hádegi á morgun. Eldisstöðin er við Eyri við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð og þar er pláss fyrir 14 kvíar.
13.06.2019 - 14:36
Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar
Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
Enginn strokulax fannst í Arnarfirði
Enginn strokulax fannst í reknetum við sjókví Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum nú eftir hádegi. Netin voru sett út í gærmorgun eftir að gat fannst í kvínni. Því var lokað strax.
23.01.2019 - 16:58
Skýrist eftir hádegi hvort lax hafi sloppið
Athugað verður eftir hádegi hvort lax hafi sloppið úr einni kví Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Í gærmorgun kom í ljós gat í kvínni.
23.01.2019 - 11:43
Níu af ellefu strokulöxum frá Arnarlaxi
Í upprunagreiningu eldislaxa sem veiðst hafa í íslenskum ám hefur verið staðfest að níu af ellefu löxum eru upprunnir úr eldi Arnarlax í Tálknafirði og Arnarfirði. Hafrannsóknastofnun telur að allt séu þetta strokulaxar úr þremur strokum sem Arnarlax hefur tilkynnt.
28.12.2018 - 17:40
Fellst á strandeldi í Þorlákshöfn
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun um strandeldisstöð í Þorlákshöfn með athugasemdum. Fyrirtækið gerir í tillögunni ráð fyrir að þar verði, í fullum afköstum stöðvarinnar, um fimm þúsund tonna ársframleiðsla á slægðum laxfiskaafurðum.
11.12.2018 - 11:31