Færslur: fiskeldi

Framkvæmdir við seiðaeldisstöð á Kópaskeri að hefjast
Brátt hefjast framkvæmdir við nýja seiðaeldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri. Þar á að hefja eldi næsta vor en á Kópaskeri verða alin laxaseiði fyrir sjókvíaeldi fyrirtækisins á Austfjörðum.
27.10.2020 - 11:57
Skrifstofustjóri ráðuneytis frestaði gildistöku laga
Fyrrverandi skrifstofustjóri í Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu fór fram á frestun lagabirtingar um laxeldi í Stjórnartíðindum seinasta sumar. Lögin tóku því ekki gildi strax og laxeldisfyrirtækjum gafst svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi.
23.10.2020 - 14:29
Matorka fær leyfi fyrir 6000 tonna fiskeldi í Grindavík
Matvælastofnun hefur veitt Matorku ehf. rekstrarleyfi fyrir allt að 6.000 tonna eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi að Húsatóftum við Grindavík. Áður hafði Matorka leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á sama stað.
20.10.2020 - 16:50
Myndskeið
Mikil ásókn í fiskeldisnám
Nemendafjöldi í námi í fiskeldi við Háskólann á Hólum hefur tvöfaldast milli ára. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans fékk nýverið 56 milljóna króna styrk til námsefnisgerðar í fiskeldisfræðum.
Íslenskt fiskeldi jókst um 77 prósent milli ára
Framleiðsla á eldisfiski hér á landi tók stökk milli áranna 2018 og 2019, laxeldi tvöfaldaðist og bleikjueldi jókst um þriðjung. Þá jókst útflutningsverðmæti eldisfisks um nærri 85 prósent milli ára.
Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfestir í Arnarlaxi
Hlutir í laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi, fyrir á sjötta milljarð króna, verða seldir í nýju hlutafjárútboði félagsins í dag. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst fjárfesta fyrir rúma þrjá milljarða króna í félaginu.
13.10.2020 - 12:55
Fiskeldi - grynnkar á bunkanum hjá MAST
Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir fiskeldi hjá Matvælastofnun eru nú afgreiddar mun hraðar en áður eftir að starfsfólki var fjölgað. Þrjátíu og fimm umsóknir bíða afgreiðslu en tvö leyfi voru afgreidd í vikunni.
10.10.2020 - 18:34
Rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi kært
Rekstrarleyfi Arctic Sea Farm fyrir 5300 tonna regnbogasilungseldi við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi hefur verið kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir meðal annars að Skipulagsstofnun hafi ekki metið hvort eldið væri háð umhverfismati og að aðrir valkostir hafi ekki verið skoðaðir.
06.10.2020 - 18:30
Fá leyfi fyrir 5.300 tonna fiskeldi við Snæfjallaströnd
Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 5.300 tonna eldi á regnbogasilungi við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið vill einnig leyfi til eldis á tíu þúsund tonnum af laxi á sama stað.
07.09.2020 - 12:21
Leggur til rekstrarleyfi fyrir tvöfalt stærra landeldi
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Matorku ehf. vegna fiskeldis vestan Grindavíkur. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir landeldi, fyrir 6.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi, bleikju og regnbogasilungi.
22.08.2020 - 15:25
Telur svæðaskiptingu auka sveigjanleika í fiskeldi
Tillaga Hafrannsóknastofnunar að afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í Arnarfirði á Vestfjörðum er nú til auglýsingar hjá Skipulagsstofnun. Forstjóri fiskeldisfyrirtækis segir þetta bjóða upp á aukinn sveigjanleika í greininni.
20.07.2020 - 13:19
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Hvetja ráðherra til að birta gögn um sjókvíaeldi
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því að ákvarðanir verði teknar um takmarkanir eða bann við fiskeldi í Eyjafirði nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Ráðherra er hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat í firðinum.
23.06.2020 - 14:58
Myndskeið
Vill að sveitarfélög ræði saman vegna fiskeldis
Sveitarfélög á Norðurlandi eru á öndverðum meiði um hvort fiskeldi í Eyjafirði eigi að vera leyfilegt. Sjávarútvegsráðherra boðaði til fundar í Hofi í gær þar sem málefnið var rætt. Spurður hvort hann vildi friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi sagði ráðherrann hans persónulega mat ekki skipta máli.
Segir villtum laxastofnum fórnað fyrir eldisfyrirtæki
Formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir harðlega nýtt áhættumat erfðablöndunar frá laxeldi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti fyrir helgi. Hann talar um svartan dag í sögu íslenskrar náttúruverndar.
20 prósenta aukning á frjóum eldislaxi í sjó
Í uppfærðu áhættumati erfðablöndunar frá laxeldi verður heimilt að ala allt að 106.500 tonn af laxi í sjó við Ísland. Þetta er 20 prósenta aukning á leyfilegu eldi á frjóum laxi.
05.06.2020 - 16:40
Myndskeið
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
Fiskeldi í vexti og aukin hætta á tjóni í vetrarveðrum
Matvælastofnun útilokar ekki að eldislax hafi sloppið þegar gat kom á sjókví í fiskeldi Arnarlax í Patreksfirði í síðasta mánuði. Í vaxandi sjókvíaeldi aukist líkurnar á slíkum atvikum í vondu vetrarveðri.
14.05.2020 - 18:13
Fiskeldi: ESA telur ríkið hafa brotið lög
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018, samkvæmt bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstaðan sýni gildi þes að haft sé samráð um mikilvægar ákvarðanir um umhverfið.
17.04.2020 - 08:20
Innlent · fiskeldi · Landvernd · Náttúra · ESA
Aukið fiskeldi verðmætara en heil loðnuvertíð
Aukið fiskeldi sem gæti hlotist af breyttu áhættumati Hafró skilar meira útflutningsverðmæti en heil loðnuvertíð. Framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis í Reyðarfirði segir að gangi tvöföldun á laxeldi á Austfjörðum í gegn muni störfum við fiskeldi fjölga og líklega verði farið í mikla fjárfestingu í eldisvinnslu á Djúpavogi.
03.04.2020 - 07:15
Göt á sjókví í Ísafjarðardjúpi
Þrjú göt komu á nótarpoka tveggja sjókvía Sjávareldis í Ísafjarðardjúpi og fékk Matvælastofnun tilkynningu um málið 20. mars. Götin uppgötvuðust við neðansjávareftirlit 19. mars og er búið að gera við þau. Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum um viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. 
27.03.2020 - 16:10
Myndskeið
100.000 laxar þurftu ekki að drepast
570 tonn af eldisfiski sem drapst nýlega hjá Arnarlaxi í kvíum eiga ekki að hafa teljandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Forðast hefði mátt laxadauðann ef slátrun hefði farið fram í desember. Koma erlendra sláturskipa eins og Norwegian Gannet er veikur hlekkur í smitvörnum í laxeldi, segir eftirlitsmaður Matvælastofnunar.
20.02.2020 - 10:10
Margar neikvæðar umsagnir um reglugerð um fiskeldi
Mörg náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðilar mótmæla harðlega áformum sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám. Alls bárust 39 umsagnir um reglugerð ráðherra.
21.01.2020 - 11:54
Sveitarfélög telja sig fá of lítið úr Fiskeldissjóði
Ný lög sem tóku gildi um áramót skylda fyrirtæki sem stunda fiskeldi í sjó að greiða fast gjald af slátruðum fiski til ríkissjóðs. Samhliða var stofnaður nýr sjóður, fiskeldissjóður, til að styrkja innviði byggðalaga þar sem fiskeldi er stundað. Hvergi í lögunum er þó tryggt að gjaldið sem innheimt verður renni í þennan fiskeldissjóð. Sveitarfélög sem eiga tilkall til fjár í sjóðnum telja að allt of lítið af fénu renni til sveitarfélaganna og að ríkið taki of stóran hlut.
04.01.2020 - 12:02
Tæp hálf milljón seiða drapst í eldisstöð Arctic Fish
Tæp hálf milljón seiða drápust í eldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði um helgina. Líklegt þykir að rafmagnstruflanir vegna óveðursins sem gekk yfir hafi átt hlut að máli.
19.12.2019 - 12:29