Færslur: Finnland

Svíar og Finnar færast nær aðild að NATÓ
Formlegur undirbúningur að inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið hófst í dag þegar sendiherrar aðildarþjóðanna þrjátíu undirrituðu aðildarsamning ríkjanna í Brussel. Góður dagur, sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, þegar hann greindi frá undirrituninni.
Erdogan segir Tyrki enn geta beitt neitunarvaldi
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti varaði við því í lok leiðtogafundar NATO að Tyrkir gætu enn ákveðið að beita neitunarvaldi gegn umsóknum Finna og Svía um aðild að bandalaginu. Sagði Erdogan að það gæti gerst ef ríkin tvö standa ekki við samkomulag sem þau gerðu við Tyrki.
30.06.2022 - 17:54
Finnland og Svíþjóð staðfesta sáttmála NATO á þriðjudag
Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð áætla að staðfesta sáttmála Atlantshafsbandalagsins á þriðjudag, eftir að leiðtogar aðildarríkja NATO tóku þá ákvörðun í gær um að bjóða ríkjunum tveimur í bandalagið.
Pútín segir Finnum og Svíum frjálst að ganga í NATO
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að það sé ekkert vandamál fyrir Rússland að Finnar og Svíar gangi til liðs við NATO. Hann hefur áður varað vestræn ríki við að ganga í bandalagið.
29.06.2022 - 23:56
Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur
Leiðtogar Finna og Svía funduðu með Tyrklandsforseta í Madríd, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram, í von um að tryggja stuðning við aðildarumsóknir ríkjanna tveggja. Tyrkir hafa ekki látið haggast og standa enn einir gegn umsóknunum.
28.06.2022 - 15:54
Leiðtogafundur NATO
Tyrkir, Svíar og Finnar funda með Stoltenberg
Leiðtogar Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands hittast á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Madríd á morgun, daginn sem ársfundur NATO hefst þar í borg og daginn fyrir eiginlegan leiðtogafund bandalagsins.
Sjónvarpsfrétt
Telur tímabil vaxtahækkana hafið í Evrópu
Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að tímabil vaxtahækkana sé hafið í Evrópu. Vextirnir hér á landi eru þeir hæstu á Norðurlöndum, þrátt fyrir að öll löndin glími við svipaða verðbólgu.
26.06.2022 - 19:23
Viðræðunum ekki lokið fyrir leiðtogafund NATO
Tyrklandsstjórn segir að viðræðum við Finna og Svía um umsóknir þeirra um aðild að Atlantshafsbandalaginu verði áfram haldið eftir daginn í dag. Þeim þurfi ekki endilega að vera lokið fyrir leiðtogafund NATO í Madríd í næstu viku. 
20.06.2022 - 17:32
Tyrkir geta tafið NATO-aðild Finna og Svía „í heilt ár“
Svíar og Finnar vonast til að ná samkomulagi við Tyrki áður en leiðtogaráð NATO hefst í Madríd á Spáni eftir tvær vikur. Tyrkjum virðist hins vegar ekkert liggja á og eru tilbúnir að tefja inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO í heilt ár ef þess gerist þörf.
Finnar ætla ekki í NATO án Svía
Finnar ætla ekki að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, ef aðild Svía gengur ekki eftir. Þetta sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, á blaðamannafundi í dag. Öll aðildarríkiaðildarríki NATO, nema Tyrkland, styðja inngöngu ríkjanna í bandalagið. Tyrkir hafa sett ýmis skilyrði fyrir því að Finnar og Svíar fái aðild. 
12.06.2022 - 16:22
Vilja efla varnir á landamærum Finnlands og Rússlands
Finnska ríkisstjórnin hyggst endurskoða landamæralöggjöf landsins með það fyrir augum að heimila auknar varnir á landamærunum að Rússlandi. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.
Fæðingum fjölgaði á Norðurlöndum í fyrstu bylgju covid
Fæðingum fjölgaði umtalsvert á Norðurlöndunum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins, eins og fram kemur í nýrri skýrslu norrænu hagstofanna um áhrif COVID-19 á Norðurlöndum.
Fagnaðarefni að þjóðirnar bætist í félagsskapinn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikla hagsmuni í húfi með aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO. Hún mælti fyrir því í dag að þingið veiti ríkisstjórninni heimild til að staðfesta, fyrir hönd Íslands, fyrirhugaða viðbótarsamninga við NATÓ um aðildina.
Fimm tíma fundur Finna, Svía og Tyrkja í Ankara
Sendinefndir Finna og Svía áttu í dag fimm tíma fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar í forsetahöllinni Ankara, höfuðborg Tyrklands. Fundarefnið var umsókn Norðurlandanna tveggja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og andstaða Tyrkja við inngöngu þeirra.
26.05.2022 - 00:39
Vongóður um NATÓ-aðild Svía og Finna
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kveðst enn vongóður um að Finnar og Svíar fái aðild að samtökunum þrátt fyrir andstöðu Tyrklands. Hann segir að full ástæða sé til að taka til athugunar öryggiskröfur sem Tyrkir hafa sett fram til að þeir fallist á inngönguna.
24.05.2022 - 17:28
Sunnudagssögur
„Verð ég stimpluð fyrir lífstíð?“
„Ég man að ein af fyrstu hugsunum mínum eftir að fréttirnar bárust var: Oh, verð ég alltaf þessi stelpa sem missti pabba sinn svona? Verður þetta það sem fólk man?“ segir Virpi Jokinen sem var aðeins nítján ára þegar faðir hennar svipti sig lífi. Reynslan hafði djúpstæð áhrif á Virpi sem síðan hefur lagt sig fram við að sjá ljósið og velja jákvæðnina.
24.05.2022 - 13:48
Rússar skrúfuðu fyrir gas til Finnlands í morgun
Finnar fá ekki lengur gas frá Rússlandi, eftir að rússneska Gazprom ríkisfyrirtækið skrúfaði í morgun fyrir gasflutninga yfir landamærin. Ástæðan er sögð vera að Finnar neiti að greiða fyrir gasið í rússneskum rúblum.
21.05.2022 - 14:08
Rússar loka á gas til Finnlands á morgun
Rússar hætta að senda jarðgas til Finnlands klukkan sjö í fyrramálið. Þetta staðfestir finnska ríkisfyrirtækið Gasum.
20.05.2022 - 15:16
Fjölga herstöðvum til að bregðast við „útþenslu NATO“
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að Rússar muni slá upp nýrri herstöð í vesturhluta Rússlands. Þetta sé viðbragð við því sem Rússar kalla „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ (NATO).
20.05.2022 - 10:09
Vill þjóðaratkvæði um NATO-aðild
Ekki er fyrirhugað að bera umsóknir um aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu undir þjóðaratkvæði. Þjóðþing og ríkisstjórnir beggja landa hafa samþykkt umsóknirnar og þær hafa formlega verið afhentar NATO. Með umsóknunum lýkur áratugalöngu hlutleysi landanna.
19.05.2022 - 16:00
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Vill að Svíar framselji hryðjuverkamenn
Forseti Tyrklands sagði Svía ekki geta búist við því að Tyrkir samþykki umsókn Svíþjóðar um aðild að NATO nema þeir framselji hryðjuverkamenn. Tyrkland er eina aðildarríkið sem hefur lagst gegn umsóknum Svía og Finna.
18.05.2022 - 23:31
Svíar og Finnar sækja formlega um aðild að NATO
Sendiherrar Svíþjóðar og Finnlands lögðu í morgun inn formlega umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
18.05.2022 - 06:58
Brugga bjór til að fagna NATO-umsókninni
Finnska brugghúsið Olaf Brewing í bænum Savonlinna hefur sett á markað bjórinn OTAN til að fagna umsókn landsins um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Heiti bjórsins er vísun í franska skammstöfun á nafni bandalagsins.
17.05.2022 - 13:54
Telur að Finnland verði aðili að NATO á þessu ári
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, telur að landið verði orðið fullgildur meðlimur í Atlantshafsbandalaginu, NATO, áður en árið er úti. Þetta sagði Marin í umræðuþætti í finnska ríkissjónvarpinu í gær. Sauli Niinistö Finnlandsforseti tilkynnti það formlega á sunnudag að Finnland myndi sækja um aðild að bandalaginu. Greidd verða atkvæði um tillögu þar að lútandi á finnska þinginu í dag.
17.05.2022 - 06:55