Færslur: Finnland

Tafir á framleiðslu raforku í nýju kjarnorkuveri Finna
Ekki þykir líklegt að regluleg raforkuframleiðsla þriðja kjarnaofns Olkiluoto-versins í vesturhluta Finnlands hefjist í fyrr en undir lok janúar. Verkefnið hefur tafist um árabil og í síðasta mánuði uppgötvuðust skemmdir í verinu.
22.11.2022 - 01:36
Rússneskar herþotur flugu nærri herskipum á Eystrasalti
Flugmenn tveggja rússneskra orrustuþotna eru sakaðr um að hafa ástundað óeðlilega og hættulega hegðun gagnvart skipum Atlantshafsbandalagsins við venjubundnar aðgerðir á Eystrasalti.
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands heimsækir Ísland
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands kemur hingað til lands í næstu viku, til viðræðna við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Málefni á borð við loftslagsmál, orkuskipti og samvinna Norðurlandanna verða á dagskrá fundar ráðherranna á þriðjudag. Sanna Marin er yngsti forsætisráðherrann í sögu Finnlands; hún var 34 ára þegar hún tók við embætti í lok árs 2019.
18.11.2022 - 12:23
Gervigreind á að efla þjónustu í Tampere
Íbúar Tampere í Finnlandi hafa á næstunni meiri áhrif á skipulag í nærumhverfi sínu, þjónustu og velferð íbúa borgarinnar. Borgaryfirvöld tilkynntu í vikunni að þau ætli að innleiða stefnu sem Japanir nota í 27 borgum landsins, og verður Tampere fyrsta evrópska borgin til að innleiða hana.
17.11.2022 - 15:43
Erlent · Asía · Evrópa · Finnland · Japan · Snjallborgir
Tyrkir fagna ákvörðun Svía varðandi kúrdísk samtök
Tyrklandsstjórn fagnar þeirri ákvörðun Svía að rjúfa tengsl við Kúrda í Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni forseta Tyrklands í kvöld. Ákvörðunin er ekki að allra skapi.
Svíar slíta á tengsl við fylkingar Kúrda
Sænska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún hyggist slíta á öll tengsl við svonefndar Varnarsveitir Kúrda YPG og Lýðræðisbandalagið PYD, stjórnmálafylkingu Kúrda í Sýrlandi. Það er gert til að treysta sambandið við Tyrki.
Sanna Marin mátti skemmta sér með vinum
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, var í vikunni hreinsuð af allri sök vegna kvartana um mögulega ósæmilegt athæfi hennar eftir að myndbönd af henni að skemmta sér með vinum var birt opinberlega í ágúst.
04.11.2022 - 15:27
Tímabært að bjóða Finna og Svía velkomna í NATO
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir tímabært að bjóða Finna og Svía velkomna í bandalagið. Ríkin væru ákveðin í að eiga gott samstarf við Tyrkland og takast á við áhyggjur Tyrkja af inngöngu þeirra.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Öryggismál í Grænlandi
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir mikilvægt að lítil hernaðarspenna verði áfram á norðurslóðum. Hann segir Grænlendinga vera að móta stefnu í öryggismálum og að mikilvægt sé að hlustað sé á fólkið sem býr á heimskautasvæðunum. Það sé augljóst að allar aðstæður í öryggis- og varnarmálum hafi gjörbreyst við innrás Rússa í Úkraínu í febrúar.
Hyggst ræða aðildarumsókn við Tyrklandsforseta
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagið tilkynnti í dag um að hann hygðist í náinni framtíð ræða við Tyrklandsforseta um aðildarumsókn Svía og Finna. Enn strandar á Tyrkjum og Ungverjum.
Finnar halda til viðræðna við Tyrki á þriðjudag
Sendinefnd finnsku ríkisstjórnarinnar heldur til Tyrklands á þriðjudaginn til fundar við fulltrúa þarlendra stjórnvalda vegna umsóknar Finna að Atlantshafsbandalaginu.
Finnar reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi
Samhljómur er á finnska þinginu um nauðsyn þess að reisa girðingu á landamærum ríkisins við Rússland. Innanríkisráðherra landsins segir Finna standa frammi fyrir nýrri heimsmynd sem gæti varað í áratugi.
20.10.2022 - 00:13
Niinistö: Finnland og Svíþjóð saman í NATO
Sauli Niinisto, forseti Finnlands segir ekki koma til greina að aðskilja umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu; allar hugmyndir um annað komi frá þeim sem vilji sjá sprungur í samstöðu aðildarríkja NATO. Niinisto og eiginkona hans Jenni Haukio eru hér í opinberri heimsókn sem hófst í morgun og stendur fram á morgundaginn.
19.10.2022 - 13:05
Vill banna komu rússnesks ferðafólks til ESB-ríkja
Krišjānis Kariņš, forsætisráðherra Lettlands, kallar eftir því að Evrópusambandið hætti að veita rússneskum ríkisborgurum ferðamannaáritanir. Framkvæmdastjóri innra öryggis í Evrópusambandinu talar á svipuðum nótum án þess þó að ganga svo langt að segjast vilja banna slíkar áritanir alveg.
Zelensky kallar eftir stuðningi við NATÓ-aðild Úkraínu
Úkraínuforseti kallar eftir stuðningi leiðtoga Evrópuríkja við umsókn um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu. Hann lýsir Rússlandi sem því ríki veraldar sem andsnúnast sé Evrópu.
Enn hótar Erdogan Finnum og Svíum
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótanir sínar um að hann muni ekki samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu nema ríkin standi við gefin loforð gagnvart Tyrkjum. „Þar til staðið er við loforðin gagnvart okkar ríki er stefna okkar óbreytt,“ sagði Erdogan í ræðu á tyrkneska þinginu í dag.
01.10.2022 - 14:00
Finnar loka landamærum að Rússlandi
Stjórnvöld í Finnlandi ætla að loka landamærum sínum að Rússlandi fyrir komum fólks með ferðamannavegabréfaáritun. Þetta var tilkynnt nú á ellefta tímanum.
29.09.2022 - 10:54
Fjórði gaslekinn fundinn í Eystrasalti
Sænska strandgæslan uppgötvaði á þriðjudag fjórða lekann úr rússnesku NordStream-gasleiðslunum sem liggja til Norður-Evrópu eftir botni Eystrasalts. Svenska Dagbladet greindi frá þessu í gær. Í frétt blaðsins segir að fjórði lekinn sé frá Nord Stream 2 leiðslunni, mitt á milli lekanna tveggja á Nord Stream 1, en leiðslurnar liggja samhliða.
Spegillinn
Rússar á herskyldualdri flýja unnvörpum
Á þriðja hundrað þúsund Rússar hafa flúið til nágrannalandanna frá því að stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að þrjú hundruð þúsund manna varalið yrði kallað til herþjónustu til að aðstoða við innrásina í Úkraínu. Margra kílómetra bílalest er við landamærin að Georgíu. Í Kasakstan eru Rússar á herskyldualdri boðnir velkomnir af mannúðarástæðum.
28.09.2022 - 08:15
Sendiherra Íslands í Finnlandi hjólar um umdæmislöndin
Sendiherra Íslands í Finnlandi, Harald Aspelund, og eiginkona hans, Ásthildur Björg Jónsdóttir, ætla á næstu árum að ferðast um umdæmislönd sendiráðsins á hjólum. Þau vilja með þessu vekja athygli á sjálfbærri ferðamennsku.
20.09.2022 - 16:11
Þungunarrof fátíðara í Færeyjum en hinum Norðurlöndunum
Tíðni þungunarrofs er lítil í Færeyjum og það er mun fátíðara þar en á hinum Norðurlöndunum. Fjöldinn er svipaður og fyrir áratug en mun færri fara í þungunarrof en á seinustu tveimur áratugum tuttugustu aldarinnar.
13.09.2022 - 03:28
Ræða kröfu Úkraínumanna um algert ferðabann á Rússa
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræða í vikunni mögulegt bann við komu rússneskra ferðamanna þangað. Málið verður rætt að beiðni Úkraínumanna á tveggja daga fundi sem hefst á þriðjudag í Prag, höfuðborg Tékklands.
„Haltu áfram að dansa, Sanna“
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvetur Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, til að halda áfram að dansa. Myndskeið af Marin dansandi og syngjandi hefur vakið athygli og jafnvel úlfaþyt víða um veröld.
NATÓ og Bandaríkin auka viðveru á Norðurslóðum
Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin hyggjast auka viðveru sína á norðurslóðum. Það er vegna aukinna umsvifa Rússa þar um slóðir að sögn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Marin segir síðustu viku afar erfiða
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagðist ekki hafa misst einn einasta dag úr vinnu þótt hún hafi nýtt sjálfsagðan rétt sinn til þess að skemmta sér. Þetta sagði hún í ávarpi á fundi Jafnaðarmannaflokks hennar í borginni Lahti, norður af Helsinki.
24.08.2022 - 12:29