Færslur: Finnland

Mestu skógareldar í yfir hálfa öld í Finnlandi
Í bænum Kalajoki í Finnlandi loga nú mestu skógareldar sem sést hafa þar í landi í yfir hálfa öld. Bruninn nær yfir um 300 hektara svæði í Kalajoki sem staðsett er á vesturströnd Finnlands. Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á mánudag en í dag náðist loks að afmarka svæðið sem logar en enn er langt í land áður en hægt verður að ráða niðurlögum eldsins vegna þess hve stórt svæðið er.
29.07.2021 - 23:12
Fuglsungar falla úr brennandi heitum hreiðrum sínum
Fuglsungar hafa lent í vandræðum vegna mikilla hlýinda í Finnlandi undanfarið en hitabylgja hefur gengið yfir landið að undanförnu. Þar má sérstaklega nefna fugla af svölungaætt en fimm múrsvölungaungar hljóta nú umönnun í dýragarði í Helsinki, höfuðborg Finnlands.
13.07.2021 - 16:43
Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.
12.07.2021 - 12:19
Ný rannsókn á Estonia-slysinu hefst í dag
Ný rannsókn á flakinu af ferjunni Estoniu, sem liggur á botni Eystrasalts, hefst í dag. Rannsóknarteymi frá þremur löndum; Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi, hyggst rannsaka göt á skrokki ferjunnar sem greint var frá í nýlegri heimildarmynd og ekki höfðu sést áður.
09.07.2021 - 06:30
Kórónuveirusmit hafa tvöfaldast í Finnlandi
Fjöldi kórónuveirusmita í Finnlandi hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur vikum en um 2240 smit greindust þar í landi á tímabilinu. Til samanburðar voru smitin rétt yfir þúsund fyrir tveimur vikum síðan. Finnska ríkisútvarpið, YLE, segir að fjölgunina megi að mestu rekja til fótboltaáhugafólks sem sneri heim frá leik Finna og Rússa í Pétursborg í seinnihluta júní.
08.07.2021 - 16:44
Finnar fækka „grænum“ ríkjum með hertum reglum
Finnsk stjórnvöld ákváðu í gær að herða skilyrði þau sem lönd þurfa að uppfylla til að flokkast sem græn ríki, en íbúar slíkra ríkja geta ferðast til Finnlands vandræðalaust þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveirunnar. Samkvæmt nýju reglunum, sem öðlast gildi næsta mánudag, teljast aðeins ellefu Evrópuríki uppfylla þessi skilyrði. Ísland er eitt þeirra, rétt eins og Þýskaland og Pólland, Slóvakía og Albanía, svo nokkur séu nefnd.
Finnar óttast COVID-bylgju í kjölfar fótboltafárs
Finnar hafa áhyggjur af því að ný bylgja kórónaveirusmita sé í þann mund að ríða yfir landið eftir að fjöldi fótboltaáhugafólks sneri aftur frá Pétursborg með Delta-afbrigði COVID-19 í farteskinu. Finnar kepptu við Rússa í Pétursborg á Evrópumótinu í fótbolta á dögunum.
26.06.2021 - 07:43
Kjörsókn Finna ekki verið verri síðan 1950
Finnar gengu til sveitarstjórnarkosninga í dag en upphaflega stóð til að halda kosningarnar þann 18.apríl síðastliðinn. Þeim var þá frestað vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum á þeim tíma. Kjörsókn var 55% í Finnlandi en hún hefur ekki verið verri síðan árið 1950.
13.06.2021 - 22:20
Allt að 200 þúsund krónur á dag í matarstyrk
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur hlotið samtals um tvær milljónir króna í skattfrjálsa matarstyrki frá upphafi árs 2020. Málið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi undanfarið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar í landi sem fyrirhugaðar eru um miðjan mánuðinn.
03.06.2021 - 14:53
„Matargate“ veldur forsætisráðherra Finna vandræðum
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að endurgreiða um tvær milljónir króna fyrir mat sem sendur hefur verið í bústað forsætisráðherra í Helsinki. Málið hefur valdið Marin vandræðum en það kom upp örfáum dögum áður en sveitarstjórnarkosningar verða.
02.06.2021 - 17:10
Alla leið
Helga rokkar með Finnum: „Var að læra að gera þetta“
Rokkhundarnir í Blind Channel flytja framlag Finna í Eurovision í ár. Ekki eru allir sammála um gæði lagsins, mörgum þykir það gamaldags og hallærislegt en aðrir spá því mjög góðu gengi. Helga Möller segir lagið melódískt og það fær hana til að sveifla hárinu og gera rokkaramerki.
08.05.2021 - 12:13
Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi
Stjórnarflokkarnir í Finnlandi hafa náð samkomulagi um fjárlagaramma eftir rúmlega viku samningaþóf. Yfirvofandi stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Sanna Marin forsætisráðherra Finna tilkynnti eftir fund leiðtoga stjórnarflokkanna í morgun að náðst hefði samkomulag og málamiðlun í erfiðustu málunum.
28.04.2021 - 13:10
Erfiður ágreiningur innan finnsku ríkisstjórnarinnar
Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarflokkanna hafa nú setið að samningum um framhald stjórnarsamstarfsins í heila viku, árangurslaust. Samningaviðræður halda áfram í dag, áttunda daginn í röð, og finnskir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að brugðið geti til beggja vona. Greint hefur verið frá því í finnskum fjölmiðlum að formaður Miðflokksins hafi hótað stjórnarslitum, en forsætisráðherrann kannast ekki við neinar slíkar hótanir.
28.04.2021 - 05:54
Tuttugu handtekin í COVID-mótmælum í Helsinki
Nokkur hundruð mótmæltu sóttvarnaraðgerðum finnskra stjórnvalda í miðborg Helsinki höfuðborgar Finnlands í dag. Um tuttugu voru handtekin eftir að hafa neitað að hverfa á brott en ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum.
Kínverjar sakaðir um tölvuárás á finnska þingið
Tölvuglæpamenn á vegum kínverskra stjórnvalda eru sakaðir um að hafa staðið að árás á tölvukerfi finnska þingsins síðastliðið haust. Brotist var inn í tölvupósthólf þingmanna og starfsmanna þingsins. Samstarf finnsku leyniþjónustunnar og bandaríska öryggisfyrirtækisins FireEye leiddi í ljós að kínverskur hakkarahópur var að verki.
19.03.2021 - 20:30
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Sóttvarnaraðgerðir verða hertar í Finnlandi
Stjórnvöld í Finnlandi boða hertar sóttvarnaraðgerðir í þrjár vikur frá og með 8. mars til að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.
25.02.2021 - 09:48
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Finnskt veiruafbrigði mögulega torgreinanlegra en önnur
Grunur hefur vaknað um að í Finnlandi sé komið fram áður óþekkt afbrigði kórónaveirunnar sem veldur COVID-19, sem líklega er erfiðara að uppgötva en önnur með þeim skimunaraðferðum sem helst hefur verið beitt.
19.02.2021 - 05:37
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Stockmann selur fasteignir til að grynnka á skuldum
Finnska verslunarkeðjan Stockmann hyggst selja fasteignir sínar í Helsinki, Tallinn og Riga til að reyna að bjarga fyrirtækinu úr verulegum rekstrarerfiðleikum. Salan er liður í björgunaraðgerðum en Stockmann hefur átt í rekstrarerfiðleikum á síðustu árum og kórónuveirufarsóttin hefur leikið það grátt. Nota á andvirði sölu fasteignanna til að grynnka á skuldum.
14.12.2020 - 13:50
Hægri öfgamenn brugga finnsku stjórnmálafólki launráð
Finnsk lögregla komst í haust á snoðir um ráðabrugg hægri öfgamanna um alvarleg ofbeldisverk gegn háttsettu stjórnmála- og embættisfólki í landinu. Frá þessu var greint í finnskum fjölmiðlum í gær. Samkvæmt þeim hefur hópur hægri öfgamanna lagt á ráðin um „alvarleg brot gegn lífi og heilsu“ ótilgreinds fólks í framlínu finnskra stjórnmála og stjórnsýslu.
12.12.2020 - 04:32
Finnar vilja ekki loka skíðasvæðum
Mika Lintilä, efnahagsmálaráðherra Finnlands, er andvígur hugmyndum Þjóðverja um að hafa skíðasvæði í ríkjum Evrópusambandsins lokuð um jól og áramót til að draga úr hættunni á kórónuveirusmitum. Ráðherrann segir í viðtali við AFP fréttastofuna að það séu aðallega Finnar sjálfir sem noti skíðaaðstöðuna.
27.11.2020 - 15:11
Vel gekk að koma farþegum finnskrar ferju frá borði
Vel gekk að koma farþegum og áhöfn frá borði ferjunnar Viking Grace í morgun. Ferjan strandaði hálfum kílómetra úti fyrir Maríuhöfn á Álandseyjum í gær.
22.11.2020 - 12:48