Færslur: Finnland

Rússar skrúfuðu fyrir gas til Finnlands í morgun
Finnar fá ekki lengur gas frá Rússlandi, eftir að rússneska Gazprom ríkisfyrirtækið skrúfaði í morgun fyrir gasflutninga yfir landamærin. Ástæðan er sögð vera að Finnar neiti að greiða fyrir gasið í rússneskum rúblum.
21.05.2022 - 14:08
Rússar loka á gas til Finnlands á morgun
Rússar hætta að senda jarðgas til Finnlands klukkan sjö í fyrramálið. Þetta staðfestir finnska ríkisfyrirtækið Gasum.
20.05.2022 - 15:16
Fjölga herstöðvum til að bregðast við „útþenslu NATO“
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að Rússar muni slá upp nýrri herstöð í vesturhluta Rússlands. Þetta sé viðbragð við því sem Rússar kalla „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ (NATO).
20.05.2022 - 10:09
Vill þjóðaratkvæði um NATO-aðild
Ekki er fyrirhugað að bera umsóknir um aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu undir þjóðaratkvæði. Þjóðþing og ríkisstjórnir beggja landa hafa samþykkt umsóknirnar og þær hafa formlega verið afhentar NATO. Með umsóknunum lýkur áratugalöngu hlutleysi landanna.
19.05.2022 - 16:00
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Vill að Svíar framselji hryðjuverkamenn
Forseti Tyrklands sagði Svía ekki geta búist við því að Tyrkir samþykki umsókn Svíþjóðar um aðild að NATO nema þeir framselji hryðjuverkamenn. Tyrkland er eina aðildarríkið sem hefur lagst gegn umsóknum Svía og Finna.
18.05.2022 - 23:31
Svíar og Finnar sækja formlega um aðild að NATO
Sendiherrar Svíþjóðar og Finnlands lögðu í morgun inn formlega umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
18.05.2022 - 06:58
Brugga bjór til að fagna NATO-umsókninni
Finnska brugghúsið Olaf Brewing í bænum Savonlinna hefur sett á markað bjórinn OTAN til að fagna umsókn landsins um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Heiti bjórsins er vísun í franska skammstöfun á nafni bandalagsins.
17.05.2022 - 13:54
Telur að Finnland verði aðili að NATO á þessu ári
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, telur að landið verði orðið fullgildur meðlimur í Atlantshafsbandalaginu, NATO, áður en árið er úti. Þetta sagði Marin í umræðuþætti í finnska ríkissjónvarpinu í gær. Sauli Niinistö Finnlandsforseti tilkynnti það formlega á sunnudag að Finnland myndi sækja um aðild að bandalaginu. Greidd verða atkvæði um tillögu þar að lútandi á finnska þinginu í dag.
17.05.2022 - 06:55
Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Erdogan ætlar ekki að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki að samþykkja væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Reuters greinir frá þessu.
Ríkisstjórnin ætlar að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun þingsályktunarlillögu utanríkisráðherra þar sem ríkisstjórninni er heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðan viðbótarsamning við Atlantshafsbandalagið um aðild Finnlands og Svíþjóðar þegar hann liggur fyrir.
Líflegar umræður um NATO á þingi í Finnlandi og Svíþjóð
Heitar umræður hafa verið á sænska þinginu í dag um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sænskir erindrekar ræða við Tyrklandsstjórn um að styðja umsóknir Svía og Finna.
NATO-aðild rædd á þingi í Finnlandi og Svíþjóð í dag
Hvorttveggja Svíþjóð og Finnland munu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu innan skamms og jafnvel strax í þessari viku. Þetta varð endanlega ljóst eftir að forseti Finnlands gaf út formlega yfirlýsingu um þetta og ríkisstjórnarflokkur Jafnaðarmanna lýsti sig fylgjandi aðild Svíþjóðar að bandalaginu, með fyrirvara þó. Sá fyrirvari kveður á um að NATO komi hvorki upp varanlegum herstöðvum né kjarnorkuvopnum á sænskri grundu. Tillaga um aðildarumsókn verður lögð fyrir þjóðþing landanna í dag.
Svíar hyggjast hætta 200 ára hlutleysi með NATO-aðild
Finnar tilkynntu formlega í morgun um aðildarumsókn að Atlantshafsbandalaginu og sænskir jafnaðarmenn hafa samþykkt aðildarumsókn fyrir sitt leyti. Framkvæmdastjóri NATO segir Úkraínumenn geta unnið stríðið við Rússa.
Sænskir Jafnaðarmenn funda um NATO-aðild
Það ræðst að öllum líkindum í dag hvor Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn, sem myndar núverandi minnihlutastjórn í Svíþjóð, ákveður að mæla með því að Svíar sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, eða ekki.
Forseti Finnlands ræðir NATO-umsókn við Pútín
Sauli Niinistö forseti Finnlands ræddi við Vladimír Pútín forseta Rússlands í síma í dag um aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hann býst ekki við beinum hernaði af hálfu Rússa við inngöngu Finna í NATO.
Biden ræddi við Andersson og Niinistö
Bandaríkjaforseti ræddi í gær við leiðtoga Finnlands og Svíþjóðar og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.
Rússar hætta raforkusölu til Finnlands
Rússneska orkufyrirtækið RAO Nordic hættir að selja rafmagn til Finnlands í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins, samkvæmt frétt Reuters. RAO Nordic er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. Ástæðan sem gefin er upp er sú, að fyrirtækinu hafi ekki borist umsamdar greiðslur fyrir raforkuna.
14.05.2022 - 03:14
Tyrkir á móti NATÓ-aðild Finna og Svía
Tyrkir lýsa yfir andstöðu við að Svíar og Finnar fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. Búist er við að þeir leggi fram umsókn í næstu viku. Margir leiðtogar NATO-ríkja hafa lýst yfir stuðningi við að löndin gangi í bandalagið.
13.05.2022 - 16:47
Öryggi Svía betur tryggt í NATÓ en utan
Í skýrslu öryggismálanefndar sænska þingsins, sem kynnt var í dag, segir að öryggi Svíþjóðar aukist gangi það í Atlantshafsbandalagið. Þátttaka landsins í varnarsamstarfinu dragi úr líkum á því að hernaðarátök brjótist út í Norður-Evrópu. Skýrsluhöfundar ganga ekki svo langt að mæla með því að Svíar gangi í NATÓ.
13.05.2022 - 12:30
Finnar búa sig undir tölvuárásir frá Rússum
Finnar hafa verið beðnir um að undirbúa sig undir holskeflu tölvuárása í kjölfar vegna mögulegrar aðildar Finnlands í Atlandshafsbandalagið. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Sauli Niinistö, forseti landsins, tilkynntu bæði í gær að þau styddu aðild að NATO.
13.05.2022 - 10:24
Fagnar umsókn Finna og býst við skjótri afgreiðslu
Íslensk stjórnvöld munu styðja umsókn Finna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Finnar staðfestu í morgun að þeir sæki um og segja ástæðuna vera innrás Rússlands í Úkraínu.
Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns
Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Niinistö og Marin
Tilkynna afstöðu sína til NATO-aðildar í dag
Forseti og forsætisráðherra Finnlands, Sauli Niinistö og Sanna Marin, halda sameiginlegan fréttafund í dag þar sem þau munu lýsa afstöðu sinni til aðildar Finnlands að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Fastlega er reiknað með því að þau lýsi sig fylgjandi aðildarumsókn, eins og yfirgnæfandi meirihluti Finna. Fundurinn hefst klukkan tíu að finnskum tíma, en þá er klukkan sjö hér á landi.