Færslur: Finnland

Tuttugu handtekin í COVID-mótmælum í Helsinki
Nokkur hundruð mótmæltu sóttvarnaraðgerðum finnskra stjórnvalda í miðborg Helsinki höfuðborgar Finnlands í dag. Um tuttugu voru handtekin eftir að hafa neitað að hverfa á brott en ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum.
Kínverjar sakaðir um tölvuárás á finnska þingið
Tölvuglæpamenn á vegum kínverskra stjórnvalda eru sakaðir um að hafa staðið að árás á tölvukerfi finnska þingsins síðastliðið haust. Brotist var inn í tölvupósthólf þingmanna og starfsmanna þingsins. Samstarf finnsku leyniþjónustunnar og bandaríska öryggisfyrirtækisins FireEye leiddi í ljós að kínverskur hakkarahópur var að verki.
19.03.2021 - 20:30
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Sóttvarnaraðgerðir verða hertar í Finnlandi
Stjórnvöld í Finnlandi boða hertar sóttvarnaraðgerðir í þrjár vikur frá og með 8. mars til að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.
25.02.2021 - 09:48
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Finnskt veiruafbrigði mögulega torgreinanlegra en önnur
Grunur hefur vaknað um að í Finnlandi sé komið fram áður óþekkt afbrigði kórónaveirunnar sem veldur COVID-19, sem líklega er erfiðara að uppgötva en önnur með þeim skimunaraðferðum sem helst hefur verið beitt.
19.02.2021 - 05:37
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Stockmann selur fasteignir til að grynnka á skuldum
Finnska verslunarkeðjan Stockmann hyggst selja fasteignir sínar í Helsinki, Tallinn og Riga til að reyna að bjarga fyrirtækinu úr verulegum rekstrarerfiðleikum. Salan er liður í björgunaraðgerðum en Stockmann hefur átt í rekstrarerfiðleikum á síðustu árum og kórónuveirufarsóttin hefur leikið það grátt. Nota á andvirði sölu fasteignanna til að grynnka á skuldum.
14.12.2020 - 13:50
Hægri öfgamenn brugga finnsku stjórnmálafólki launráð
Finnsk lögregla komst í haust á snoðir um ráðabrugg hægri öfgamanna um alvarleg ofbeldisverk gegn háttsettu stjórnmála- og embættisfólki í landinu. Frá þessu var greint í finnskum fjölmiðlum í gær. Samkvæmt þeim hefur hópur hægri öfgamanna lagt á ráðin um „alvarleg brot gegn lífi og heilsu“ ótilgreinds fólks í framlínu finnskra stjórnmála og stjórnsýslu.
12.12.2020 - 04:32
Finnar vilja ekki loka skíðasvæðum
Mika Lintilä, efnahagsmálaráðherra Finnlands, er andvígur hugmyndum Þjóðverja um að hafa skíðasvæði í ríkjum Evrópusambandsins lokuð um jól og áramót til að draga úr hættunni á kórónuveirusmitum. Ráðherrann segir í viðtali við AFP fréttastofuna að það séu aðallega Finnar sjálfir sem noti skíðaaðstöðuna.
27.11.2020 - 15:11
Vel gekk að koma farþegum finnskrar ferju frá borði
Vel gekk að koma farþegum og áhöfn frá borði ferjunnar Viking Grace í morgun. Ferjan strandaði hálfum kílómetra úti fyrir Maríuhöfn á Álandseyjum í gær.
22.11.2020 - 12:48
Heimskviður
Bakslag í norrænni samvinnu
Öfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, en kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að landamæri hafa verið lokuð og afturkippur hefur orðið í samstarfinu. Í stað þess að samstaða þjóðanna ykist hafa ríkisstjórnir brugðist við faraldrinum án nokkurs samráðs við önnur norræn ríki.
22.11.2020 - 12:15
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35
Ferðum til finnska jólasveinsins aflýst
Ferðaskrifstofan Tui í Bretlandi hefur aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi og Írlandi til Lapplands það sem eftir er ársins vegna heimsfaraldursins. Í frétt frá fyrirtækinu segir að vonast sé til þess að ástandið verði komið í lag eftir eitt ár þannig að hægt verði að hefja þær að nýju.
10.11.2020 - 14:35
Myndskeið
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
Sanna Marin hugsanlega veirusmituð
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er á heimleið af leiðtogafundi Evrópusambandsríkja, þar sem hún er hugsanlega veirusmituð. Hún tók þátt í fundi á miðvikudag, þar sem þingmaðurinn Tom Packalén var meðal fundargesta. Hann greindi frá því í morgun að hann væri smitaður af kórónuveirunni.
16.10.2020 - 14:42
Myndband
Hundar þefa uppi COVID smitaða farþega
Nýstárlegri aðferð er beitt í Finnlandi við greiningu kórónuveirunnar meðal ferðamanna. Fjórir hundar hófu störf á alþjóðaflugvellinum í Helsinki í gær og hafa það hlutverk að þefa uppi veiruna í farþegum.
24.09.2020 - 19:25
Vonast eftir COVID-hundum til Íslands
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vonast til að fá sérþjálfaða COVID-leitarhunda til landsins gefi þeir góða raun erlendis. Lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti Orðið að liði í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. COVID-leitarhundar tóku til starfa á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi í gær.
24.09.2020 - 13:30
Hreyfing nýnasista bönnuð í Finnlandi
Hæstiréttur Finnlands staðfesti í dag niðurstöðu undir- og áfrýjunarréttar um að banna starfsemi Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar, samtaka finnskra nýnasista. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem starfsemi félagasamtaka er bönnuð í Finnlandi.
22.09.2020 - 16:34
Finnair segir upp þúsund manns
Finnska ríkisflugfélagið Finnair ætlar að segja upp þúsund starfsmönnum vegna kórónuveirufaraldursins og horfna í efnahagsmálum. Uppsagnirnar ná til 15 prósenta starfsfólks flugfélagsins en þó ekki til flugfreyja og flugmanna.
25.08.2020 - 13:32
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í sýnatöku
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands er með væg kórónuveirueinkenni og fer í sýnatöku í dag. Vegna þessa ætlar hún að vinna heima í stað þess að mæta í ráðuneytið.
18.08.2020 - 12:15
Áfram mælt með fjarvinnu þrátt fyrir gott ástand
Ríkisstjórn Finna kom saman í síðustu viku eftir sumarfrí og tilkynnti hertar sóttavarnaraðgerðir þrátt fyrir að nýgengi smita í landinu sé lágt. Grímuskylda var tekin upp í almenningssamgöngum og áfram mælt með fjarvinnu fyrir alla sem eiga þess kost. Heimild til að skikka ferðalanga í skimun vegna gruns um smit var aukin.
17.08.2020 - 10:13
Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Telja að bóluefni Finna verði tilbúið haustið 2021
Vísindamenn við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa að undanförnu unnið að þróun á bóluefni við COVID-19 og ætla að næstunni að prófa það á dýrum. Annar hópur vísindamanna í borginni Tampere í Finnlandi er einnig að þróa bóluefni við farsóttinni en er ekki eins langt á veg kominn.
02.08.2020 - 12:23