Færslur: Finnland

Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Telja að bóluefni Finna verði tilbúið haustið 2021
Vísindamenn við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa að undanförnu unnið að þróun á bóluefni við COVID-19 og ætla að næstunni að prófa það á dýrum. Annar hópur vísindamanna í borginni Tampere í Finnlandi er einnig að þróa bóluefni við farsóttinni en er ekki eins langt á veg kominn.
02.08.2020 - 12:23
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Svíar fá ekki að koma til Finnlands
Stjórnvöld í Finnlandi tilkynntu í dag að landamæri þeirra yrðu opnuð frá og með næsta mánudegi fyrir ferðafólki frá Eystrasaltsríkjunum og norrænu ríkjunum að Svíþjóð frátalinni. Maria Ohisalo innanríkisráðherra greindi frá ákvörðuninni. Hún sagði að því miður væri aðstæður í Svíþjóð þannig vegna COVID-19 farsóttarinnar að ekki væri talið óhætt að hleypa Svíum til Finnlands að svo stöddu. Það yrði gert um leið og ástandið skánaði.
11.06.2020 - 14:49
Finnair vill 75 milljarða frá fjárfestum
Finnair vonast til að ná inn 500 milljónum evra, eða tæpum 75 milljörðum íslenskra króna, frá núverandi hluthöfum með útboði sem hófst í dag. Likt og önnur flugfélög hefur Finnair farið illa út úr kórónaveirufaraldrinum.
10.06.2020 - 09:21
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Öll ný smit í Austurbotni má rekja til Svíþjóðar
Öll kórónuveirusmit sem staðfest hafa verið í Austurbotni í Finnlandi á síðustu 30 dögum má rekja til Svíþjóðar. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Vasa ræður fólki frá því að fara til Svíþjóðar.
26.05.2020 - 16:02
Rússar höfða mál gegn Finnum fyrir þjóðarmorð
Rússnesk rannsóknarnefnd greindi frá því í vikunni að Finnar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð vegna aðgerða þeirra í Karelíu í síðari heimsstyrjöldinni. Í skýrslu nefndarinnar segir að minnst átta þúsund Rússar hafi verið drepnir í fangabúðum Finna. Finnar eru sagðir hafa drepið fólk í gasklefum, skotið það til bana eða grafið lifandi.
25.04.2020 - 07:09
Einangrun Helsinki aflétt
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tilkynnti í morgun að einangrun höfuðborgarinnar Helsinki og nágrennis hefði verið aflétt. Ferðir til og frá Uusimaa-héraði, sem er Helsinki og nágrenni, voru bannaðar 25. mars til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
15.04.2020 - 12:23
Farsóttin leikur efnahag Norðurlanda grátt
Kórónaveirufaraldurinn hefur leikið efnahag Norðurlanda grátt, atvinnuleysi í Noregi er meira en 15 prósent. Öll Norðurlöndin hafa gripið til efnahagsaðgerða sem eiga sér enga líka í sögunni.
09.04.2020 - 13:11
Yfir 4 milljarðar evra í efnahagsaðgerðir í Finnlandi
Finnska stjórnin ætlar að reiða fram fjóra komma einn milljarð evra til að vega á móti efnahagshruninu sem við blasir vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fjörutíu hafa látist í Finnlandi af völdum sjúkdómsins.
08.04.2020 - 15:58
Finnar takmarka umferð til og frá landinu enn frekar
Finnska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að herða enn reglur sem takmarka umferð fólks yfir landamæri landsins. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins verður þó undanþegið reglunum og fær að fara frjálst ferða sinna milli Finnlands, Svíþjóðar og Noregs hér eftir sem hingað til, án kvaða um dvöl í sóttkví.
07.04.2020 - 06:32
Aðgerðir hertar og framlengdar í Finnlandi
Finnsk stjórnvöld tilkynntu í gær að aðgerðir til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu verði framlengdar og hertar. Afmörkun höfuðborgarsvæðisins verður nú til 13. maí í stað 13. apríl áður, og ákveðið var að loka öllum veitingastöðum, kaffihúsum og krám frá og með gærkvöldinu til maíloka.
31.03.2020 - 02:11
Fjölmennasta hérað Finnlands einangrað
Fólksferðir til og frá fjölmennasta héraði Finnlands verða bannaðar frá og með föstudeginum. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tilkynnti þetta fyrr í kvöld.
25.03.2020 - 22:52
Útvarpsfrétt
Viðbúnaður á sænskum sjúkrahúsum
Mikill viðbúnaður er á sænskum sjúkrahúsum þar sem búist er við að kórónasmituðum fjöldi mjög. 20 hafa látist af Covid-19 í Svíþjóð, þar hafa tæplega tvö þúsund verið greinir með kórónaveiruna og 200 liggja á sjúkrahúsum. Í Danmörku og Noregi hefur eftirlit samkomubanni verið hert. Tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið í Finnlandi í gær. 
22.03.2020 - 13:55
Finnar ætla að lengja fæðingarorlofið
Finnska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að lengja fæðingarorlof nýbakaðra foreldra og auka rétt feðra til orlofs.
05.02.2020 - 19:27
Wuhan-veiran greind í Finnlandi
Fyrsta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur verið staðfest í Finnlandi. Kínverskur ferðamaður hefur verið settur í einangrun á héraðssjúkrahúsinu í Lapplandi. Að sögn fréttastofu finnska ríkisútvarpsins YLE er hann frá borginni Wuhan þar sem veiran er upprunnin.
29.01.2020 - 16:21
Takast á um afdrif finnskra barna Isis-liðsmanna
Ríkisstjórn Finnlands vill koma finnskum börnum fólks sem tengist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, heim frá Sýrlandi sem fyrst. Ekki er eining um málið á finnska þinginu.
17.12.2019 - 19:31
Erlent · Finnland · sýrland · Evrópa · ISIS
Fordæmir ummæli um Sönnu Marin
Stjórnarandstaðan í Eistlandi hefur farið fram á að Mart Helme, innanríkisráðherra landsins, verði látinn víkja vegna ummæla sinna um Sönnu Marin, nýjan forsætisráðherra Finnlands. 
17.12.2019 - 11:26
Ráðherra biðst afsökunar á færslu á Instagram
Fjármálaráðherra Finnlands hefur beðist afsökunar á skoðanakönnun sem hún birti á Instagram-reikningi sínum. Þar spurði hún fylgjendur sína út í örlög barna liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
14.12.2019 - 12:11
Myndskeið
Yngsti forsætisráðherra í heimi
Sanna Marin, nýr forsætisráðherra Finnlands er yngsti þjóðarleiðtogi heims um þessar mundir og yngsti forsætisráðherra Finnlands frá upphafi. Hún fer fyrir fimm flokka ríkisstjórn þar sem konur veita öllum flokkunum forystu.
10.12.2019 - 19:47
Setti upp „landamærastöð“ og svindlaði á fólki
Yfirvöld í Rússlandi handtóku karlmann sem setti upp falsaða landamærastöð nálægt landamærunum við Finnland. Maðurinn lofaði fólki að smygla því til Finnlands yfir landamærin sem hann bjó til.
06.12.2019 - 11:06
Erlent · Asía · Evrópa · Rússland · Finnland
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, baðst í dag lausnar, að því er kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Átök á vinnumarkaði undanfarnar vikur urðu til þess að Miðflokkurinn, einn flokkanna sem mynda stjórnarmeirihlutann, lýsti því yfir ík gærkvöld að forsætisráðherrann nyti ekki lengur trausts.
03.12.2019 - 11:18
Verkfall í Finnlandi lamar samgöngur
Millilandasamgöngur frá Finnlandi fara að miklu leyti úr skorðum í dag vegna verkfalls fjölda stéttarfélaga. Ferjur á milli Finnlands og Svíþjóðar verða fastar við bryggju, og Finnair hefur aflýst hátt í 300 flugferðum.
25.11.2019 - 06:08
Verkfall finnskra póstmanna gæti stöðvað ferjusamgöngur
9.000 starfsmenn finnska póstsins eru í verkfalli og hafa verið frá því á mánudag í síðustu viku. Deilan er komin til ríkissáttasemjara en ef samningar nást ekki fljótlega er útlit fyrir að ferjusamgöngur til og frá Finnlandi stöðvist næsta mánudag.
19.11.2019 - 01:26