Færslur: Fimmvörðuháls

Fegin að vera á lífi eftir erfiða reynslu á hálendinu
Aðstæður á hálendinu hafa verið krefjandi síðustu daga og mikil þörf fyrir hálendisgæsluna. Ítölsk kona, sem bjargað var ásamt eiginmanni sínum á Laugaveginum milli Hraftinnuskers og Landmannalauga í síðustu viku, segist hafa verið hrædd um eigið líf þegar þau urðu næstum úti í illviðrinu sem skall á í síðustu viku.
11.07.2022 - 14:09
Bjargað köldum og hröktum af Fimmvörðuhálsi
Björgunarsveitum barst neyðarkall rétt fyrir klukkan sex í morgun frá tveimur konum sem voru veðurtepptar í tjaldi ofarlega á Fimmvörðuhálsi. Þær voru orðnar blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið.
07.07.2022 - 13:24
Lægðin: „Nánast marinn í andlitinu eftir rigninguna“
„Rigningin er þannig að maður er nánast marinn í andlitinu eftir barninginn frá henni,“ segir Rúnar Steinn Gunnarsson, í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við fréttastofu. Hann er meðal þeirra sem komu til bjargar blautum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í óveðrinu í kvöld.
Hjálpuðu köldum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til eftir að tilkynning barst um slasaðan ferðamann á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Hann og göngufélagi hans leituðu sér skjóls í skála, hraktir og kaldir í „vitlausu veðri“ og hlutu áverka við það að brjótast inn í læstan skálann, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
12.09.2021 - 19:14
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Lítið en afar stöðugt rennsli úr nýju sprungunni
Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en að rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu.