Færslur: Fimmta bylgjan

Viðtal
„Ef þetta væri inflúensufaraldur væru viðbrögðin eins“
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu. Ekki sé hægt að taka mið af fjölda fólks með alvarleg einkenni því staðan geti breyst hratt. Hann segir ekki hægt að líkja sýkingunni við inflúensu og telur það samfélagslega skyldu að vernda fólk í áhættuhópi.
„Við bara setjum undir okkur hausinn“
Um sjötíu dvelja nú í einangrun í farsóttarhúsum og von á fleirum í kvöld að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns farsóttarhúsa. Nýju hraðprófin hafa aðeins þyngt róðurinn þar í dag. Gylfi segist vera orðinn leiður á kórónuveirunni en að nú þurfi að setja undir sig hausinn. 
Starfsmenn Landspítala hvattir til að búa til sumarkúlu
Farsóttarnefnd Landspítala hefur gripið til víðtækra sóttvarnaráðstafana til að verja starfsemi spítalans, nú þegar ný bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin. Heimsóknir verða takmarkaðar og starfsmenn eru hvattir til að búa til sumarkúlu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa spítalans. 
21.07.2021 - 16:33