Færslur: Fillippseyjar

Maria Ressa dæmd en berst ótrauð áfram
Maria Ressa, fillippseyskur blaðamaður og eigandi fréttavefsins Rappler, var í dag dæmd fyrir meiðyrði. Hún hefur strengt þess heit að halda áfram að berjast fyrir frelsi fjölmiðla.
15.06.2020 - 02:59
28 hafa fundist látin eftir fellibylinn Phanfone
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Phanfone, sem gekk yfir Filippseyjar um jólin, eru orðin 28, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda. Tólf er enn saknað. Fellibylurinn gekk yfir miðbik eyjanna og tók fyrst land á aðfangadag. Hann orsakaði mikil flóð og fjöldi heimila í mörgum héruðum á mörgum eyjum gjöreyðilagðist.
28.12.2019 - 06:15