Færslur: Filippus prins og hertogi af Edinborg

Erfðaskrá Filippusar prins innsigluð í 90 ár
Innihald erfðaskrár Filippusar prins, hertogans af Edinborg sem lést í apríl síðastliðnum, verður ekki gert opinbert fyrr en að níutíu árum liðnum.
Myndskeið
Filippus prins borinn til grafar í dag
Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, var minnst víða um heim í dag en útför hans fór fram frá kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala síðdegis. Vegna heimsfaraldursins var útförin fámennari en ella og fjölskyldumeðlimir sátu með bil sín á milli. Fjöldi fólks kom þó saman í nágrenni kastalans til þess að minnast prinsins og votta virðingu sína.
Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.
Myndskeið
Húmoristi og máttarstólpi konungsfjölskyldunnar
Húmoristi og einn máttarstólpa bresku konungsfjölskyldunnar eru meðal orða sem notuð voru í dag til að minnast Filippusar prins. Eiginmaður drottningar lést í morgun, 99 ára að aldri.
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Filippus prins dvelur enn á sjúkrahúsi
Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, dvelur enn á sjúkrahúsi Játvarðar VII í London þar sem hann var lagður inn á miðvikudaginn eftir að hafa fundið fyrir vanlíðan dagana á undan. Það er mat lækna prinsins, sem verður 100 ára í júní, að hann þurfi á eftirliti og hvíld að halda.