Færslur: Filippseyjar

Tugir þúsunda flýja fellibyl á Filippseyjum
Um 70.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna fellibylsins Kammuri sem búist er við að skelli á austanverðum Filippseyjum í kvöld eða nótt. Meðalvindhraði verður yfir 40 metrar á sekúndu og vindhviður yfir 50 þegar Kammuri tekur land, gangi spár veðurfræðinga eftir, og ausandi rigning fylgir honum hvert fótmál.
02.12.2019 - 06:48
19 fórust er vörubíll hrapaði ofan í gjá
Nítján filippeyskir bændur bændur fórust þegar vörubíll, hlaðinn fólki og hrísgrjónafræi, fór út af fjallvegi á norðanverðum Filippseyjum og hrapaði niður í 20 metra djúpa gjá. 39 bændur voru á palli bílsins þegar slysið varð. Þeir voru á heimleið frá bænum Connor, þar sem þeir höfðu fengið úthlutað hrísgrjónafræi fyrr um daginn.
01.11.2019 - 05:21
Þriðji skjálftinn á skömmum tíma á Mindanaó
Jarðskjálfti, 6,5 að stærð, skók eyjuna Mindanaó á sunnanverðum Filippseyjum í kvöld. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum, en skammt er liðið frá skjálftanum. Á þriðjudag reið aðeins öflugri skjálfti, 6,6 að stærð, yfir Mindanaó og fórust þá níu manns og yfir 200 slösuðust.
31.10.2019 - 03:30
Miklar skemmdir í skjálfta á Filippseyjum
Að minnsta kosti einn er látinn eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir sunnanverðar Filippseyjar í morgun. Skjálftinn varð á eyjunni Mindanao, nánast á sömu slóðum og öflugur skjálfti varð fyrr í mánuðinum að sögn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Nokkrir létu lífið í þeim skjálfta. Að sögn yfirvalda eru margir slasaðir vegna skjálftans og fjöldi bygginga skemmdur.
29.10.2019 - 03:53
Kröftugur skjálfti á Filippseyjum
Öflugur jarðskjálfti reið yfir á Mindanao eyju í suðurhluta Filippseyja í dag, snemma kvölds að staðartíma. Upptökin voru á fjórtán kílómetra dýpi, tæplega átta kílómetra frá borginni Columbio, að því er kemur fram í tilkynningu bandarísku jarðvísindastofnunarinnar, USGS.
16.10.2019 - 12:54
Lögreglustjóri hættir vegna eiturlyfjamáls
Ríkislögreglustjóri Filippseyja hætti störfum í dag vegna gruns um að hann hafi haldið hlífiskildi yfir lögreglumönnum sem sakaðir eru um að selja eiturlyf í vörslu lögreglunnar. Eiturlyfin fundust við húsleit í bæ nærri höfuðborginni Manila árið 2013. Tveir fyrrverandi lögreglumenn bentu á hlut Oscar Albayalde, ríkislögreglustjóra, í málinu. Annar þeirra sagði Albayalde hafa verndað lögreglumennina sem seldu eiturlyfin, en hinn segir hann hafa fengið hluta af ágóðanum.
14.10.2019 - 06:42
Myndskeið
Vill binda enda á drápin á Filippseyjum
Það þarf að binda enda á drápin á Filippseyjum, segir móðir tvítugs manns sem lögregla myrti. Hópur Filippseyinga er hingað kominn til þess að vekja athygli á stöðu mannréttinda þar í landi.
19.09.2019 - 20:06
Stöðvuð með sex daga gamalt barn
Jennifer Talbot, bandarísk kona á fimmtugsaldri, var handtekin á alþjóðaflugvellinum í Manila á Filippseyjum vegna gruns um mansal, mannrán og ofbeldi gegn barni. Hún er sökuð um að hafa ætlað að smygla sex daga gömlu, óskráðu barni úr landi. Talbot var stöðvuð við brottfararhliðið, þar sem hún gat ekki sýnt vegabréf, flugmiða, eða opinbera pappíra fyrir barnið, að sögn flugvallaryfirvalda.
06.09.2019 - 15:45
Yfir 600 dáin úr beinbrunasótt á Filippseyjum
Stjörnvöld á Filippseyjum lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs sem gaus upp í landinu í ársbyrjun og orðið hefur yfir 600 manns að aldurtila. Alls skráðu filippeysk heilbrigðisyfirvöld 146.062 tilfelli beinbrunasóttar frá því fyrstu tilfellin greindust í janúar fram til 20. júlí, og ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í rénun. Þetta eru nær tvöfalt fleiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra.
Engin viðbrögð frá stjórnvöldum á Filippseyjum
Engin formleg viðbrögð hafa enn borist utanríkisráðuneytinu frá filippseyskum stjórnvöldum í kjölfar ályktunar Íslendinga um rannsókn á mannréttindaástandi á Filippseyjum. Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sagðist íhuga alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunarinnar og ráðherrar í stjórn Dutertes hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld undanfarið.
30.07.2019 - 12:18
Minnst átta dóu í skjálftunum á Filippseyjum
Minnst átta dóu og 60 slösuðust í jarðskjálftahrinu sem skók Filippseyjar í nótt, samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Fyrsti stóri skjálftinn reið yfir laust eftir átta í gærkvöld. Sá var 5,4 að stærð. Rúmum þremur tímum síðar fylgdi honum annar og öflugri, 5,9 að stærð og rétt fyrir hálftvö í nótt dundi þriðji stóri skjálftinn yfir og mældist 5,7.
27.07.2019 - 07:26
Réttað yfir blaðakonu gagnrýnni á Duterte
Í dag hefjast réttarhöld á Filippseyjum yfir blaðakonunni Maria Ressa sem skrifað hefur með gagnrýnum hætti um Rodrigo Duterte forseta landsins. Hún rekur fréttasíðuna Rappler og var útnefnd manneskja ársins í fyrra fyrir blaðamennsku sína.
23.07.2019 - 04:25
Myndskeið
Lögreglan á Filippseyjum rekur þúsundir
Yfirvöld á Filippseyjum hafa leyst þúsundir lögreglumanna frá störfum. Þeir eru sakaðir um misgjörðir í starfi í tengslum við stríð stjórnvalda gegn eiturlyfjahringum í landinu síðustu þrjú ár. 
19.07.2019 - 21:00
Íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi
Rodrigo Duterte forseti Filippseyja íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunar, sem fulltrúi Íslands lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum, um rannsókn á mannréttindaástandi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem talsmaður forsetans, Salvador Panelo, sendi frá sér í gærkvöld.
16.07.2019 - 04:14
Viðtal
Yfirvöld á Filippseyjum reyna sitt besta
Yfirvöld á Filippseyjum eru að reyna sitt besta, segir Bæring Ólafsson sem hugði á forsetaframboð á Íslandi 2016. Hann hefur búið á Filippseyjum í fjórtán ár. Ályktunartillaga Íslands um rannsókn á aðgerðum yfirvalda þar í landi var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Tillagan er umdeild og harðlega gagnrýnd af fulltrúum Filippseyja og yfirvöldum í landinu og Bæring segir að málið sé á allra vörum.
15.07.2019 - 19:01
Fordæmir ályktun mannréttindaráðsins
Vicente Sotto, forseti efri deildar þingsins á Filippseyjum, fór í morgun hörðum orðum um ályktunartillögu Íslands sem samþykkt var í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. 
15.07.2019 - 08:22
Viðtal
Maria Ressa: Ályktun Íslands mikilvæg
Einn þekktasti fréttamaður Filippseyja, Maria Ressa, segir ályktun Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag mikilvæga fyrir mannréttindabaráttu á Filippseyjum og annars staðar. Ressa hefur verið í fararbroddi þeirra sem berjast á heimsvísu fyrir frjálsum og óháðum fjölmiðlum og hefur fjallað ítarlega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum undanfarin ár. Forseti Filippseyja hæddist að Íslandi fyrir ályktunina.
13.07.2019 - 15:15
Myndskeið
Duterte segir Íslendinga bara borða ís
Rodrigo Duterte forseti Filippseyja segir að of mikill ís og enginn munur á nóttu og degi séu vandamál Íslands. Engir glæpir og lögreglumenn séu á Íslandi og Íslendingar sitji bara og borði ís. Þeir skilji ekki félagsfræðileg og pólitísk vandamál á Filippseyjum.
12.07.2019 - 14:18
Í beinni
Atkvæðagreiðsla um tillögu Íslands
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði um tillögu Íslands vegna stöðu mannréttinda á Filippseyjum í dag. Yfir þrjátíu ríki, sem þó sum eru aðeins með áheyrnarfulltrúa í ráðinu, styðja tillöguna. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lengi sætt harðri gagnrýni fyrir að virða ekki mannréttindi borgara þar í landi og hefur lögregla til að mynda verið sökuð um að hafa myrt þúsundir í baráttu sinni gegn fíkniefnum.
11.07.2019 - 09:31
Mannréttindasamtök styðja tillögu Íslands
Bæði Amnesty International og Human Rights Watch styðja tillögu Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að framkvæmdastjóri ráðsins rannsaki framferði stjórnvalda á Filippseyjum. Human Rights Watch segja rökstuddan grun fyrir því að lögregla á Filippseyjum hafi reglulega tekið óvopnað fólk af lífi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist hóflega bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt þegar hún verður borin undir atkvæði á fimmtudag.
09.07.2019 - 12:23
Sakar Íslendinga um hræsni
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna greiðir á fimmtudaginn atkvæði um tillögu Íslands um rannsókn á stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Yfir þrjátíu þjóðir styðja tillöguna. Sendinefnd Filippseyja gekk út af fundi þegar ályktunin var rædd nýlega og sendiherra ríkisins hefur sakað Ísland og önnur ríki um hræsni í mannréttindamálum.
08.07.2019 - 19:11
Hollenskur gísl drepinn á Filippseyjum
Ewold Horn, Hollendingur sem hafði í sjö ár verið í haldi skæruliða íslamista á eynni Sulu á sunnanverðum Filippseyjum , var skotinn til bana í morgun þegar til bardaga kom milli hermanna og skæruliða. Hollensk stjórnvöld hafa staðfest þetta.
31.05.2019 - 10:45
Erlent · Asía · Evrópa · Filippseyjar · Holland
Senda 1.500 tonn af rusli til Kanada
Stjórnvöld í FIlippseyjum sendu í gær um það bil 1.500 tonn af rusli í 69 gámum aftur til síns heima, hinu megin á hnettinum, nánar tiltekið til Vancouver í Kanada. Gámaskipið lagði upp í leiðangur sinn frá fríhöfninni í Subic-flóa, norður af Manila, um miðnæturbil að íslenskum tíma.
31.05.2019 - 04:26
Þingkosningar styrkja stöðu Duterte
Frambjóðendur hliðhollir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, voru sigursælir í þingkosningum í landinu. AFP greinir frá. Lokaniðurstöður þeirra voru birtar í morgun, og sýna að Duterte nýtur nú stuðnings meirihluta þingmanna beggja deilda þingsins.
22.05.2019 - 04:50
Tilbúinn að sigla ruslinu sjálfur til Kanada
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist tilbúinn í stríð við Kanada ef ríkið tekur ekki til baka rusl sem það flutti til Filippseyja árin 2013 og 2014. Alls var yfir hundrað gámum af rusli siglt frá Kanada til Filippseyja af einkareknu kanadísku fyrirtæki.
25.04.2019 - 06:51