Færslur: Fílabeinsströndin

Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar snýr heim
Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, sneri aftur heim í gær eftir nærri áratugslanga fjarveru. Honum var ákaft fagnað en segist ætla að bíða með að gefa út pólítískar yfirlýsingar.
Forseti Fílabeinsstrandarinnar hvetur til rósemi
Alassane Ouattara forseti Fílabeinsstrandarinnar kallar eftir því að andstæðingar hans láti af herferð sinni við að hvetja íbúa landsins til borgaralegrar óhlýðni.
31.10.2020 - 13:38
Macron segir heimsvaldastefnu hafa verið mistök
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir heimsvaldastefnu Frakka hafa verið mistök. Forsetinn er í opinberri jólaheimsókn hjá frönskum hermönnum á Fílabeinsströndinni, sem var áður nýlenda Frakka. Hann segir Frakka hafa verið haldna forræðishyggju og nýlendustefnan hafi verið ljót mistök af hálfu lýðveldisins.
22.12.2019 - 04:13
Fyrrum forsetafrú fær sakaruppgjöf
Forseti Fílabeinsstrandarinnar, Alassane Outtara, hefur ákveðið að veita um 800 manns sakaruppgjöf vegna glæpa sem framdir voru í kjölfar forsetakosninga í landinu árið 2010. Meðal þeirra sem fá sakaruppgjöf eru fyrrverandi forsetafrú, Simone Gbagbo.
Öruggur stjórnarsigur á Fílabeinsströndinni
Bandalag stjórnarflokkanna fimm vann yfirburðasigur í kosningum til nýstofnaðrar öldungadeildar þingsins á Fílabeinsströndinni, sem fram fóru á laugardag. Sigurinn var aldrei í hættu þar sem helstu flokkar stjórnarandstæðinga héldu því fram að yfirkjörstjórn landsins væri höll undir ríkisstjórnina og hvöttu kjósendur til að sniðganga kosningarnar. Kosið var um 66 sæti í öldungadeilinni og fékk bandalag stjórnarflokkanna 50 þeirra.
25.03.2018 - 03:40
Brotlenti á Fílabeinsströndinni
Fjórir létu lífið og sex slösuðust þegar flutningaflugvél fórst í dag skammt frá Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar. Vélin var nýkomin á loft frá flugvelli borgarinnar þegar eitthvað fór úrskeiðis og hún brotlenti í flæðarmáli. Hún var í leiguflugi fyrir franska herinn. Að sögn utanríkisráðuneytisins í París eru nokkrir Frakkar meðal hinna slösuðu.
14.10.2017 - 15:12
Varnarmálaráðherranum sleppt úr haldi
Alain Richard Donwahi, varnarmálaráðherra Fílabeinsstrandarinnar, hefur verið sleppt úr haldi hermanna. Þeir héldu honum föngnum í tvær klukkustundir. Ráðherrann fór ásamt sendinefnd til Bouake þar sem hann hlýddi á kröfur hermannanna sem hafa gripið til vopna til að mótmæla bágum kjörum. Ljósmyndari AFP fréttastofunnar segir Donwahi og starfslið hans hafa ekið beinustu leið út á flugvöll og flogið á brott.
07.01.2017 - 22:52
Fílabeinsströndin
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Fílabeinsströndina.
19.06.2014 - 11:05