Færslur: Fíkniefni

Mættu í dómsal í fylgd lögreglu
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli tóku ekki afstöðu til sakargifta við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur sakborninga krefjast þess að fá í hendur afrit af hlerunum lögreglu en ákæruvaldið vill ekki verða við því.
Þriðjungur hefur prófað kannabis
Þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu hefur neytt eða prófað kannabis eða gras. Helmingur fólks á aldrinum 18 ára til 29 ára hefur neytt eða prófað kannabis. Nærri níu af hverjum tíu, eða um 87 prósent, telja kannabis skaðlegt heilsu og um helmingur telur efnið mjög skaðlegt. Rúmlega tólf prósent telja að kannabis sé ekki skaðlegt. 
18.09.2019 - 07:05
Myndskeið
Veittu hinum grunuðu eftirför fyrir handtöku
Mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir stórfellda framleiðslu á amfetamíni lögðu mikið á sig til að hylja slóð sína. Mál þeirra verður tekið fyrir í héraðsdómi í lok næstu viku.
13.09.2019 - 10:26
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19
Tollarar lagt hald á 90% meira af kókaíni
Lögregla og tollarar í Brasilíu hafa lagt hald á 90 prósentum meira af kókaíni á fyrstu sex mánuðum ársins en sama tíma í fyrra. Stærstur hluti fíkniefnanna fannst á flugvelli í suðurhluta landsins.
Myndskeið
Duterte segir Íslendinga bara borða ís
Rodrigo Duterte forseti Filippseyja segir að of mikill ís og enginn munur á nóttu og degi séu vandamál Íslands. Engir glæpir og lögreglumenn séu á Íslandi og Íslendingar sitji bara og borði ís. Þeir skilji ekki félagsfræðileg og pólitísk vandamál á Filippseyjum.
12.07.2019 - 14:18
Myndskeið
Stöðvuðu kafbát með 7,2 tonn af kókaíni
Bandaríska strandgæslan stöðvaði fyrir skömmu för kafbáts með um 7,2 tonn kókaíns innanborðs í austurhluta Kyrrahafsins. Strandgæslan birti myndskeið sem sýnir liðsmenn hennar stökkva á kafbátinn, sem er á mikilli ferð, og stöðva hann.
12.07.2019 - 11:42
Um tonn af kókaíni í nýjum bílum
Yfirvöld í Senegal lögðu í síðustu viku hald á tæpt tonn af kókaíni sem smyglað var í nýjum bílum frá Brasilíu. 15 Senegalar hafa verið handteknir vegna málsins.
01.07.2019 - 15:51
585.000 dóu vegna fíkniefnaneyslu árið 2017
Eiturlyfjaframleiðsla fer stöðugt vaxandi á heimsvísu og kókaínframleiðsla hefur að aldrei verið meiri en nú. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um framleiðslu, dreifingu og neyslu fíkniefna árið 2017 dóu um 585.000 manns vegna fíkniefnaneyslu og afleiddra veikinda það ár. Þar af dóu um 70.000 manns úr ofskammti eiturlyfja í Bandaríkjunum einum saman. Þá jókst kókaínframleiðsla um 25 prósent frá árinu 2016.
Ákærður fyrir að smygla 3,3 kílóum af kókaíni
Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir mál 24 ára manns sem ákærður hefur verið fyrir að flytja 3,3 kíló af kókaíni til landsins frá Tenerife á Spáni 10. mars. Styrkleiki þess var á milli 87-89 prósent.
14.06.2019 - 11:59
Viðtal
Talsvert mörg burðardýr fluttu inn efnin
Tvö eru í haldi fyrir fíkniefnasmygl, einkum frá Spáni til Íslands. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn segir nýtt að Reykjavíkurflugvöllur sé notaður til að koma efnum til landsins. Burðardýr fluttu efnin, meðal annars frá Færeyjum. Viðtal við Karl Steinar má sjá í spilaranum fyrir ofan.
LSH taki við ungmennum í fíknivanda í sumar
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu - og fíknivanda sem SÁÁ hefur hingað til tekið á móti. Nærri tvöfalt fleiri eru í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn hjá SÁÁ en samningur við Sjúkratryggingar kveður á um.
28.01.2019 - 22:00
Lagt hald á þrefalt meira af heróíni
Tollgæslan lagði hald á þrefalt meira af heróíni í fyrra en árið á undan og smygl á maríjúana næstum sjöfaldaðist frá fyrra ári. Mun minna af kókaíni og amfetamíni var gert upptækt við tollvörslu í fyrra en árið 2017.
26.01.2019 - 18:22
Breytingar á fíkniefnamarkaði
Ekkert samkomulag um heróínlaust Ísland
Í tugi ára hefur því verið velt upp hvort heróín fari að ryðja sér til rúms á íslenskum fíkniefnamarkaði. Lengi var svarið neitandi og því jafnvel haldið fram að fíkniefnasalar á Íslandi hefðu af hugsjón sameinast um að halda landinu heróínlausu. Nú eru blikur á lofti. Markaðurinn hefur breyst og á örfáum árum hefur fjölgað verulega í hópi þeirra sem sprauta sig með sterkum ópíóíðum. Þetta kom fram á fundi SÁÁ klúbbins. Lögreglumaður telur umræðu um fíkniefnamál of grunna.
Viðtal
Stórfelld fíkniefnasala á netinu
Stórfelld fíkniefnasala fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook, samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar á fíkniefnasölu á netinu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, tók þátt í gerð rannsóknarinnar. Hún stóð yfir frá haustinu 2017 og fram á vor 2018 og fundust um 30 lokaðir söluhópar á Facebook hér á landi.
22.01.2019 - 16:20
Þvingaðir til að selja fíkniefni
Tugir barnungra hælisleitenda í Svíþjóð selja nú fíkniefni fyrir opnum tjöldum í miðbæjum sænskra borga. Lögregla segir að þeir séu þvingaðir í afbrot af sænskum glæpagengjum, enda margir í veikri félagslegri stöðu og heimilislausir.
07.12.2018 - 16:30
Myndskeið
Minnast látinna með myndbandi
Aðstandendur minningarsjóðs Einars Darra Óskarssonar birtu í gærkvöld myndband á Facebook-síðu sjóðsins tileinkað þeim sem hafa látist af eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Í myndbandinu birtast myndir af og nöfn á 33 einstaklingum sem lyfjamisnotkunin hefur dregið til dauða.
05.11.2018 - 08:54
Segir fleiri í harðari neyslu en áður
Yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að fíkniefnaneysla sé að verða harðari hér á landi og fleiri ánetjist en áður. Koma þurfi í veg fyrir faraldur líkt og geisar í Bandaríkjunum. Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur heimildir fyrir því að á þrjátíu dögum hafi 54 útköll verið vegna ofneyslu. Heimildarmynd hans, lof mér að lifa, verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld.
14.10.2018 - 19:13
Fíkniefni fundust við flugstöðina
Fíkniefni fundust á bílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Málið var tilkynnt lögreglu sem kom á vettvang og lagði hald á poka með kannabisefni og litla glerpípu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesju
14.10.2018 - 10:45
Dæmdur fyrir smygl á amfetamínbasa
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi pólskan ríkisborgara í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að smygla til landsins 920 millilítrum af amfetamínbasa með flugi frá Varsjá 18. maí síðastliðinn. Basinn var falinn í flösku í farangri hans sem tollverðir í Leifsstöð fundu.
08.10.2018 - 11:54
Börn á Íslandi farin að reykja krakk
Neysla krakks hefur aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Merki eru um að börn allt niður í 15 ára séu farin að reykja krakk, að sögn lögreglu, og síðast í gær var 17 ára drengur fluttur á bráðamóttöku vegna þess. 
06.10.2018 - 19:23
4 kíló af amfetamíni í dunkum af fæðubótarefni
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær manneskjur, dæmdan ofbeldismann og starfsmann hjá FedEx, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot framið í árslok 2016. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins fjórum kílóum af amfetamíni sem falin voru í tveimur dunkum af fæðubótarefnil.
04.10.2018 - 10:30
2 ára og 9 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 48 ára mann, Sverri Ágústsson, í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að smygla til landsins rúmum tveimur kílóum af sterku kókaíni. Sverrir á að öðru leyti engan sakaferil og dómurinn slær því föstu að hann hafi aðeins verið burðardýr.
11.09.2018 - 10:46
Skipuleggjandi fíkniefnasmygls skrópaði í dómi
Tæplega þrítugur maður var fyrir helgi dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa 470 grömm af amfetamíni í fórum sínum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í september 2014. Skipuleggjandi smyglsins á efnunum til landsins var ákærður með manninum en hann hefur tvisvar látið sig vanta í dómsal þegar málið er tekið fyrir sem varð til þess að dómarinn ákvað að kljúfa þátt hans frá.
04.09.2018 - 09:19