Færslur: Fíkniefni

Lögregla stöðvaði kannabisræktun í Árbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nú í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ og var lagt hald á tæplega 130 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar.
Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.
Myndskeið
Aukið ofbeldi og harka í fíkniefnaheiminum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur að hægt sé að tengja aukið ofbeldi og hörku í fíkniefnaheiminum með beinum hætti við ástandið sem nú ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Þetta sagði hún á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Hrun í flugi hefur engin áhrif á fíkniefnamarkaðinn
Lögregla og tollur hafa aukið eftirlit með mögulegu fíkniefnasmygli á sjó eftir að flug nánast lagðist af. Framboð á sterkum fíkniefnum hefur ekkert minnkað í ástandinu, að sögn lögreglu.
24.04.2020 - 18:48
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Fimm grunuð um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu
Fimm-menningarnir sem voru handteknir í og við Hvalfjarðargöngin á laugardag eru grunaðir um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Þeir eru allir nema einn erlendir ríkisborgarar og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á að minnsta kosti sjö stöðum í tengslum við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Stóra kókaínmálið
Vilja að tekið verði tillit til ungs aldurs sakborninga
Verjendur þremenninganna sem ákærðir eru fyrir smygl á 16,2 kílóum af kókaíni til landsins í maí, krefjast allir sýknu, en vægustu refsingar til vara. Mennirnir eru 21 til 23 ára og vilja verjendur þeirra að tekið verði tillit til þess við ákvörðun refsingar. Saksóknari telur átta ár hæfilegan dóm fyrir smyglið, en að sá sem ákærður er fyrir skipulagningu þess, og hefur neitað sök, eigi að fá þyngri dóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
27.01.2020 - 21:02
Aukin kannabisneysla mikið áhyggjuefni
Kannabisneysla hefur aukist meðal fólk yfir þrítugu. Yfirlæknir fíknigeðdeildar á Landspítalanum segir efnið orðið sterkara og aðgengið betra. Dagreykingar hafa aukist hjá þeim sem yngri eru. 
22.01.2020 - 23:30
Myndskeið
30% fleiri ungmenni leita á LSH vegna lyfjaeitrunar
Nærri þrjátíu prósentum fleiri ungmenni leituðu á Landspítalann vegna lyfjaeitrunar í fyrra en 2018. Forstöðumaður bráðaþjónustu segir efnin vera að breytast, meira sé um kókaín og minna um sterk verkjalyf.
10.01.2020 - 19:55
Myndband
Tveir áfrýjuðu strax dómi í stóra amfetamínmálinu
Þrír menn voru dæmdir í sex og sjö ára fangelsi í dag fyrir að framleiða rúmlega átta og hálft kíló af amfetamíni. Tveir þeirra voru þá einnig dæmdir fyrir umfangsmikla kannabisræktun. Verjandi eins þeirra segir bæði sakfellinguna og þyngd dómsins hafa komið á óvart.
Myndskeið
Hafa haldlagt fjórfalt meira af hörðum efnum en í fyrra
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á um sextíu kíló af hörðum fíkniefnum í ár sem er fjórfalt meira en í fyrra. Bregðast þarf við með aukinni toll- og löggæslu að mati lögreglufulltrúa.
30.11.2019 - 19:15
Vill sex og átta ára fangelsi að lágmarki
Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Alvari Óskarssyni, Einari Einarssyni og þriðja manni krefst sakfellingar yfir mönnunum þremur vegna amfetamín- og kannabisframleiðslu. Málflutningur fór fram í morgun. Dagmar Ösp Vésteindsdóttir aðstoðarsaksóknari krafðist minnst átta ára fangelsis yfir Alvari og Einari, og minnst sex ára fangelsis yfir þriðja manninum.
19.11.2019 - 10:30
Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi
Héraðssakskónari óskar í dag eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum, sem handteknir voru við komuna til landsins með Norrænu í byrjun ágúst.
24.10.2019 - 11:33
Íslendingar fá kókaínið beint frá framleiðanda
Mikill styrkur kókaíns sem kemur til Íslands bendir til tengsla íslenskra glæpahópa í Suður-Ameríku beint við framleiðendurna. Kókaín sem lagt hefur verið hald á í ár gæti selst á upp undir tvo milljarða.
14.10.2019 - 21:51
Fréttaskýring
Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar á árinu
Sterkara kókaín en nokkru sinni flæðir nú til Íslands í áður óþekktu magni. Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar hafa komið upp á árinu. Þótt risastórar sendingar hafi verið teknar, hækkar verð ekkert, sem bendir til þess að framboðið sé enn nægt.
13.10.2019 - 19:31
Vilja afglæpavæða vörslu fíkniefna
Varsla neysluskammta fíkniefna verður ekki lengur refsiverð, verði frumvarp nokkurra þingmanna Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins að lögum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
08.10.2019 - 11:09
Þrjú fíkniefnamál komu upp á Lauf­skála­rétt
Þrjú fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi vestra um helgina en réttað var í Lauf­skála­rétt í Hjaltadal á laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um talsvert magn að ræða sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu.
Fundu tvö tonn af hassi neðansjávar
Spænska strandgæslan fann og lagði hald á tvö tonn af hassi á botni Miðjarðarhafsins. Þrjátíu og tveir hafa verið handteknir í tengslum við málið.
22.09.2019 - 20:26
Lögregla lagði hald á kannabis í söluumbúðum
Lögreglan á Norðurlandi vestra lagði í gær hald á tæplega áttatíu grömm af efni sem talið er kannabis í söluumbúðum. Efnið fannst þegar bíll var stöðvaður og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefnahundur aðstoðaði við fundinn en efnið var vandlega falið í vélarrými bílsins. Mennirnir sem voru í bílnum gista nú fangageymslur.
22.09.2019 - 13:13
Mættu í dómsal í fylgd lögreglu
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli tóku ekki afstöðu til sakargifta við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur sakborninga krefjast þess að fá í hendur afrit af hlerunum lögreglu en ákæruvaldið vill ekki verða við því.
Þriðjungur hefur prófað kannabis
Þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu hefur neytt eða prófað kannabis eða gras. Helmingur fólks á aldrinum 18 ára til 29 ára hefur neytt eða prófað kannabis. Nærri níu af hverjum tíu, eða um 87 prósent, telja kannabis skaðlegt heilsu og um helmingur telur efnið mjög skaðlegt. Rúmlega tólf prósent telja að kannabis sé ekki skaðlegt. 
18.09.2019 - 07:05
Myndskeið
Veittu hinum grunuðu eftirför fyrir handtöku
Mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir stórfellda framleiðslu á amfetamíni lögðu mikið á sig til að hylja slóð sína. Mál þeirra verður tekið fyrir í héraðsdómi í lok næstu viku.
13.09.2019 - 10:26
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19
Tollarar lagt hald á 90% meira af kókaíni
Lögregla og tollarar í Brasilíu hafa lagt hald á 90 prósentum meira af kókaíni á fyrstu sex mánuðum ársins en sama tíma í fyrra. Stærstur hluti fíkniefnanna fannst á flugvelli í suðurhluta landsins.