Færslur: Fíkniefni

Tveir handteknir grunaðir um fíkniefnasölu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum á föstudag. Tveir þeirra eru grunaðir um fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umdæminu.
27.07.2020 - 10:19
20 mánaða dómur fyrir MDMA-smygl
23 ára gömul íslensk kona var um miðjan mánuðinn dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hún var með tæpt kíló af MDMA-dufti , en talið er að hægt hefði verið að framleiða 7.891 MDMA-töflu úr efninu. Konan faldi efnið innanklæða, innvortis og í farangri sínum.
25.07.2020 - 11:01
Morgunútvarpið
„Það biður enginn um að verða háður fíkniefnum“
Fjögur félög heilbrigðisstétta innan BHM sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Frumvarpið  var fellt á Alþingi í lok júní. Félögin harma þá óvissu sem viðkvæmur hópur fíkniefnaneytenda býr við.
08.07.2020 - 13:45
Öll dæmd til fangelsisvistar í Hvalfjarðargangamálinu
Fimm karlar og ein kona voru sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í febrúar og fyrir að valda mengunarhættu þegar þau losuðu dópúrganginn út í náttúruna. Sakborningarnir voru ekki viðstaddir dómsuppsögu í dag.
08.07.2020 - 10:23
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Afstaða styður frumvarp um afglæpavæðingu
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna.
29.06.2020 - 00:48
Geymdu fíkniefni í stuðaranum
Árvekni lögreglumanns á Suðurnesjum sem var á frívakt leiddi til þess að tveir menn sem grunaðir eru um vörslu og sölu fíkniefna voru í síðustu viku staðnir að verki og handteknir.  
Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Lögregla stöðvaði kannabisræktun í Árbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nú í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ og var lagt hald á tæplega 130 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar.
Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.
Myndskeið
Aukið ofbeldi og harka í fíkniefnaheiminum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur að hægt sé að tengja aukið ofbeldi og hörku í fíkniefnaheiminum með beinum hætti við ástandið sem nú ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Þetta sagði hún á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Hrun í flugi hefur engin áhrif á fíkniefnamarkaðinn
Lögregla og tollur hafa aukið eftirlit með mögulegu fíkniefnasmygli á sjó eftir að flug nánast lagðist af. Framboð á sterkum fíkniefnum hefur ekkert minnkað í ástandinu, að sögn lögreglu.
24.04.2020 - 18:48
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Fimm grunuð um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu
Fimm-menningarnir sem voru handteknir í og við Hvalfjarðargöngin á laugardag eru grunaðir um umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Þeir eru allir nema einn erlendir ríkisborgarar og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á að minnsta kosti sjö stöðum í tengslum við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Stóra kókaínmálið
Vilja að tekið verði tillit til ungs aldurs sakborninga
Verjendur þremenninganna sem ákærðir eru fyrir smygl á 16,2 kílóum af kókaíni til landsins í maí, krefjast allir sýknu, en vægustu refsingar til vara. Mennirnir eru 21 til 23 ára og vilja verjendur þeirra að tekið verði tillit til þess við ákvörðun refsingar. Saksóknari telur átta ár hæfilegan dóm fyrir smyglið, en að sá sem ákærður er fyrir skipulagningu þess, og hefur neitað sök, eigi að fá þyngri dóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
27.01.2020 - 21:02
Aukin kannabisneysla mikið áhyggjuefni
Kannabisneysla hefur aukist meðal fólk yfir þrítugu. Yfirlæknir fíknigeðdeildar á Landspítalanum segir efnið orðið sterkara og aðgengið betra. Dagreykingar hafa aukist hjá þeim sem yngri eru. 
22.01.2020 - 23:30
Myndskeið
30% fleiri ungmenni leita á LSH vegna lyfjaeitrunar
Nærri þrjátíu prósentum fleiri ungmenni leituðu á Landspítalann vegna lyfjaeitrunar í fyrra en 2018. Forstöðumaður bráðaþjónustu segir efnin vera að breytast, meira sé um kókaín og minna um sterk verkjalyf.
10.01.2020 - 19:55
Myndband
Tveir áfrýjuðu strax dómi í stóra amfetamínmálinu
Þrír menn voru dæmdir í sex og sjö ára fangelsi í dag fyrir að framleiða rúmlega átta og hálft kíló af amfetamíni. Tveir þeirra voru þá einnig dæmdir fyrir umfangsmikla kannabisræktun. Verjandi eins þeirra segir bæði sakfellinguna og þyngd dómsins hafa komið á óvart.
Myndskeið
Hafa haldlagt fjórfalt meira af hörðum efnum en í fyrra
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á um sextíu kíló af hörðum fíkniefnum í ár sem er fjórfalt meira en í fyrra. Bregðast þarf við með aukinni toll- og löggæslu að mati lögreglufulltrúa.
30.11.2019 - 19:15
Vill sex og átta ára fangelsi að lágmarki
Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Alvari Óskarssyni, Einari Einarssyni og þriðja manni krefst sakfellingar yfir mönnunum þremur vegna amfetamín- og kannabisframleiðslu. Málflutningur fór fram í morgun. Dagmar Ösp Vésteindsdóttir aðstoðarsaksóknari krafðist minnst átta ára fangelsis yfir Alvari og Einari, og minnst sex ára fangelsis yfir þriðja manninum.
19.11.2019 - 10:30
Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi
Héraðssakskónari óskar í dag eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum, sem handteknir voru við komuna til landsins með Norrænu í byrjun ágúst.
24.10.2019 - 11:33
Íslendingar fá kókaínið beint frá framleiðanda
Mikill styrkur kókaíns sem kemur til Íslands bendir til tengsla íslenskra glæpahópa í Suður-Ameríku beint við framleiðendurna. Kókaín sem lagt hefur verið hald á í ár gæti selst á upp undir tvo milljarða.
14.10.2019 - 21:51
Fréttaskýring
Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar á árinu
Sterkara kókaín en nokkru sinni flæðir nú til Íslands í áður óþekktu magni. Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar hafa komið upp á árinu. Þótt risastórar sendingar hafi verið teknar, hækkar verð ekkert, sem bendir til þess að framboðið sé enn nægt.
13.10.2019 - 19:31