Færslur: Fíkniefni

Fjórir í gæsluvarðhald vegna stórs fíkniefnamáls
Fjórir voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Ógnaði konu með hnífi og rændi farsíma hennar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt, eitthvað var um ölvun, slys, innbrot og gripdeildir. Einn gistir fangageymslur eftir hópslagsmál í miðborginni og lögreglan handtók mann sem hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni farsíma.
Fékk fjórtán mánaða dóm fyrir innflutning kókaíns
Erlendur ríkisborgari var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir innflutning fíkniefna. Maðurinn flutti inn tæpt kíló af kókaíni með flugi frá Mílanó á Ítalíu hingað til lands í maí á þessu ári.
Sjónvarpsfrétt
Fundu mikið af óalgengu fíkniefni í skólpinu
Mikið af ólöglegu, slævandi efni mældist í fráveitukerfum hér á landi í umfangsmikilli rannsókn ástralskrar rannsóknarstofu og Háskóla Íslands. Það mældist í háum styrk á hverjum einasta degi sem rannsóknin var gerð og mun hærri styrk en í öðrum löndum.
09.07.2022 - 19:38
Tóku 30 kíló af fíkniefnum í Norrænu
Lögregla lagði hald á þrjátíu kíló af fíkniefnum í Norrænu við Seyðisfjörð í síðusta mánuði. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið amfetamín sem fannst í bíl í Norrænu 16. júní.
Sjónvarpsfrétt
Saurmenguð fíkniefni drýgð með rottueitri og ormalyfjum
Fjölmörg dæmi eru um að fíkniefnum sé blandað saman við ormalyf, rottueitur eða hjartalyf, áður en þau fara í sölu. Stærstur hluti þeirra er fluttur til landsins innvortis í gegnum alþjóðaflugvelli. Lögreglustjórinn á Suðurnesum segist varla muna eftir öðrum eins fíkniefnainnflutningi og það sem af er ári.
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
30 handtökur og 40 rassíur vegna kókaínsmyglhrings
Lögregluembætti í Suður-Ameríku og Evrópu gerðu rassíur á fjörutíu stöðum og handtóku um þrjátíu manns í Brasilíu og á Spáni í vikunni í tengslum við umfangsmikla lögregluaðgerð á vegum Europol. Hald var lagt á mikið magn fíkniefna, skotvopna og reiðufjár.
18.02.2022 - 10:26
Kókaínið streymir til Rotterdam
Tollverðir í Rotterdam í Hollandi hafa að undanförnu lagt hald á 1,6 tonn af kókaíni sem kom til landsins í vörugámum frá Suður-Ameríku. Söluandvirði efnisins er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna.
Stöðvuðu smygl á 30 kílóum af marijúana í desember
Tollverðir og lögregla lögðu hald á samtals þrjátíu kíló af marijúana á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði. Efnið fannst í tveimur töskum með tæplega viku millibili, og kom önnur þeirra frá Þýskalandi en hin frá Kanada. Frá þessu er greint á vísi.is. Þar segir að þetta séu stærstu tilraunir til marijúanasmygls sem uppgötvast hafa á þessu ári.
Lögreglurannsókn hafin í Texas á dauða tónleikagesta
Glæparannsókn er hafin í Texas vegna andláts átta ungmenna á tónleikum rapparans Travis Scott í Houstonborg á föstudagskvöldið. Þau látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára.
07.11.2021 - 03:38
Spegillinn
Meirihluti vill ekki refsa fyrir neysluskammta
Afstaða fólks til þess hvort varsla á neysluskömmtum fíkniefna skuli gerð refsilaus hefur breyst. Meirihluti aðspurðra var því fylgjandi í könnun sem gerð var í ár og var það í fyrsta sinn. Landsmenn hafa mestar áhyggjur af kynferðisbrotum. Þau telja tæp 30% alvarlegustu brotin, um 26% nefna efnahagsbrot og 23 prósent fíkniefnabrot.
Hald lagt á um 100 kíló af marijúana á fyrri hluta árs
Lögregla og tollgæsla lagði hald á rúmlega 96 og hálft kíló af marijúana á fyrri hluta ársins 2021. Það er meira en hald var lagt á allt árið í fyrra og umtalsvert meira en undanfarin ár.
Rúmlega tvöfalt meira haldlagt af maríjúana
Rúmlega tvöfalt magn af marijúana hefur verið haldlagt hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og tollyfirvöldum það sem af er ári miðað við allt árið í fyrra.
22.10.2021 - 12:34
Duterte vinnur ekki með Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir af og frá að hann aðstoði Alþjóðlega sakamáladómstólinn við rannsókn á stríði hans gegn fíkniefnum. Lögfræðingur hans segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu.
Fjórir saman í óhappi á vespu
Nokkuð var um fíkniefnamisferli síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að einhverjum virtist verulega í nöp við kyrrstæða bifreið eða mögulega eiganda hennar. Þá varð óhapp í Kópavogi sem taldi eina vespu og fjóra ferðalanga. 
04.08.2021 - 07:24
Neysla áfengis og fíkniefna eykst í Covid
Aldrei hafa fleiri dáið úr ofneyslu eiturlyfja í Bandaríkjunum en í fyrra og dauðsföllum vegna sjúkdóma tengdum ofneyslu áfengis fjölgaði um tuttugu prósent í Bretlandi á síðasta ári miðað við árið þar á undan.
17.07.2021 - 12:18
Hafa upprætt kannabisefni fyrir tugi milljóna króna
Lögreglan hefur að undanförnu leyst upp fimm kannabisframleiðslur og haldlagt kannabisefni, sem metið er að andvirði 90 milljóna króna. Alls hafa fimm einstaklingar stöðu sakbornings í málunum.
Telur að aðgerðir Europol muni hafa áhrif hér
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, telur að umfangsmiklar lögregluaðgerðir Europol í gær komi til með að hafa áhrif á glæpahópa hér á landi en þeir eru taldir vera um fimmtán talsins. Um 800 glæpamenn voru handteknir í gær, þar af 155 í Svíþjóð, í umfangsmestu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið í á sviði dulkóðaðra glæpa. Það voru löggæslustofnanir nítján landa í samstarfi við Europol sem stóðu fyrir aðgerðunum.
08.06.2021 - 18:29
Óttast að afglæpavæðing leiði til aukinnar neyslu
Uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur varar við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og telur að það leiði til aukinnar neyslu meðal barna- og ungmenna.
18.05.2021 - 13:15
Hátt í þrjátíu umsagnir um frumvarp um afglæpavæðingu
Hátt í þrjátíu umsagnir bárust velferðarnefnd Alþingis út af frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Læknafélag Íslands og lögreglustjórar gjalda varhug við þessum breytingum en Rauði krossinn og Barnaheill styðja frumvarpið.
11.05.2021 - 21:45
Örskýring
Hvað gerist ef Svandís afglæpavæðir neysluskammta?
Árið 1997, þegar áætlun um að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2002, bjóst enginn við því að ofneysla á fíkniefnum yrði enn þá vandamál á Íslandi í dag, árið 2021. Stjórnvöld voru hins vegar fljót að bregðast við og nú, aðeins 19 árum eftir að það var ljóst að markmiðið myndi ekki nást, hefur heilbrigðisráðherra lagt fram frumvarp með það yfirlýsta markmið að stíga skref í þá átt að taka á vanda fíkla í heilbrigðiskerfinu frekar en í dómskerfinu.
07.05.2021 - 14:32
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Lögðu hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið lagt hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum og stöðvað ræktun á slíkum efnum á fjórum stöðum. Efnin voru bæði ætluð til dreifingar og sölu.
Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.