Færslur: Fíkniefni

Duterte vinnur ekki með Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir af og frá að hann aðstoði Alþjóðlega sakamáladómstólinn við rannsókn á stríði hans gegn fíkniefnum. Lögfræðingur hans segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu.
Fjórir saman í óhappi á vespu
Nokkuð var um fíkniefnamisferli síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að einhverjum virtist verulega í nöp við kyrrstæða bifreið eða mögulega eiganda hennar. Þá varð óhapp í Kópavogi sem taldi eina vespu og fjóra ferðalanga. 
04.08.2021 - 07:24
Neysla áfengis og fíkniefna eykst í Covid
Aldrei hafa fleiri dáið úr ofneyslu eiturlyfja í Bandaríkjunum en í fyrra og dauðsföllum vegna sjúkdóma tengdum ofneyslu áfengis fjölgaði um tuttugu prósent í Bretlandi á síðasta ári miðað við árið þar á undan.
17.07.2021 - 12:18
Hafa upprætt kannabisefni fyrir tugi milljóna króna
Lögreglan hefur að undanförnu leyst upp fimm kannabisframleiðslur og haldlagt kannabisefni, sem metið er að andvirði 90 milljóna króna. Alls hafa fimm einstaklingar stöðu sakbornings í málunum.
Telur að aðgerðir Europol muni hafa áhrif hér
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, telur að umfangsmiklar lögregluaðgerðir Europol í gær komi til með að hafa áhrif á glæpahópa hér á landi en þeir eru taldir vera um fimmtán talsins. Um 800 glæpamenn voru handteknir í gær, þar af 155 í Svíþjóð, í umfangsmestu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið í á sviði dulkóðaðra glæpa. Það voru löggæslustofnanir nítján landa í samstarfi við Europol sem stóðu fyrir aðgerðunum.
08.06.2021 - 18:29
Óttast að afglæpavæðing leiði til aukinnar neyslu
Uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur varar við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og telur að það leiði til aukinnar neyslu meðal barna- og ungmenna.
18.05.2021 - 13:15
Hátt í þrjátíu umsagnir um frumvarp um afglæpavæðingu
Hátt í þrjátíu umsagnir bárust velferðarnefnd Alþingis út af frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Læknafélag Íslands og lögreglustjórar gjalda varhug við þessum breytingum en Rauði krossinn og Barnaheill styðja frumvarpið.
11.05.2021 - 21:45
Örskýring
Hvað gerist ef Svandís afglæpavæðir neysluskammta?
Árið 1997, þegar áætlun um að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2002, bjóst enginn við því að ofneysla á fíkniefnum yrði enn þá vandamál á Íslandi í dag, árið 2021. Stjórnvöld voru hins vegar fljót að bregðast við og nú, aðeins 19 árum eftir að það var ljóst að markmiðið myndi ekki nást, hefur heilbrigðisráðherra lagt fram frumvarp með það yfirlýsta markmið að stíga skref í þá átt að taka á vanda fíkla í heilbrigðiskerfinu frekar en í dómskerfinu.
07.05.2021 - 14:32
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Lögðu hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið lagt hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum og stöðvað ræktun á slíkum efnum á fjórum stöðum. Efnin voru bæði ætluð til dreifingar og sölu.
Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.
Hæstiréttur vísar smyglmáli aftur til Landsréttar
Hæstiréttur vísaði í dag aftur til Landsréttar máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnalagabroti. Maður var ákærður árið 2017 fyrir að hafa tekið þátt í að flytja hingað til lands ellefu og hálfan lítra af vökva með amfetamínbasa.
Myndskeið
Óttast að ofsóknaróður sonur sinn muni skaða aðra
Móðir manns sem hefur verið í mikilli neyslu í 20 ár óttast að hann eigi eftir að skaða aðra. Hann sé haldinn ofsóknaræði og gangi um með hníf. Öll hugsanleg úrræði hafi verið reynd, án árangurs. Móðir hans kallar á hjálp, en segir að það sé syni sínum ekki til góðs að lengja líf hans eins og það er núna.
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna
Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður gæsluvarðhald til 12. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Kveikur
„Ha, er hún dáin?“
Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir lést á heimili kærasta síns sunnudaginn 22. september 2019. Hún var nýorðin nítján ára. Í fyrstu héldu aðstandendur Perlu að andlátið hefði verið slys.
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkni­efni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.
Faraldur fíkniefnadauða í Skotlandi
Sjötta árið í röð eru andlát í Skotlandi vegna fíkniefnaneyslu hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru landi í Evrópu. Tæplega 300 af hverri milljón íbúa dó vegna fíkniefnaneyslu árið 2018, Svíþjóð er í öðru sæti en langt á eftir, þar er sambærilega dánartala þriðjungur af því sem hún er í Skotlandi.
18.12.2020 - 15:01
Malasíska strandgæslan fann metmagn af metamfetamíni
Strandgæsla Malasíu lagði í liðinni viku hald á rúmlega tvö tonn af metamfetamíni í bát sem eltur var uppi undan norðurströnd landsins. Er þetta stærsti fíkniefnafundur sem liðsmenn strandgæslunnar hafa gert frá því að hún var sett á laggirnar fyrir 15 árum. Efnið í lest bátsins var í 130 sekkjum sem merktir voru sem kínverskt te. Söluvirði þess er metið á sem svarar 3,3 milljörðum króna.
14.12.2020 - 03:24
Fulltrúadeildin samþykkir afglæpavæðingu kannabisefna
Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag að afglæpavæða kannabis og fjarlægja dóma fyrir brot tengd efninu af sakaskrá fólks ef ekki var um að ræða ofbeldisbrot.
04.12.2020 - 20:07
Fann 400 grömm af kókaíni í Heiðmörk
Útivistarmaður, sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn í Heiðmörk í gær gekk þar fram á sérkennilegan hlut sem við nánari athugun reyndist innihalda 400 grömm af kókaíni.
Spegillinn
Nær öll fíkniefnaviðskipti fara fram með snjallforriti
Í nýrri rannsókn á íslenska fíkniefnamarkaðinum kemur fram að auðvelt er að selja og nálgast vímuefni með því að nota snjallforrit. Þar kemur einnig fram að seljendur óttast ekki mikið afskipti lögreglu. Ágóðinn af sölunni vegi þyngra en afleiðingarnar. Félagsfræðingur sem gerði rannsóknina segir að um háar peningaupphæðir sé að ræða á íslenska fíkniefnamarkaðinum.
29.10.2020 - 17:00