Færslur: Fíkniefnaneysla

Spegillinn
Eftirspurn hverfur ekki þótt lögregla taki efnin
Prófessor í afbrotafræði telur að haldlagning lögreglu á miklu magni fíkniefna hafi óveruleg áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Hann segir að skoða þurfi hvað valdi aukinni eftirspurn. 
16.06.2022 - 10:59
Britney Spears gengur með sitt þriðja barn
Bandaríska söngkonan Britney Spears greindi frá því í gær að hún gengi með sitt þriðja barn. Fimm mánuðir eru síðan dómari kvað upp þann úrskurð að Spears fengi fullt sjálfræði eftir að hafa verið undir stjórn lögráðamanna í þrettán ár.
Mörg hundruð á biðlista á Vogi ― 12 hafa látist í ár
Tæplega 700 bíða eftir að komast í áfengis- og fíknimeðferð á Vogi sem er mesti fjöldi í um þrjú ár og hlutfall þeirra sem eru með ópíóíðafíkn hefur hækkað. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir til mikils að vinna að stytta biðlista, fíkn sé lífshættulegur sjúkdómur og það sem af er þessu ári hafi 12 sjúklingar af Vogi látist.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Fyrrum leyniskytta framdi fjöldamorð í Flórída
Fyrrverandi leyniskytta í Bandaríkjaher skaut fernt til bana í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi ódæðið.
06.09.2021 - 04:49
Viðtal
Kókaínneysla fylgir stöðu heimsfaraldurs
Neysla kókaíns jókst á höfuðborgarsvæðinu frá 2017-2019 og sömu sögu má segja um neyslu amfetamíns og metamfetamíns. Kókaínneyslan dróst þó saman í júní í fyrra sem má rekja til stöðu heimsfaraldursins á þeim tíma. Þetta sýna niðurstöður doktorsritgerðarinnar Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sem Arndís Sue Ching Löve varði fyrir helgi við læknadeild Háskóla Íslands. Arndís sagði frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
07.06.2021 - 21:59
Myndskeið
Óttast að ofsóknaróður sonur sinn muni skaða aðra
Móðir manns sem hefur verið í mikilli neyslu í 20 ár óttast að hann eigi eftir að skaða aðra. Hann sé haldinn ofsóknaræði og gangi um með hníf. Öll hugsanleg úrræði hafi verið reynd, án árangurs. Móðir hans kallar á hjálp, en segir að það sé syni sínum ekki til góðs að lengja líf hans eins og það er núna.
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja á fót 12 rýma hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Þetta er fólk sem glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Verkefnahópur sem settur var á fót í vor, komst að þeirri niðurstöðu að það væri brýn þörf fyrir sértækt úrræði því þessi hópur fengi ekki fullnægjandi þjónustu í dag. 
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag. 
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 
Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.
Vonleysi ríkir meðal fíkla sem komast ekki í meðferð
Forráðamenn meðferðarheimilanna í Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti hafi þungar áhyggjur af þeim sem ekki komast í áfengis- og vímuefnameðferð vegna samkomubanns. Fleiri hringja í Krýsuvík og í verra ástandi en áður. Vonleysi ríkir meðal þeirra sem bíða þess að komast í áfengis- og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti.
Vill að velferðarnefnd fjalli um viðbrögð vegna andláts
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að velferðarnefnd Alþings fjalli um viðbrögð yfirvalda þegar lögregla hefur afskipti af veiku fólki og hvort heilbrigðisyfirvöld eigi frekar að sinna því. Lögregustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir verið að ræða athuga ýmsir leiðir í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. 
Aukin kannabisneysla mikið áhyggjuefni
Kannabisneysla hefur aukist meðal fólk yfir þrítugu. Yfirlæknir fíknigeðdeildar á Landspítalanum segir efnið orðið sterkara og aðgengið betra. Dagreykingar hafa aukist hjá þeim sem yngri eru. 
22.01.2020 - 23:30
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Spice sýnir mikilvægi samvinnu gegn fíkniefnavandanum
Tilkoma fíkniefnisins spice á markað hér á landi sýnir mikilvægi þess að ráðuneyti vinni saman og samræði aðgerðir sínar gegn fíkniefnavandanum. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðerra. Ráðherrahópur hefur ákveðið að stofna stýrihóp um þetta og er það gert að tillögu Svandísar.
22.11.2019 - 08:31
Spegillinn
Stórt skref fyrir Ísland að fá neyslurými
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Neyslurými eru ekki ný af nálinni. Áætlað er að þau séu um 90 talsins víða um heim. Í Danmörku eru rekin fimm neyslurými og tvö í Noregi.
Þriðjungur hefur prófað kannabis
Þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu hefur neytt eða prófað kannabis eða gras. Helmingur fólks á aldrinum 18 ára til 29 ára hefur neytt eða prófað kannabis. Nærri níu af hverjum tíu, eða um 87 prósent, telja kannabis skaðlegt heilsu og um helmingur telur efnið mjög skaðlegt. Rúmlega tólf prósent telja að kannabis sé ekki skaðlegt. 
18.09.2019 - 07:05
Þriggja sólahringa útsendingu lokið
Þriggja daga maraþonútsendingu RÚV núll og Ung RÚV er lokið. Ætlunin með útsendingunni var að vekja athygli á fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi og á átakinu Eitt líf, sem samtökin Á allra vörum leggja lið í ár. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll segir að þakklæti sé henni efst í huga eftir útsendinguna.
Samræma aðgerðir vegna misnotkunar lyfja
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ætla að óska eftir því að ráðherrar komi saman og fari með markvissum hætti yfir hvað er verið að gera til að sporna við misnotkun á lyfjum og hvort fjármunum sé varið með réttum hætti þegar kemur að vímuefnavandanum. Þá þurfi að greina betur hvað stjórnvöld þurfi að gera í málaflokknum.
13.09.2019 - 10:37
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Þrír dáið á árinu vegna kókaíns
Talið er að rekja megi tuttugu og sex dauðsföll frá ársbyrjun til júlíloka til misnotkunar lyfja. Kókaín greindist í þremur hinna látnu.
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19