Færslur: Fíkniefnalagabrot

Níundi blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var myrtur í norðvesturhluta Mexíkó samkvæmt tilkynningum yfirvalda og hópa aðgerðasinna. Blaðamaðurinn er sá níundi úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingjahendi á þessu ári.
Spegillinn
Meirihluti vill ekki refsa fyrir neysluskammta
Afstaða fólks til þess hvort varsla á neysluskömmtum fíkniefna skuli gerð refsilaus hefur breyst. Meirihluti aðspurðra var því fylgjandi í könnun sem gerð var í ár og var það í fyrsta sinn. Landsmenn hafa mestar áhyggjur af kynferðisbrotum. Þau telja tæp 30% alvarlegustu brotin, um 26% nefna efnahagsbrot og 23 prósent fíkniefnabrot.
Tveir eftirlýstir vegna hnífaárásar í Þrándheimi
Tveir menn eru grunaðir um að hafa sært tvítugan mann illa með hnífi í Møllenberg hverfinu í Þrándheimi í gærkvöldi. Lögregla veit hverjir þeir eru og hefur lagt fram ákæru.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Grunuð um fíkniefnasölu og peningaþvætti á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók á miðvikudag karl og konu vegna gruns um sölu fíkniefna. Rannsókn málsins er á frumstigi en þau eru einnig grunuð um peningaþvætti og brot á barnaverndarlögum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald vegna málsins.
18.06.2021 - 14:13
Lögðu hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið lagt hald á hátt í 200 kíló af kannabisefnum og stöðvað ræktun á slíkum efnum á fjórum stöðum. Efnin voru bæði ætluð til dreifingar og sölu.
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkni­efni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.
Fjórir handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu á Akureyri
Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
25.11.2020 - 11:23
Leitarhundur lögreglu fann fíkniefni fyrir tilviljun
Buster, leitarhundur lögreglunnar á Suðurnesjum, fann um helgina fíkniefni fyrir hálfgerða tilviljun. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar verið var að viðra Buster á vegslóða við Reykjanesbraut hafi hann vakið athygli lögreglumanns á bíl sem var kyrrstæður á slóðanum. Hundurinn hafi meðal annars tekið eftir álpappír við bílinn. 
01.09.2020 - 10:23
Tveir ákærðir fyrir amfetamínframleiðslu í heimahúsi
Héraðssaksóknari hefur ákært Matthías Jón Karlsson og litháískan ríkisborgara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir er ákærðir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslu sinni rúm 11 kíló og 3,3 milllítra af amfetamíni ætluðu til sölu og dreifingar. Matthías Jón var dæmdur í fyrra í Bitcoin-málinu, svokallaða, og bíður afplánunar.