Færslur: Fiji

Kína vonast eftir samningi við eyríki á Suður-Kyrrahafi
Utanríkisráðherra Kína hyggst funda með ráðamönnum tíu eyríkja á Kyrrahafi síðar í dag. Fundurinn er liður í átaki kínverskra stjórnvalda til að efla diplómatísk tengsl í heimshlutanum. Leynilegur samningur um frekari ítök Kínverja liggur á borðinu.
30.05.2022 - 04:10
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Fiji sendir friðargæslulið til Salómonseyja
Stjórnvöld á Fiji ætla að senda 50 hermenn til liðs við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að aðstoða yfirvöld á Salómonseyjum við að halda uppi lögum og reglum á eyjunum. Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fiji, greindi frá þessu árla mánudags þar eystra. Með liðsaukanum frá Fiji verður mannafli friðargæsluliðsins, sem lýtur stjórn Ástrala, um 200 manns. Meirihlutinn ástralskur, en rúmlega þrjátíu koma frá nágrannaríkinu Papúa Nýju-Gíneu.
29.11.2021 - 02:24
Fiji afléttir takmörkunum vegna faraldursins
Stjórnvöld á Fiji-eyjum tilkynntu í dag að felldar verði úr gildi allar takmarkanir vegna heimsfaraldursins og leyfa ferðalög til og frá landinu. Forsætisráðherra landsins, Frank Bainimarama, segir þetta mögulegt í ljósi þess að 80 prósent fullorðinna íbúa landsins hafa nú fengið báða skammtana af bóluefni gegn COVID-19 og það þremur vikum á undan áætlun.
09.10.2021 - 08:51
Bólusetningarskylda á Fiji: Engin stunga - ekkert starf
No jabs, no job, eða engin stunga, ekkert starf - þannig hljóðar nýtt slagorð stjórnvalda á Kyrrahafseyríkinu Fiji, eða skilyrði öllu heldur, því þessu á að framfylgja af hörku. Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fiji, tilkynnti að allir opinberir starfsmenn sem ekki hafa verið bólusettir með einum skammti af bóluefni gegn Covid 19 fyrir 15. ágúst verði sendir í ólaunað leyfi frá þeim degi, og reknir, verði þeir ekki búnir að verða sér úti seinni skammtinn fyrir 1. nóvember.
09.07.2021 - 03:44
Öllum skipað að fara í skjól á Fiji-eyjum
Öllum íbúum Fiji-eyja hefur verið skipað að koma sér í skjól, en fellibylurinn Yasa er við það að bresta þar á, sem fimmta stigs bylur. 
17.12.2020 - 09:09
Erlent · Eyjaálfa · Fiji
Fellibyljir við Fiji og Tonga
Mikill viðbúnaður er á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Yasa sem stefnir þangað, en hann hefur færst í aukana og telst nú fimmta stigs fellibylur.
16.12.2020 - 08:27
Erlent · Eyjaálfa · Fiji · Tonga
Slóð eyðileggingar eftir fellibylinn Harold
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.
08.04.2020 - 08:59
Tveir létust í storminum á Fiji
Tveir létust og yfir 2.500 þurftu að flýja heimili sín þegar hitabeltisstormurinn Sarai gekk yfir Fiji-eyjar í gær og nótt. Stormurinn mjakast nú á haf út en skilur eftir sig slóð eyðileggingar. Fjöldi húsa eyðilagðist, uppskera spilltist og tré ýmist kubbuðust í sundur eða rifnuðu upp með rótum þegar Sarai hamaðist á eyjunum af ógnarkrafti. Rafmagn fór víða af og fjöldi ferðafólks komst ekki leiðar sinnar þar sem öllum flugferðum var aflýst þegar mest gekk á.
29.12.2019 - 06:35
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Hitabeltisstormur hamast á Kyrrahafsparadís
Nærri 2.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum og eins manns er saknað í hitabeltisstormi sem hamast á Fijieyjum á sunnanverðu Kyrrahafi. Stormurinn, sem kallast Sarai, hefur þegar valdið miklum skemmdum á mannvirkjum og uppskeru, tré hafa kubbast í sundur og rifnað upp með rótum og rafmagn farið af stórum svæðum. Sterkustu hviður fara vel yfir 40 metra á sekúndu og úrhellisrigningin sem fylgir storminum veldur töluverðum flóðum.
28.12.2019 - 05:47
Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36