Færslur: Fiji

Öllum skipað að fara í skjól á Fiji-eyjum
Öllum íbúum Fiji-eyja hefur verið skipað að koma sér í skjól, en fellibylurinn Yasa er við það að bresta þar á, sem fimmta stigs bylur. 
17.12.2020 - 09:09
Erlent · Eyjaálfa · Fiji
Fellibyljir við Fiji og Tonga
Mikill viðbúnaður er á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Yasa sem stefnir þangað, en hann hefur færst í aukana og telst nú fimmta stigs fellibylur.
16.12.2020 - 08:27
Erlent · Eyjaálfa · Fiji · Tonga
Slóð eyðileggingar eftir fellibylinn Harold
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.
08.04.2020 - 08:59
Tveir létust í storminum á Fiji
Tveir létust og yfir 2.500 þurftu að flýja heimili sín þegar hitabeltisstormurinn Sarai gekk yfir Fiji-eyjar í gær og nótt. Stormurinn mjakast nú á haf út en skilur eftir sig slóð eyðileggingar. Fjöldi húsa eyðilagðist, uppskera spilltist og tré ýmist kubbuðust í sundur eða rifnuðu upp með rótum þegar Sarai hamaðist á eyjunum af ógnarkrafti. Rafmagn fór víða af og fjöldi ferðafólks komst ekki leiðar sinnar þar sem öllum flugferðum var aflýst þegar mest gekk á.
29.12.2019 - 06:35
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Hitabeltisstormur hamast á Kyrrahafsparadís
Nærri 2.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum og eins manns er saknað í hitabeltisstormi sem hamast á Fijieyjum á sunnanverðu Kyrrahafi. Stormurinn, sem kallast Sarai, hefur þegar valdið miklum skemmdum á mannvirkjum og uppskeru, tré hafa kubbast í sundur og rifnað upp með rótum og rafmagn farið af stórum svæðum. Sterkustu hviður fara vel yfir 40 metra á sekúndu og úrhellisrigningin sem fylgir storminum veldur töluverðum flóðum.
28.12.2019 - 05:47
Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36