Færslur: fifa

Leysir frá skjóðunni um spillingu FIFA
Jack Warner, fyrrverandi varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ætlar að leysa frá skjóðunni - og upplýsa um spillingarmál innan sambandsins. Hann segist óttast um líf sitt. Warner er einn þeirra sem sæta spillingarákæru bandarísku alríkislögreglunnar sem rannsakar FIFA.
04.06.2015 - 12:31
Erlent · fifa
Heimsgluggi Boga: Spillingadans FIFA
Kosningabaráttan er komin á fullt í Danmörku enda hálfur mánuður í kosningar. Bogi lýsti framgangi mála þar í Heimsglugga dagsins og reifaði nýjustu atriði í spillingamáli FIFA. Þá ræddi hann andlát Charles Kennedy, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata í Bretlandi.
04.06.2015 - 10:27
Óttast um líf sitt vegna spillingarmála
Jack Warner, fyrrverandi varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, ætlar að leysa frá skjóðunni og upplýsa um spillingarmál innan sambandsins. Í myndbandi sem hann birti í morgun, segist hann óttast um líf sitt.
04.06.2015 - 10:12
Interpol á eftir FIFA-mönnum
Interpol hefur lýst eftir tveimur fyrrum stjórnarmönnum FIFA og fjórum stjórnendum markaðsfyrirtækja í Suður-Ameríku. Ástæðan er grunur um þátttöku þeirra í skipulagðri glæpastarfsemi, samsæri og spillingu.
03.06.2015 - 10:37
Blatter í sigtinu hjá FBI
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á spillingu innan alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, beinist ekki síst, og jafnvel einna helst, að Sepp Blatter, forseta sambandsins síðustu 17 árin.
03.06.2015 - 05:51
Erlent · Afríka · Evrópa · Norður Ameríka · Íþróttir · HM · fifa
Veðbankar telja Platini líklegastan
Michele Platini, forseta evrópska knattspyrnusambands, er líklegasti arftaki Sepp Blatter samkvæmt veðbönkum. Blatter sagði af sér í dag eftir að hafa verið endurkjörin um liðna helgi.
02.06.2015 - 19:20
Sepp Blatter segir af sér
Sepp Blatter hefur sagt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Hann var endurkjörin um helgina en hann hefur hlotið harða gagnrýni eftir upp komst um víðtæka spillingu innan samtakanna.
02.06.2015 - 17:11
FIFA: S-Afríka reiddi fram fúlgur fjár
Suðurafríska knattspyrnusambandið hefur gengist við því að það hafi borgað Jack Warner, einum þeirra sem spillingarmál Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hverfast um, tíu milljónir Bandaríkjadala 1,3 milljarða króna en neitar því að þetta hafi verið mútur.
01.06.2015 - 15:47
Blatter verður yfirheyrður
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, verður kallaður til yfirheyrslu ásamt níu öðrum fulltrúum FIFA vegna spillingarannsóknar svissneskra yfirvalda. Greint er frá þessu í sunnudagsútgáfu Lundúnablaðsins Times í dag.
31.05.2015 - 14:51
Breskir bankar rannsaka FIFA
Tveir breskir bankar hafa hafið rannsókn á því hvort mútugreiðslur til og frá háttsettum fulltrúum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA hafi farið um þá. Sjö háttsettir fulltrúar sambandsins voru handteknir og sakaðir um spillingu í síðustu viku.
31.05.2015 - 10:38
Ætla ekki að hafa samskipti við Blatter
Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hafa nein samskipti við Sepp Blatter - sem var endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. Englendingar ætla að keppa á mótum FIFA en sækjast ekki eftir að halda nokkur mót sambandsins meðan Blatter er forseti.
30.05.2015 - 18:45
Blatter fordæmir hatursáróður UEFA
Sepp Blatter, sem var endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær, segist hissa á málshöfðun bandarískra dómstóla gegn sjö háttsettum embættismönnum sambandsins en þeir eru grunaðir um mútuþægni og spillingu.
30.05.2015 - 08:37
Erlent · Evrópa · fifa
Blatter endurkjörinn forseti FIFA
Sepp Blatter var endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Zurich í Sviss í dag. Blatter fékk 133 atkvæði í kosningum sem dugðu ekki til sigurs og allt stefndi í að kjósa þyrfti aftur. Mótframbjóðandi hans, al-Hussain, dró framboð sitt til baka eftir að úrslit fyrri umferðar lágu fyrir.
29.05.2015 - 17:01
 · fifa
Blatter segist ábyrgur fyrir spillingunni
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, lýsti yfir ábyrgð á spillingunni innan sambandsins. Hann heitir því að endurheimta virðingu þess nái hann kjöri í kosningum til forseta sambandsins sem lýkur væntanlega á fimmta tímanum.
29.05.2015 - 15:37
Erlent · fifa
Sepp Blatter endurkjörinn forseti FIFA
Sepp Blatter var nú undir kvöld endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA á ársþingi samdsins í Zurich í Sviss. Hann situr því áfram í forsetastól eftir 17 ár í embætti.
29.05.2015 - 15:21
Blatter hvetur til samstöðu
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, hvatti til einingar og samstöðu við setningu þings sambandsins í Zurich í morgun.
29.05.2015 - 08:41
Erlent · Evrópa · fifa
Mbeki vísar á bug ásökunum um mútur
Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, vísaði í morgun á bug ásökunum um að stjórnvöld hefðu beitt mútum til að tryggja að landið fengi að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2010.
29.05.2015 - 08:17
Erlent · Afríka · fifa
Forseti FIFA kjörinn í dag
Forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, verður kosinn í dag í skugga atburða síðustu daga. Sjö núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn sæta ákærum um spillingu en þrátt fyrir það sækist yfirmaður þeirra eftir endurkjöri. BBC tók saman nokkur atriði varðandi kjörið í dag.
29.05.2015 - 05:57
SÞ fylgist vel með stöðu mála hjá FIFA
Sameinuðu þjóðirnar endurskoða nú samstarf sitt við Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, eftir ásakanir um stórfellda spillingu innan þess. Samstarf stofnananna felst í lýðheilsu, jafnrétti kynjanna og barnahjálp.
29.05.2015 - 00:41
KSÍ styður prinsinn Ali
„KSÍ er alveg samstíga forseta UEFA,“ segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ í samtali við RÚV en Michel Platini, forseti UEFA, hefur farið fram á það við Sepp Blatter að hann segi af sér og gefið út að sambandið styðji andstæðing hans, jórdanska prinsinn Ali bin al Hussain.
28.05.2015 - 13:43
Platini krefst afsagnar Blatter
Michel Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA hvetur Sepp Blatter forseta FIFA til að segja af sér vegna spillingarmála innan sambandsins. Hann gekk hart fram gegn Blatter á neyðarfundi FIFA í morgun. Blatter hefur þegar hafnað kröfu Platini.
28.05.2015 - 13:29
Gylfi skorar á KSÍ að velja rétta liðið
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands skorar á Knattspyrnusambandi Íslands að vera í „rétta liðinu“ og sjá til þess að Sepp Blatter, sitjandi formaður FIFA, nái ekki endurkjöri.
28.05.2015 - 12:20
Spillta moldvarpan sem felldi FIFA
Rannsókn á því sem bandaríski dómsmálaráðherrann Loretta Lynch kallar hömlulausa, kerfisbundna og djúpstæða spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA komst á skrið eftir ævintýralega eftirför lögreglu og vespu niður fimmtu breiðgötu á Manhattan fyrir fjórum árum.
28.05.2015 - 11:30
Heimsgluggi Boga: FIFA og Thorning-Schmidt
Af nógu var að taka í Heimsglugga Boga þessa vikuna. Sagt var frá boðuðum þingkosningum í Danmörku þann 18. júní og og rætt um meinta spillingu innan FIFA.
28.05.2015 - 11:18
Putin styður Sepp Blatter
Vladimir Putin, forseti Rússlands, fordæmir handtökur á yfirmönnum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Hann segir þetta lið í áætlun Bandaríkjamanna að hrekja Sepp Blatter úr forsetastóli FIFA.
28.05.2015 - 09:43