Færslur: Ferðaþjónustan

Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Gæti orðið lífgjafi ferðaþjónustunnar
Lagt er til í nýju frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis að stofnaður verði Ferðaábyrgðasjóður sem endurgreiði fólki pakkaferðir sem féllu niður á tímabilinu mars til júní. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar frumvarpinu og segir að það gæti bjargað ferðaskrifstofum frá falli.
Nú er hægt að sækja ferðagjafar-appið
Ferðagjafar-app stjórnvalda hefur nú verið gert aðgengilegt í snjallsíma og þar með er hægt að sækja ferðagjöfina. Frumvarp ferðamálaráðherra um 5.000 króna ferðagjöf stjórnvalda var samþykkt á Alþingi í síðustu viku og allir sem eru fæddir árið 2002 og fyrr og eru með íslenska kennitölu og skráð lögheimili hér á landi fá ferðagjöfina. Henni er ætlað að hvetja landsmenn til ferðalaga og styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 faraldursins.
19.06.2020 - 11:06
Play með nægt fjármagn til að fljúga í haust
Play hefur aðgang að nægilegu fjármagni til að fara í loftið og ætlar flugfélagið að hefja flug í haust. 
11.06.2020 - 06:40
Farþegar og áhafnir Icelandair munu bera grímur
Þeir sem munu ferðast með Icelandair frá og með 15. júní þurfa að bera andlitsgrímur. Það sama mun gilda um áhafnir flugvéla félagsins. Enginn matur verið borinn fram í vélum félagsins og þrif í þeim verða aukin.
09.06.2020 - 17:09
Binda miklar vonir við íslenskt ferðasumarið
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ferðaþjónustufyrirtæki bindi miklar vonir við að hægt verði að fá Íslendinga til að ferðast um landið í sumar. Ný könnun sýnir að ríflega 90 prósent landsmanna áforma að ferðast innanlands á næstu mánuðum.
26.05.2020 - 22:05
Búast við rúmlega fimm þúsund uppsögnum til viðbótar
Forsvarsmenn fyrirtækja telja að samdrátturinn vegna kórónuveirufaraldursins vari lengur en eitt ár og að 5.500 verði sagt upp til viðbótar þeim sem þegar hafa misst vinnuna. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulifsins. 
12.05.2020 - 13:13
Viðtal
Ætlar ekki að segja bönkunum fyrir verkum
„Ríkið getur að sjálfsögðu ekki gert þá kröfu á banka að fara í meiriháttar lánveitingar til fyrirtækja sem eru tæknilega gjaldþrota,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, um brúarlánin sem til stendur að veita fyrirtækjum sem eiga í rekstrarvanda vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir hún að á meðan Icelandair er að vinna í sínum málum, geti hún ekki svarað því hvort íslensk stjórnvöld ætli að koma fyrirtækinu til hjálpar með beinum hætti.
Kröfur upp á milljónir sem ekki fást endurgreiddar
„Ferðaskrifstofur og flugfélög búa vissulega við lausafjárskort en það það sama á við um fjölmarga neytendur sem hafa misst vinnuna eða eru í skertu starfshlutfalli. Að velta vanda eins yfir á aðra leysir ekkert,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.
COVID-19 farin að hafa áhrif á ferðaþjónustu við Mývatn
Útbreiðsla COVID-19 kórónaveirunnar er byrjuð að hafa áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segist hafa verulega áhyggjur af stöðunni.
28.02.2020 - 09:19
Önnur flugfélög stíga inn ef WOW fer á hausinn
Þrátt fyrir að óvissa um stöðu WOW air hafi neikvæð áhrif til skamms tíma munu önnur flugfélög stíga inn og fylla í gatið á markaðnum ef allt fer á versta veg. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum fulla trú á því að áfangastaðurinn muni bjóða upp á þau tækifæri að aðrir stíga inn mjög fljótt,“ segir hún.
Benedikt: Vandi ferðaþjónustunnar óháður vaski
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir að vandi ferðaþjónustunnar tengist fyrst og fremst styrkingu krónunnar. Hækkun virðisaukaskatts á næsta ári sé ekki vandamál. Þá sé vandi ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni óháður hækkuninni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að með því að hækka skatta á greinina grafi stjórnvöld undan markmiðum um að dreifa ferðamönnum betur um landið. Þá hafi stjórnvöld gengið gegn ráðleggingum AGS. Benedikt gefur lítið fyrir þessar ásakanir.
  •