Færslur: Ferðaþjónustan

Sjónvarpsfrétt
Landslag efnahagsmála gjörbreytt með ferðaþjónustu
Íslenska ferðaþjónustan skapar langmestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, staðan er orðin jafngóð og fyrir faraldur og horfurnar bjartar. Þetta segir ráðherra ferðamála. Hún segir landslag efnahagsmála gjörbreytt með tilkomu ferðaþjónustunnar.
200 skip, 200.000 ferðamenn og 600 milljónir
Búist er við svipuðum fjölda skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir í ár og fyrir faraldurinn. Búist er við enn fleirum á næsta ári og vísa hefur þurft skipum frá vegna plássleysis. Gangi áætlanir eftir fá hafnirnar um 600 milljónir í tekjur af komu skipanna.
Sjónvarpsfrétt
Niceair ætlar að taka flugið frá Akureyri
Niceair er nýtt flugfélag sem ætlar að halda uppi reglulegu millilandaflug frá Akureyri. Framkvæmdastjóri félagsins segir sterkan rekstrargrundvöll vera bæði fyrir erlendan og innlendan markað.
Myndskeið
Covid-þreyttir ferðamenn sækja í fámennið á Íslandi
Ekki hefur dregið úr aðsókn bandarískra ferðamanna hingað til lands þrátt fyrir að þeir séu varaðir við ferðum til Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri Hótels Húsafells. Ferðamenn sæki í mannfæðina og kyrrðina hér á landi. Þeim finnist þeir öruggari hér en í mannmergð í erlendum stórborgum.
17.08.2021 - 21:41
Ísland orðið rautt
Sóttvarnastofnun Evrópu hefur uppfært kort sitt þar sem ríki Evrópu eru litakóðuð með hliðsjón af stöðu kórónuveirufaraldursins. Ísland er orðið rautt og þar með komið í næsthæsta flokk samkvæmt skilgreiningum stofnunarinnar. Ísland var gult í síðustu viku og grænt í vikunni þar á undan. Kortið er uppfært á hverjum fimmtudegi og tekur mið af nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur.
05.08.2021 - 10:45
Myndskeið
Atvinnuleysið fór úr 40% niður í 7%
Atvinnulausum hefur fækkað mikið í Mýrdalshreppi.  Allir veitingastaðir og hótel í Vík hafa nú verið opnuð aftur eftir að hafa verið lokuð í faraldrinum. Hótelstjóri segir að allt sé að verða eðlilegt aftur og telur ekki ólíklegt að Kötluþættir Baltasars Kormáks muni laða ferðamenn að svæðinu.
Yfir tíu þúsund farþegar í fyrsta sinn í fimmtán mánuði
Yfir tíu þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardaginn. 10.580 ferðamenn fóru þá um völlinn 3. júlí og var það í fyrsta sinn í rúma fimmtán mánuði sem svo margir fóru þar um á einum degi. Síðast var það 13.mars 2020, eða degi áður en ferðabann var sett á til Bandaríkjanna.
05.07.2021 - 09:33
Breyting á ferðaþjónustunni til framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók skóflustungu að nýrri 1100 fermetra nýbyggingu sem byggð verður við núverandi flugstöð á Akureyri. Auk nýrrar flugstöðvar verður flughlaðið stækkað þannig að flugvöllurinn verður betur í stakk búinn til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Vona að ferðasumarið verði gott
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að aukinnar bjartsýni gæti meðal ferðaþjónustufyrirtækja með komandi ferðasumar. Von er á auknum fjölda erlendra ferðamanna og þá er vonast til þess að landsmenn nýti nýja ferðaávísun til ferðalaga innanlands.
Síðdegisútvarpið
„Þarf að manna ferðaþjónustuna mikið til upp á nýtt“
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu, Kristófer Oliversson, segir nú bráðvanta starfsfólk í þjónustugeirann í sumar, uppbygging til framtíðar sé hafin í ferðaþjónustunni.
25.05.2021 - 17:45
Spegillinn
Hálfur milljarður eftir af ferðagjöfinni
Enn eru ónýttur um hálfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða.
Vonar að almenningur nýti sér ferðagjöfina í sumar
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að gildistími nýrrar ferðagjafar stjórnvalda verði lengdur um einn mánuð til að mæta óskum ferðaþjónustufyrirtækja. Flutningsmaður tillögunnar vonar að gjöfin ýti undir ferðalög innanlands í sumar líkt og í fyrra.
17.05.2021 - 12:36
Myndskeið
„Fer til útlanda ef guð og sprautur lofa“
Ólíklegt er að ferðaþjónustufyrirtæki hafi tök á að bjóða Íslendingum jafn góð tilboð og síðasta sumar. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að vonast sé til að stjórnvöld gefi landsmönnum aðra ferðaávísun, en ekki liggur fyrir hvort af henni verður. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali sjá flestir fram á íslenskt ferðasumar.
Fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni heltast úr lestinni
Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.
Nokkrir endurráðnir hjá Bláa lóninu
Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Myndskeið
541 hótelherbergi í byggingu í miðbæ Reykjavíkur
Verið er að reisa samtals 541 hótelherbergi í þremur hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa sett mikið strik í reikninginn þegar kemur að frekari hóteluppbyggingu í bænum.
Spegillinn
Launafólk taki þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar
Alþýðusamband Íslands vill að kjör starfsfólks í ferðaþjónustunni verði bætt þegar uppbygging greinarinnar hefst eftir Covid. Taka verði tillit til hagsmuna launafólks í stefnumótun stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustunnar. ASÍ krefst þess að brotastarfsemi í ferðaþjónustunni verði upprætt og tekið verði fyrir kennitöluflakk.
04.12.2020 - 17:00
Myndskeið
Annar hluti Íslandskynningar að fara í loftið
Annar hluti auglýsingaherferðar, sem miðar að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, fer í loftið eftir rúma viku í Bandaríkjunum og Evrópu. Fagstjóri hjá Íslandsstofu segir að eftir jákvæðar fréttir af bóluefni hafi stöðugt fleiri slegið inn leitarorðið Ísland á netinu, en samkeppnin við aðra áfangastaði sé þó hörð.
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
Spegillinn
Stuðningur nauðsynlegur fyrir verðmætasköpun næsta árs
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. Það sé mikilvægt vegna verðmætasköpunar á næsta ári.
05.10.2020 - 17:00
Lengri og harðari kreppa án ferðaþjónustunnar
„Það eru ekki margir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spurður að því hversu mikið af ferðamönnum sé í landinu. Flug eru felld niður, afbókanir hrannast inn; „Enda erum við með ströngustu ferðatakmarkanir í Evrópu," bendir Jóhannes á. Ferðaþjónustan kallar eftir meiri stuðningi frá stjórnvöldum. En hvers vegna á að dæla peningum í iðnað sem hefur engan að þjónusta?
15.09.2020 - 14:54
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Myndskeið
Keflavíkurflugvöllur er að vakna til lífsins
Keflavíkurflugvöllur er smám saman að vakna til lífsins eftir því sem fleiri lönd slaka á ferðatakmörkunum. Komur í dag voru 17 og brottfarir 18 en til samanburðar voru komur og brottfarir átta um miðjan júní. Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Associates segist vonast til að einhver þeirra félaga sem hætt eru að fljúga til landsins hefji flug hingað aftur. Hann segir að gerður hafi verið samningur við Play-Air og vonir standi til að félagið hefji flug sem fyrst.
Myndskeið
Fagna tilslökunum á ferðatakmörkunum
Ferðaþjónustan fagnar því að frá og með fimmtudegi sleppa þeir við skimun sem koma hingað til lands frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi. Frakkland og Spánn gætu bæst í þennan hóp. Sóttvarnalæknir segir að vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna hafi þurft að fjölga þeim löndum sem ekki þarf að skima frá, grípa til lagasetningar eða skikka ferðamenn í tveggja vikna sóttkví. 
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.