Færslur: Ferðaþjónusta fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra lagist ekki í bráð
Sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó segir að það geti tekið langan tíma að koma lagi á framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra. Nýir verktakar hafi verið ráðnir að verkinu og nýir bílstjórar sjái um aksturinn.
13.01.2015 - 12:38
Óforsvaranlegt hjá ferðaþjónustu fatlaðra
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ferðaþjónusta fatlaðra hjá Strætó að undanförnu sé óforsvaranleg. Þjónustan sé viðkvæm og mikilvæg og verði að vera í lagi.
Óásættanleg staða í ferðaþjónustu fatlaðra
Mörg mistök í langan tíma hjá Strætó vegna ferðaþjónustu fatlaðra eru óviðunandi og verður að linna. Þetta segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Alltof mikið sé fyrir fatlaða að greiða 1100 krónur fyrir hverja ferð eftir að mánaðarlegum ferðafjölda er náð.
Send með leigubíl þegar Strætó brást
Öll þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó hafa fengið kvartanir. Dæmi eru um að fatlaðir hafi verið sendir með leigubíl þegar þjónusta Strætó hefur brugðist.
Fatlaðir nemendur „eru ekki eplakassar“
Framhaldsskólanemendur með mesta fötlun sem stunda nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru enn mjög óöruggir með ferðaþjónustu fatlaðra sem var gjörbreytt fyrir stuttu. Þetta er fólk en ekki eplakassar segir kennslustjóri sérnámsbrautar.
Tekur viku að laga ferðaþjónustu fatlaðra
Það er óumflýjanlegt að mistök eigi sér stað í ferðaþjónustu fatlaðra í byrjun svo stórs verkefnis. Þetta segir talsmaður Strætó. Hann reiknar með það taki viku að koma bókunarkerfinu í lag.
09.01.2015 - 20:06
Ferðaþjónusta fatlaðra í lamasessi
Þroskahjálp og Sjálfsbjörg hafa borist margar ábendingar og kvartanir um að ferðaþjónusta fatlaðra sé í lamasessi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar segir að ef tölvukerfi ferðaþjónustu fatlaðra væri fiskur sem lægi undir skemmdum, væri strax settur mannskapur í að redda málunum.
08.01.2015 - 20:09
Breytingar gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík voru samþykktar á fundi velferðarráðs í gær og taka breytingarnar gildi um áramótin. Í tilkynningu frá velferðarsviði kemur fram að samráð hafi verið haft við hagsmunasamtök og réttindagæslumenn við gerð reglnanna.
05.12.2014 - 22:30
  •