Færslur: Ferðaþjónusta fatlaðra

Kæra niðurstöðu útboðs á akstursþjónustu fatlaðra
Tilboðsgjafar sem lutu í lægri hlut fyrir Hópbílum hf. í útboði Strætó á akstursþjónustu fatlaðra hafa kært niðurstöður þess til kærunefndar útboðsmála. Tilboðsgjafarnir voru alls sex en Hópbílar hf. munu sjá um akstursþjónustuna frá 1. júlí.
29.06.2020 - 21:38
Tilboðsgjafar langeygir eftir ákvörðun Strætó
Tilboðsgjafar í útboði Strætó um akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir langeygir eftir fregnum af því hver verður fyrir valinu. Þetta segir Andrés Eyberg Magnússon, einn tilboðsgjafanna. 
12.06.2020 - 15:27
Ferðaþjónustu fatlaðra breytt í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær greiddi 1,3 milljónir króna að meðaltali fyrir hvern þann sem nýtti sér ferðaþjónustu fatlaða árið 2017. Bærinn ætlar að hætta samstarfi við hin sveitarfélögin um þjónustuna. 
Tvö þúsund ferðir kringum landið
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að nýju útboði vegna Ferðaþjónustu fatlaðra. Ekki hefur enn verið útkljáð hvernig kostnaði verður skipt milli sveitarfélaganna. Þá er stefnt að því að með nýju útboði náist að lækka heildarkostnaðinn, sem nam um 1,7 milljörðum króna í fyrra. Sveitarfélögin sameinuðust um þessa þjónustu 2015 en til að byrja með gekk ekki mjög vel.
07.03.2019 - 16:02
Prime Tours hættir akstri fyrir Strætó
Prime Tours hefur hætt öllum akstri fyrir Strætó, að því er fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla. Greint var frá því fyrr í dag að rútufyrirtækið Prime Tours hefði sinnt akstursþjónustu fatlaðra fyrir Strætó á ótryggðum ökutækjum þar til í gærkvöld. Gjaldþrotabeiðni fyrirtækisins var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði.
Gleymdi fatlaðri konu í bílnum
Bílstjóri hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík gleymdi fatlaðri konu í bíl sínum í gær. Hann hafði sótt hana á sambýli í Grafarvogi og átti að aka henni til vinnu. Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag.
28.02.2018 - 06:24
Ræðir ferðaþjónustuna við yfirmann Strætó
Formaður Sjálfsbjargar, landsambands hreyfihamlaðra, segir að undanfarið hafi nokkrar kvartanir borist til samtakanna, vegna atvika sem upp hafa komið í ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Hann fundar í næstu viku með framkvæmdastjóra Strætó til að fara yfir hvernig bregðast eigi við.
25.02.2018 - 15:39
Telja brotið á níu ára fatlaðri stúlku
Öryrkjabandalagið þarf oft að hafa afskipti af málum þar sem talið er að sveitarfélög uppfylli ekki skyldur gagnvart fötluðum. Níu ára stúlka í Hveragerði missti nokkrar vikur úr skóla í haust vegna þessa og beðið er lausnar. Faðir stúlkunnar vilja að bærinn uppfylli lög og reglur dóttur sinni til handa.
Synjun á akstursþjónustu felld úr gildi
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um synjun á umsókn einstaklings um ferðaþjónustu fatlaðra. Málinu hefur verið vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar.
Ætla að kæra Hafnarfjarðarbæ
Hafnarfjarðarbæ er ekki heimilt að semja við aðra um akstursþjónustu fyrir fatlaða, meðan samningur er í gildi við Strætó. Lögmaður nokkurra bílstjóra sem sinnt hafa þjónustunni hyggst kæra bæinn til kærunefndar útboðsmála.
Strætó sinni áfram þjónustu við fatlað fólk
Framkvæmdaráð ferðaþjónustu fatlaðs fólks gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að breytingum á þjónustunni. Þó er lagt til að þjónustan verði áfram hjá Strætó, en verði sjálfstæð eining þar.
29.12.2015 - 18:38
Hafnarfjarðarbær getur ekki rift samningi
Hafnarfjarðarbær hefur rætt við Blindrafélagið um að taka að sér akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í stað Strætó. Samkvæmt lögfræðiáliti getur bærinn þó ekki sagt sig úr samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatlaðra fyrirvaralaust.
Biður Hafnarfjörð um að bíða með að hætta
Það er algjörlega ótímabært að ræða það hvort Hafnarfjarðarbær segi upp samningi um ferðaþjónustu fatlaðra. Þetta segir varaformaður Sjálfsbjargar.
Spara vart með uppsögn samnings
Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætós, efast um að Hafnarfjarðarbær spari með því að rifta samningi um ferðaþjónustu fatlaðra. Sveitarfélagið geti lækkað útgjöld sín í ferðaþjónustunni með öðrum hætti.
Hafnarfjarðarbær ræðir við Strætó
Hafnarfjarðarbær ætlar að kanna hvort hægt sé að rifta samningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu vegna forsendubrests. Kostnaðurinn stefnir í að verða þrefalt meiri í bæjarfélaginu en áætlað var.
22.05.2015 - 18:12
Starfsmönnum ekki boðin endurráðning
Fötluðum starfsmönnum þjónustuvers ferðaþjónustu fatlaðra, sem sagt var upp störfum við flutning ferðaþjónustunnar til Strætó, hefur ekki verið formlega boðið starf hjá Strætó að nýju.
20.05.2015 - 22:33
Mikilvægt að bregðast við með aðgerðum
Bregðast þarf við áfellisdómi yfir sameiningu ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn Strætó með aðgerðum, ef framkvæmdin á ekki að vera sveitarfélögunum til ævarandi skammar. Þetta segir málefnafulltrúi landssambands fatlaðra.
19.05.2015 - 22:19
Strætó fær harða útreið
Yfirtaka Strætó á ferðaþjónustu fatlaðra fær harða útreið í nýrri skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kom út í dag.
18.05.2015 - 18:25
Kostnaður sveitarfélaganna snareykst
Kostnaður Hafnarfjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við ferðaþjónustu fatlaðra hefur snaraukist frá því í fyrra. Mestu munar hjá Hafnarfjarðarbæ sem greiddi tvöfalt meira fyrir þjónustuna í janúar í ár en í fyrra.
Vill úttekt á ferðaþjónustu fatlaðra
Dagur B Eggertsson borgarstjóri segist taka undir með þeim fulltrúum minni- og meirihluta borgarstjórnar sem segja nauðsynlegt að úttekt verði gerð á ferðaþjónustu fatlaðra í ljósi þess hvernig til hefur tekist. Dagur var gestur í Kastljósi í kvöld.
Ósáttir við Strætó og aka ekki meira í dag
Níu leigubílstjórar í ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Strætó hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að aka fleiri ferðir það sem eftir lifir dags. Framkvæmdastjóri Strætó kveðst vita af óánægju bílstjóra en segist ekki vita hvers vegna þeir aka ekki meira í dag.
03.02.2015 - 13:07
Skilin ein eftir fyrir mistök
Sextán ára stúlka með þroskaskerðingu var skilin ein eftir fyrir utan heimili sitt, vegna mistaka Ferðaþjónustu fatlaðra. Móðir stúlkunnar segir það heppni að hún hafi ekki staðið þarna bjargarlaus klukkustundum saman.
Ósáttir við uppsagnir fatlaðra hjá Srætó
Fötluðum starfsmönnum hjá þjónustuveri Strætó var sagt upp störfum þegar akstursþjónustunni var breytt um áramótin. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður.
22.01.2015 - 13:51
Biður fatlaða um biðlund í tvær vikur enn
Fulltrúi meirihlutans í velferðarráði Reykjavíkurborgar bað viðskiptavini um að sýna ferðaþjónustu fatlaðra biðlund í hálfan mánuð í viðbót. Allir verktakar sem tóku þátt í og uppfylltu lágmarksskilyrði í útboði voru valdir til að aka fötluðu fólki í ferðaþjónustunni.
20.01.2015 - 18:48
Strætó hefur gleymt að sækja eldri borgara
Dæmi eru um að bílstjórar akstursþjónustu Strætó gleymi að sækja eldri borgara sem hafa pantað far hjá fyrirtækinu. Formaður stjórnar Félags eldri borgara segir að aldraðir upplifi þetta sem lítilsvirðingu.
17.01.2015 - 14:18