Færslur: Ferðaþjónusta

Óttast að greiðsluvandi breytist í skuldavanda
Seðlabankinn óttast að greiðsluvandi ferðaþjónustufyrirtækja breytist í skuldavanda nú þegar hillir undir lok kórónuveirufaraldursins og fyrirtæki þurfa að byrja að borga af lánum sínum á ný.
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Sjónvarpsfrétt
Nær öll þjóðin hafði frétt af gosinu á miðnætti
85 prósent landsmanna hafði frétt af eldgosinu við Fagradalsfjall þremur klukkustundum eftir að það hófst. Boðleiðirnar voru þó misjafnar. Um þriðjungur landsmanna hefur annað hvort gert sér ferð að gosstöðvunum, eða séð bjarmann af hrauninu. Tíðindin virðast hafa náð álíka hratt til allra, óháð aldri, búsetu eða menntun. Meirihluti aðspurðra, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, segist þó ekki ætla að sjá gosið með berum augum.
Efling innheimti 35 milljónir vegna vangoldinna launa
Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna kröfu 103 félagsmanna um að fá vangoldin laun sín greidd. Nýjum launakröfum af því tagi hefur fækkað undanfarið.
Myndskeið
Markaðssetja eldgosið fyrir erlenda ferðamenn
Eldgosið á Reykjanesskaga gæti orðið einn flottasti áfangastaðurinn á Íslandi, segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Markaðssetning eldgossins fyrir erlenda ferðamenn er hafin og hefur bandarískur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari meðal annars verið fenginn til þess að kynna gosið á Instagram-síðu sinni.
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Gosáhugafólk jafn margt og allir íbúar Hafnarfjarðar
Lögreglan hefur takmarkað aðgengi að gosstöðvunum til að stýra mannfjöldanum betur. Svæðinu verður lokað klukkan sex á kvöldin og allir þurfa að merkja bíla sína með persónuupplýsingum. Um 30 þúsund manns hafa nú gengið upp að gosinu.
Telur landlækni grafa undan ákvörðun ríkisstjórnarinnar
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega mikilvægt að litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum 1. maí eins og stefnt hefur verið að. Hann segir forsendur ekki hafa breyst og telur sóttvarnayfirvöld reyna að grafa undan ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
30.03.2021 - 17:19
Myndskeið
Hefur efasemdir um litakóðunarkerfið
Alma Möller, landlæknir, segir ekki tímabært að opna landamærin meira og hefur efasemdir um að taka upp litakóðunarkerfi 1. maí. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og að það sé kannski ekki tímabært að fara að opna þau meira,“ segir hún.
29.03.2021 - 20:26
Sjónvarpsfrétt
„Hérna er að rísa bara eitt flottasta hótel á landinu"
Stefnt er á að opna rúmlega fimm þúsund fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík á næsta ári. Byrjað var að leggja veg að hótelstæðinu í síðustu viku. Framkvæmdirnar kosta, að sögn eiganda, yfir milljarð króna.
24.03.2021 - 13:40
Þórólfur var ekki með í ráðum við ákvörðun Áslaugar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið hafður með í ráðum varðandi ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að opna fyrir komu farþega utan Schengen svæðisins, ef fólk framvísar bólusetningarvottorði eða er með mótefni.
18.03.2021 - 13:59
Fagnar því að slegið hafi verið á óvissuna
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi talað skýrt um það í Kastljósi í gær að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi við landamærin. Allar áætlanir ferðaþjónustunnar byggist á breyttu fyrirkomulagi.
16.03.2021 - 08:14
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Misvísandi skilaboð um breska sumarið
Málið, sem hefur verið í bresku fréttaveltunni þessa vikuna er frí eða ekki frí. Munu Bretar komast í sumarfrí eða ekki? Eftir miklar væntingar í ársbyrjun um sumarleyfi, af því bólusetning gengur vel í Bretlandi, eru horfur á ferðasumri þó þungar, samkvæmt Boris Johnson forsætisráðherra.
12.02.2021 - 20:30
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Hjálpa löndum sínum og reyna að rífa upp stemmninguna
Fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er atvinnulaus. Pólskur íbúi bæjarins telur að fótbolti gæti létt stemmninguna. Landi hans svarar spurningum atvinnulausra Pólverja í Facebook-hópi. Maður sem er með pólskt hlaðvarp um lífið á Íslandi, segir fólk ekki alltaf vita hvernig eigi að nálgast áreiðanlegar upplýsingar. Skrifstofa Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ er lokuð vegna kórónuveirunnar.
Myndskeið
541 hótelherbergi í byggingu í miðbæ Reykjavíkur
Verið er að reisa samtals 541 hótelherbergi í þremur hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa sett mikið strik í reikninginn þegar kemur að frekari hóteluppbyggingu í bænum.
Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.
Ásgeir: Þurfum ferðamenn til að byggja upp vegakerfið
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kveðst hafa fulla trú á því að ferðaþjónustan komi aftur af fullum krafti. Áfallið vegna kórónuveirufaraldursins sé tímabundinn vandi. Þetta kom fram á málstofu Ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar um viðspyrnu ferðaþjónustunnar í morgun.
Spegillinn
Útlit fyrir íslenskt sumar í ferðaþjónustunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur Íslendinga til að ferðast ekki erlendis að nauðsynjalausu. Hann  segir að talsverður fjöldi farþega greinist með smit á landamærunum. Farþegum hafi fækkað að undanförnu en  hlutfall smita á meðal þeirra sé í kringum 1%, en var langt undir 0,01% síðastliðið haust.
Efast ekki um framtíð ferðaþjónustu í hálfa mínútu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir stjórnvöld standa fyllilega með ferðaþjónustunni. Hún segist hafa tröllatrú á greininni til framtíðar og að sú framtíð sé björt.
Silfrið
Fullkomlega ósammála um söluna á Íslandsbanka
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé langbesti tíminn til að hefja sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Hagfræðingur við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn er því algjörlega ósammála og segir að núna sé aftur á móti afar slæmur tími til slíks og líkti því við brunaútsölu vegna faraldursins og frystra lána ferðaþjónustunnar.
17.01.2021 - 15:57
Halda uppi lágmarkssamgöngum við umheiminn
Hertar reglur á landamærum Danmerkur hafa neikvæð áhrif á flugsamgöngur segir Bogi NIls Bogason, forstjóri Icelandair. 
09.01.2021 - 12:32