Færslur: Ferðaþjónusta

Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Myndskeið
Bólusetningarvottorð með AstraZeneca víðast samþykkt
Um 28 prósent heimsbyggðarinnar hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við kórónuveirunni og 14,2 prósent eru fullbólusett, langflestir í ríkari löndum heims. Eftir því sem bólusetningum vindur fram leggja fleiri land undir fót - og þá þarf víðast hvar að framvísa bólusetningarvottorði á landamærunum.
29.07.2021 - 20:09
Verða að framvísa neikvæðu covid-prófi við innritun
Flugfélagið PLAY hefur tilkynnt að farþegar sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt covid-próf við innritun fá ekki að fljúga með flugfélaginu til landsins frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé til þess að tryggja öryggi bæði farþega og áhafnar.
28.07.2021 - 13:52
Telur ferðalanga geta átt rétt á fullri endurgreiðslu
Hárauð lönd, varnaðarorð stjórnvalda og kröfur um sóttkví geta vel réttlætt það að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum sem vilja hætta við utanlandsferðir að fullu. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, er ekki sammála þessari túlkun, en segir að reynt sé að koma til móts við alla farþega. Nokkur fjöldi fólks sem vill slaufa fyrirhuguðum ferðum hefur í vikunni leitað liðsinnis Neytendasamtakanna. 
Efnahagslegar hrakspár ótímabærar
Bólusetning gekk vel hérlendis og virðist enn sem komið er veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum, þess vegna er ótímabært að koma fram með efnahagslegar hrakspár, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagðist bjartsýnn á framtíðina nú þegar lífið gengi sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir.
27.07.2021 - 13:10
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Myndskeið
Gera enn ráð fyrir að félagið nái fyrri styrk árið 2024
Ekki er farið að bera á afbókunum hjá íslensku flugfélögunum tveimur vegna fjölgunar smita og hertra sóttvarnaaðgerða. Forstjóri Icelandair býst við að félagið nái fyrri styrk árið 2024, en segir það hafa bolmagn til þess að standa ástandið lengur af sér.
Segir mikilvægast að Ísland verði áfram grænt á kortinu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir greinina ef Ísland yrði rautt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Hún segir nýjar sóttvarnatakmarkanir vægari en samtökin hafi búist við.
24.07.2021 - 12:44
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja áhættumat
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja hvernig þau fara að því að flokka lönd í áhættuflokka vegna Covid-19. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu á þriðjudag.
21.07.2021 - 00:16
Vonbrigði segir formaður SAF
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir hertar aðgerðir á landamærum vera mikil vonbrigði og ekki í samræmi við þá áætlun sem stjórnvöld hafi sett upp. Hún segir sárgrætilegt ef farið yrði í hertar aðgerðir innanlands.
Flestir sýna biðinni skilning
Margir kvarta undan því að þurfa að bíða í drjúga stund á Keflavíkurflugvelli þegar þeir koma til landsins. Vandamálið er ekki aðeins bundið við Ísland.
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58
Sjónvarpsfrétt
29 ferðamenn greinst frá 1. júlí — helmingur bólusettur
29 ferðamenn hafa greinst með COVID-19 hér á landi frá 1. júlí, þegar hætt var að skima bólusetta við landamærin. Um helmingur þeirra er bólusettur. Yfirlæknir COVID-göngudeildar segir þetta hafa verið viðbúið.
Airport Associates bæta við sig mannskap
Þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa ekki farið varhluta af stóraukinni komu erlendra ferðamanna til landsins og nú er svo komið að ráða þarf aftur inn starfsfólk í stað þeirra sem sagt var upp í kórónuveirufaraldrinum. Þeirra á meðal er Airport Associates sem hafa meira en tvöfaldað starfsmannafjöldann frá því þegar fæst var hjá félaginu.
Von á metfjölda farþegavéla til Keflavíkur um helgina
Framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem bjóða upp á rútuferðir frá Leifsstöð, segir að fyrirtækið hafi þurft að ráða hátt í fimmtíu starfsmenn til að sinna auknum verkefnum.
Myndskeið
Atvinnuleysið fór úr 40% niður í 7%
Atvinnulausum hefur fækkað mikið í Mýrdalshreppi.  Allir veitingastaðir og hótel í Vík hafa nú verið opnuð aftur eftir að hafa verið lokuð í faraldrinum. Hótelstjóri segir að allt sé að verða eðlilegt aftur og telur ekki ólíklegt að Kötluþættir Baltasars Kormáks muni laða ferðamenn að svæðinu.
Ferðaþjónustan greiði gjald í Geldingadölum
Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum hyggjast fara fram á gjaldtöku frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem selja ferðir og þjónustu á svæðinu. Formaður landeigendafélagsins segir að í almannarétti felist ekki leyfi til að vera í atvinnustarfsemi á annara manna landi.
„Eigendur Hjörleifshöfða hafa ekki umboð til gjaldtöku“
Jón Páll Baldvinsson, formaður FETAR, landssamtaka ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á sérhæfðar ferðir, segir eigendur Hjörleifshöfða hvorki hafa umboð né nokkrar forsendur fyrir gjaldtöku á veginum.
28.06.2021 - 13:24
Sjónvarpsfrétt
Gleðilegt og betri staða í bókunum en 2019
Fólk í veitinga-, ferðaþjónustu og menningargreinum fagnar afléttingunum. Síðsumarið og haustið lítur betur út en árið 2019, segir framkvæmdastjóri Eldingar.
Hefði viljað losna fyrr við tvöfalda skimun og sóttkví
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingu sóttvarna en segist hafa vonast eftir því að kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á landamærunum hefðu ekki verið látnar gilda fram í miðjan ágúst eins og reglugerð hljóðar upp á. 
Engum vegum lokað án samþykkis sveitarstjórnar
Lokun vega í landi Hjörleifshöfða án samþykkis sveitarstjórnar kemur ekki til greina, segir oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um fyrirætlanir eigenda Hjörleifshöfða um að taka þar upp gjaldtöku fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann segir að slíkt gæti haft áhrif á afkomu ferðaþjónustu á svæðinu.
24.06.2021 - 12:35
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Flugfreyjufélagið krefst þess að Play geri kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.
22.06.2021 - 15:59