Færslur: Ferðaþjónusta

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið 52% stuðningslána
Ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið 52 prósent allra stuðningslána samkvæmt samantekt Seðlabanka Íslands sem gerð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kanna nýtingu úrræðisins. Stærstur hluti lánanna hefur farið til fyrirtækja með færri en ellefu starfsmenn. Meðalfjárhæð lána hefur verið um átta milljónir króna.
30.10.2020 - 16:50
Vilja opna glæsitjaldsvæði í Önundarfirði
Umsókn um að setja upp lúxus- eða glæsitjaldsvæði á Flateyri er nú á borði skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Í umsókninni er óskað eftir afnotum af landi bæjarins í Önundarfirði, skammt fyrir utan Flateyri.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekið af skipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit, sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Ný heilsugæslustöð verður meðal annars byggð á þessu svæði.
22.10.2020 - 18:47
Spegillinn
Fækkar í ferðaþjónustu en fjölgar hjá ríkinu
Tæplega 15 þúsund færri starfsmenn fyrirtækja sem tengjast ferðaþjónustu fengu greidd laun í ágúst en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fækkaði þeim sem fengu greidd laun í flestum atvinnugreinum. Hins vegar fjölgar mest í opinbera geiranum eða um rúmlega sex þúsund.
09.10.2020 - 09:35
Fækkun ferðamanna heldur leiguverði í skefjum
Mjög hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Í nýjustu Hagsjá Landsbankans er fjallað um það hvernig fækkun ferðamanna hefur aukið framboð af íbúðum á almennum leigumarkaði og minnkað þrýsting á leiguverð.
28.09.2020 - 12:08
6 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar
Aðeins 6 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það er í kringum tíund af því sem verið hefur síðustu sumur. Í fyrrasumar fóru 57 prósent til útlanda og sumarið 2018 ferðuðust 62 prósent út fyrir landsteinana.
25.09.2020 - 13:44
Samið um stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu
Í gær var undirritaður fyrsti samninguirnn um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna hruns í ferðaþjónustu. Fimm samningar til viðbótar verða undirritaðir á næstu dögum og vikum.
24.09.2020 - 11:36
Myndskeið
Vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Norðurþingi
Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí í sveitarfélaginu til að bregðast við alvarlegu atvinnuástandi. Hrun í ferðaþjónustu og vandi stóriðjunnar eru höfuðástæður þess að um 140 manns eru nú án atvinnu í Norðurþingi.
22.09.2020 - 10:58
Myndskeið
Jón og Kári tókust á um sóttkví og heimkomusmitgát
Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur að íslensk stjórnvöld eigi áfram að skima á landamærunum en skipta út sóttkví fyrir heimkomusmitgát. „Það er ekkert alveg öruggt að heimkomusmitgát sé stórhættuleg miðað við sóttkví því hvoru tveggja eru eftirlitslaus fyrirbæri.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur þetta óskynsamlegt og segist geta nefnt mýmörg dæmi þess þar sem fólk hefur misskilið hvernig heimkomusmitgátin virkar.
06.09.2020 - 11:22
Íslandskynning á COVID-tímum eins og kosningabarátta
„Verkefnið er í góðum farvegi, en ljóst er að tímasetningar aðgerða munu áfram taka mið af ferðatakmörkunum hér heima og erlendis. Miðað er við að stærstum hluta verkefnafjárins verði varið þegar ferðatakmörkunum tekur að létta og ferðaáhugi að glæðast,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, um markaðsátakið Looks Like You Need Iceland sem miðar að því að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Sveinn Birkir segir að átakið hafi þegar skilað árangri.
Fimmta hver kona á Suðurnesjum atvinnulaus
Framlenging tekjutengingar atvinnuleysisbóta og hlutabótaleiðar eru af hinu góða. Það bætir hins vegar ekki stöðu þeirra sem verst standa, sagði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun og kvað ástandið í sinni heimabyggð grafalvarlegt.
Myndskeið
Bókanir hafa þurrkast upp síðustu daga
Svört staða blasir við í íslenskri ferðaþjónustu. Afbókanir hafa streymt inn síðan hertar reglur um sóttkví við komuna til landsins tóku gildi í síðustu viku og atvinnurekendur hafa þurft að segja upp fjölda fólks. Margir þeirra sem fréttastofa hefur rætt við í dag sjá fram á að þurfa að loka.
Myndskeið
Tugir vissu ekki af hertum reglum
Tugir ferðamanna sem komu hingað til lands í dag vissu ekki af kröfunni um fimm daga sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Átta flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli var aflýst.
19.08.2020 - 19:33
Ætla að keyra þar til skýrari tilmæli liggja fyrir
Kynnisferðir bjóða enn upp á ferðir í hópferðabílum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í dag tóku gildi nýjar reglur fyrir alla komufarþega um tvöfalda sýnatöku og fimm til sex daga sóttkví. Samkvæmt tilmælum landlæknis eiga farþegar að að halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl.
Norrænufarþegar frá borði í Færeyjum: Hætta við Ísland
Farþegar Norrænu fá ekki að nýta siglingu til Íslands sem hluta af sóttkví. Nokkuð er um að farþegar sem ætluðu til Íslands hyggist fara frá borði í Færeyjum í dag eftir að reglur um tvöfalda skimun og fimm nátta sóttkví tóku gildi.
19.08.2020 - 12:20
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Óeðlilegt að halda eftir 10% kortagreiðslna
„Það jaðrar við lögbrot að kortafyrirtæki haldi eftir greiðslum til fyrirtækja vegna þjónustu sem þegar hefur veitt."
Mun valda töluverðu tjóni
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vissulega ákveðin vonbrigði að Íslendingar hafi ekki náð að komast lengra inn í haustið áður en þurfti að grípa til harðari aðgerða. „Við höfðum svo sem ekki gert okkur neinar vonir um að til þess myndi ekki koma, en það eru vissulega vonbrigði að það gerist svona hratt,“ segir Jóhannes.
30.07.2020 - 13:13
Óvissa og áform um að endurráða starfsfólk í uppnámi
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segja fjölgun kórónuveirusmita í Evrópu og bakslag hér mikið áhyggjuefni. Staðan setji áform fyrirtækja sem hugðust endurráða starfsmenn í haust í uppnám. 
Töpuðu 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem félagið skilaði til Kauphallarinnar í gær, ef miðað er við gengi dagsins í dag.
28.07.2020 - 07:48
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
Margir búnir að sækja ferðagjöf en færri nýta
Þegar hafa um 44 þúsund nýtt ferðagjöf stjórnvalda. Yfir 100 þúsund er búnir að sækja hana. Elías Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu segist svolítið hissa á því að fleiri séu ekki búnir að nýta gjöfina, það sé svo langt liðið á sumarið. Hann hvetur fólk til að nýta gjöfina en minnir þó á að hún gildir út árið.
Myndskeið
Bandaríkjamenn og Rússar eru duglegastir að öskra
Stattu með gleiða fætur, beygðu hnén örlítið og slakaðu á í öxlunum. Þér gæti þótt betra að setja hendur á mjaðmir. Fylgdu innsæinu. Ímyndaðu þér grátandi ungbarn. Svona eru leiðbeiningarnar til þeirra sem hyggjast leggja sitt af mörkum í öskurherferð sem ætlað er að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Nú hafa um 30.000 manns víða um heim tekið þessari áskorun og þrjár milljónir séð kynningarmyndband hennar.
21.07.2020 - 21:35
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Innheimta ólöglegan gistináttaskatt
Neytendasamtökin benda á Facebook-síðu sinni ferðalöngum á að hafa varan á og greiða ekki gistináttaskatt á ferðalögum sínum um landið næstu mánuði.
17.07.2020 - 16:02