Færslur: Ferðaþjónusta

Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Þróun veirunnar mun hafa áhrif á skimun í Keflavík
Forsætisráðherra segir að skýrsla verkefnisstjórnar um opnun landamæranna, sem birt var í gær, sýni að hægt sé að skima ferðamenn á Keflavíkurflugvelli þótt margt þurfi að ganga upp svo verkefnið geti gengið vel. Óvissan sé töluverð, til að mynda um hve margir ferðamenn koma hingað í júní, en þegar verkefnið var kynnt hafi verið vitað að óvissuþættirnir væru margir. Haldi veiran áfram að veikjast, líkt og hún hefur gert, endurmeti stjórnvöld hvort ráðast eigi í skimun.
Vonar að ferðaþjónustan nái viðsnúningi í haust
Ferðamálastjóri fagnar áformum þýskra stjórnvalda um að opna fyrir ferðalög til Íslands í næsta mánuði. Hann segir vísbendingar um að haustið verði betra en upphaflega var gert ráð fyrir.
26.05.2020 - 22:05
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Viðtal
Staða Icelandair helsta óvissan í ferðaþjónustu
Helsta óvissan í ferðaþjónustu nú er staða Icelandair, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur meiri áhyggjur af óvissu sem stafar af stöðu flugfélagsins en af þeirri óvissu sem ríkir um framkvæmd sýnatöku vegna COVID-19 á Keflavíkurflugvelli sem áætlað er að hefjist 15. júní.
Bankar vara við pakkaferðafrumvarpi ráðherra
Arion banki og Íslandsbanki vara báðir við hættu sem þeir segja fólgna í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða fólki með inneignarnótu í stað peninga fyrir pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna COVID-19 faraldursins. Lögmenn bankanna segja þetta geta kollvarpað rétti fólks til endurgreiðslu hjá kortafélögum.
Atvinnuleysi í apríl var 18%
Heildaratvinnuleysi í apríl fór í nærri 18 prósent samanlagt, það er 7,5 prósent í almenna bótakerfinu og 10,3 prósent vegna minnkaðs starfshlutfalls. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í apríl.
Verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak
Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland - saman í sókn.“ Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ísland verður kynnt sem áfangastaður á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd landsins, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Stærsti hluti upphæðarinnar fer í birtingar á erlendum mörkuðum.
Fréttaskýring
Íslenski ferðamaðurinn nú aðalviðfang ferðaþjónustunnar
Ferðaþjónustufyrirtæki sem ekki eru lögst í dvala laga sig nú að nýjum og tiltölulega lítt þekktum kúnnahópi, íslenskum ferðamönnum. Þeir eru taldir tilboðsdrifnir og eru gjarnir á að elta sólina. Þó einhver bið verði á markaðsátaki stjórnvalda eru fyrirtækin komin á fullt í undirbúningi og tilboðum rignir yfir neytendur. Útlit er fyrir að kórónuveirufaraldurinn hamli ferðalögum að einhverju leyti og fyrirtæki eru mörg enn óviss um hvort það borgi sig að hafa opið.
Fresta viðhaldsverkefnum út af tekjuhruni
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir viðbúið að fresta þurfi einhverjum viðhaldsverkefnum í sumar út af fyrirsjáanlegu tekjuhruni vegna Covid faraldursins. Til stendur að opna þjónustumiðstöðina á ný þegar samkomubannið verður rýmkað í næstu viku.
02.05.2020 - 12:18
Fjárfest í hótelrekstri fyrir 160 milljarða á 5 árum
Fjárfest var, hér á landi, í hótel- og veitingahúsarekstri fyrir tæplega 160 milljarða á fimm ára tímabili frá 2014 til 2019. Á þeim árum fjölgaði ferðamönnum verulega. Nýting hótela var góð þangað til COVID-19 faraldurinn braust út í mars þegar hún dróst saman um meir en helming samanborið við árið áður.
30.04.2020 - 13:39
Sektaður um tæpa milljón fyrir heimagistingu á Booking
Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur lækkað sekt sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu úr 1,5 milljónum króna í 950 þúsund vegna heimagistingar sem auglýst var á bókunarvefnum Booking.com. Þar hafði fasteign verið leigð út sem tvö gistirými, annars vegar stúdíóíbúð í kjallara og íbúð á hæð, án leyfis.
Myndskeið
„Þetta hjálpar okkur gríðarlega“
Ferðaþjónustan segir að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í morgun hafi farið fram úr væntingum. Þær hjálpi meira en fólk hafi þorað að vona og muni gera það að verkum að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri.
Viðtal
Ætlar ekki að segja bönkunum fyrir verkum
„Ríkið getur að sjálfsögðu ekki gert þá kröfu á banka að fara í meiriháttar lánveitingar til fyrirtækja sem eru tæknilega gjaldþrota,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, um brúarlánin sem til stendur að veita fyrirtækjum sem eiga í rekstrarvanda vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir hún að á meðan Icelandair er að vinna í sínum málum, geti hún ekki svarað því hvort íslensk stjórnvöld ætli að koma fyrirtækinu til hjálpar með beinum hætti.
Viðtal
„Meiri stuðningur en ég átti von á“
Hlutabótaleiðin hefur komið rútufyrirtækinu Teiti hópferðum vel. Framkvæmdastjórinn, Haraldur Teitsson, segir viðbótaraðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í dag hafa farið fram úr væntingum. Hann vonast til þess að hægt verði að semja við ákveðin ríki um komur ferðamanna hingað til lands. Fyrirtækið sé tilbúið að grípa til sérstakra sóttvarnaráðstafana til að minnka snertiflöt ferðamannanna við samfélagið.
Viðtal
Ríkið ætlar að gera meira vegna ástandsins
„Við erum bara stödd í miðjunni á afleiðingum þessa heimsfaraldurs. Það er alveg á hreinu að við munum verða að kljást við þær áfram. Þannig að það er alveg ljóst að það verður fleira gert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir blaðamannafund um þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna afleiðingar COVID-19.
Viðtal
Segir mikilvægt að Icelandair fái fé frá ríkinu
Staðan í ferðaþjónustunni er mjög óraunveruleg og óvissan meiri en nokkru sinni áður, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi stjórnarformaður Heimsferða. Hann segir mikilvægt að ríkið og lífeyrissjóðir komi Icelandair til bjargar.
Kynna nýjar aðgerðir klukkan 11:30
Ríkisstjórnin kynnir frekari aðgerðir í dag til að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11:30.
Kynna nýjar aðgerðir á morgun
Ríkisstjórnin kynnir frekari aðgerðir á morgun til að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi út af kórónuveirufaraldrinum. Sérstaklega verður horft til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar.
Viðtal
Vill að fyrirtæki í ferðaþjónustu fái styrki frá ríkinu
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, vill að hið opinbera styrki fyrirtæki í ferðaþjónustu, í stað þess að lána þeim. Þetta sé mikilvægt til þess að tryggja viðunandi lífskjör í framtíðinni. Hún segir að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu fari í þrot á næstunni, verði ekkert að gert.
Ferðaþjónustan í Eyjum treystir á þjóðhátíð í sumar
Formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja segir mikið undir þjóðhátíð og stórum fótboltamótum sem haldin eru í Eynni á sumrin. Vestmannaeyjabær ætlar að fara í markaðsátak fyrir tólf milljónir til að laða Íslendinga þangað.
26.04.2020 - 15:04
Umferð um hringveginn minnkaði um þriðjung í mars
Umferð á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í skammtímahagvísum ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 31 prósent á Suðurlandi og Vesturlandi, um 33 prósent á Austurlandi og 36 prósent á Norðurlandi.
24.04.2020 - 10:05
Yfirgripsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir í apríl
„Icelandair Group mun í þessum mánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Á sama tíma verður lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný,“ segir í tilkynningu sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands og fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag.
Viðtal
Sá tvo erlenda ferðamenn við Mývatn
„Við áttum að vera að taka á móti 100 eldri borgurum núna. Og nú væri lokafrágangur á bókunum sumarsins og það væri að byrja að streyma til okkar fólk til að vinna og við værum að koma öllu í gang. En það er svolítið annað uppi á teningnum núna,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, hótelstjóri á Sel hóteli Mývatn, um stöðuna sem er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Engir ferðamenn hafa verið á hótelinu í heilan mánuð, en Yngvi sá þó tvo erlenda ferðamenn á svæðinu í gær.
„Við erum ekki einu sinni með 25% vinnu“
„Það er náttúrulega bara allt stopp,“ segir Breki Logason, framkvæmdastjóri og einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours. Búið er að taka alla bíla fyrirtækisins af númerum og ekki er gert ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir ár. Breki segir að þótt fyrirtækið sé komið í eins konar híði, sé starfsfólk samt sem áður í 25% starfshlutfalli.