Færslur: Ferðaþjónusta

Silfrið
Fullkomlega ósammála um söluna á Íslandsbanka
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé langbesti tíminn til að hefja sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Hagfræðingur við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn er því algjörlega ósammála og segir að núna sé aftur á móti afar slæmur tími til slíks og líkti því við brunaútsölu vegna faraldursins og frystra lána ferðaþjónustunnar.
17.01.2021 - 15:57
Halda uppi lágmarkssamgöngum við umheiminn
Hertar reglur á landamærum Danmerkur hafa neikvæð áhrif á flugsamgöngur segir Bogi NIls Bogason, forstjóri Icelandair. 
09.01.2021 - 12:32
„Árið 2020 var hroðalegt, erfitt og krafðist úthalds“
Fyrir ári síðan gat fólk ekki ímyndað sér lokuð landamæri og draugalegar flugstöðvarbyggingar, raðir af rútum sem teknar höfðu verið af númerum, mannlausa ferðamannastaði, bílskúrsútilegur. Ferðaþjónustan varð fyrir roknahöggi árið 2020. En hvernig verður árið 2021? Um það ríkir óvissa. Spegilinn gerði upp ferðaþjónustuárið með Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Ferðagjöfin framlengd út maí 2021
Ferðagjöf stjórnvalda verður framlengd til 31. maí 2021. Þetta samþykkti Alþingi í lok síðustu viku.
Ferðamenn sagðir velkomnir til Tenerife
Svo virðist sem hertar sóttvarnaaðgerðir á Tenerife hafi ekki áhrif á komur ferðamanna til landsins. Rúmlega 230 Íslendingar eiga bókað far með ferðaskrifstofunni Vita til Tenerife á þriðjudag í næstu viku. 
17.12.2020 - 12:15
Íhuga að loka Tenerife
Yfirvöld á Spáni íhuga að herða sóttvarnaaðgerðir á Tenerife vegna vaxandi fjölda Covid smita. Til greina kemur að loka eyjunni fyrir ferðamönnum.
16.12.2020 - 22:22
Tuga milljarða samdráttur í veitingageiranum
Kortavelta í veitingageiranum var 22 milljörðum króna minni á tímabilinu mars til október á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þar munar mestu um 19 milljarða samdrátt í kortaveltu erlendra ferðamanna.
10.12.2020 - 06:42
Myndskeið
Ætla að opna baðstað í Vaðlaheiði vorið 2022
Hjón á Akureyri hafa samið við Norðurorku um nýtingu á rúmlega 40 gráðu heitu vatni sem fannst við gerð Vaðlaheiðarganga. Skammt frá göngunum ætla hjónin byggja upp böð sem munu rúma 180 gesti í senn.
07.12.2020 - 20:46
Færri gjaldþrot í ferðaþjónustu en óttast var
Gjaldþrot í ferðaþjónustu eru færri en óttast var fyrr á árinu. Hins vegar eru skuldir orðnar miklar og viðbúið að það taki greinina þrjú til fjögur ár að rétta úr kútnum. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Viðtal
Verja 150 milljónum í að kynna Reykjavík sem áfangastað
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 150 milljóna króna herferð til þess að kynna borgina sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að svo miklu fé hafi ekki verið varið í markaðsherferð fyrir borgina árum saman.
Ferðaþjónustan fjögur ár að jafna sig eftir kreppuna
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að útlit sé fyrir að gjaldþrot í greininni verði færri en óttast var.
Myndskeið
Annar hluti Íslandskynningar að fara í loftið
Annar hluti auglýsingaherferðar, sem miðar að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, fer í loftið eftir rúma viku í Bandaríkjunum og Evrópu. Fagstjóri hjá Íslandsstofu segir að eftir jákvæðar fréttir af bóluefni hafi stöðugt fleiri slegið inn leitarorðið Ísland á netinu, en samkeppnin við aðra áfangastaði sé þó hörð.
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri verður lokað um áramót þegar verslunin Kjarval verður lögð niður. Oddviti Skaftárhrepps segir þetta mikið högg fyrir samfélagið og færi þjónustustigið mörg ár aftur í tímann.
27.11.2020 - 15:49
Rukkaður um hátt í fimm milljónir fyrir bíla í rekstri
Skatturinn hefur rukkað fyrrverandi eiganda ferðaþjónustufyrirtækis um hátt í fimm milljónir, vegna hlunninda af tveimur bílum sem notaðir voru í rekstrinum. Eigandinn segist hafa sýnt fram á að hann hafi ekki notað bílana í eigin þágu.
26.11.2020 - 12:13
Spegillinn
Norskur gróði á tímum farsóttar
Norska ríkið græðir á kófinu. Og það sem meira er: Það er hagvöxtur í landinu þannig að allt sem tapaðist með víðtækum lokunum í atvinnulífinu í vor er komið til baka. Norðmenn hafa smátt og smátt lært að lifa með smitinu og græða í efnahagskófinu
24.11.2020 - 18:52
Sextíu prósenta tekjusamdráttur í flugrekstri
Tekjur af flugrekstri í heiminum dragast saman um sextíu af hundraði á þessu ári vegna COVID-19 farsóttarinnar, að því er IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, greindi frá í dag. Þar segir að heimsfaraldurinn framtíð atvinnugreinarinnar. Árið 2020 eigi að öllum líkindum eftir að verða hið versta frá því að flugsamgöngur hófust.
24.11.2020 - 14:27
Landamæratilslakanir mega ekki koma seinna en í febrúar
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það hefði mátt útvíkka hlutabótaleiðina. Breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum megi ekki vera mikið seinni en í febrúar til að tryggja verðmætasköpun í sumar. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hver vika skipti máli.
Spegillinn
Ferðaþjónustan tekur fljótt við sér
Fregnir síðustu daga um að góður árangur hafi náðst hjá tveimur stórum lyfjafyrirtækjum í þróun bóluefnis hefur vakið þá von í brjósti margra að það sjái fyrir endann á Covid  faraldrinum og að líf komist í eðlilegt horf á vormánuðum. Spegillinn ræddi við Skarphéðinn Berg Steinarsson Ferðamálastjóra um horfurnar í ferðaþjónustunni.  
18.11.2020 - 10:47
Myndskeið
Hátt í 50 þúsund ósóttar ferðagjafir
Hátt í fimmtíu þúsund Íslendingar hafa enn ekki notað ferðagjöf stjórnvalda sem rennur út eftir einn og hálfan mánuð. Um 600 milljónir hafa þegar verið nýttar og hefur um þriðjungur runnið til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Afar léleg bókunarstaða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bókunarstaða íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja fyrir næsta ár sé afar léleg. Fréttir um væntanlegt bóluefni hafi ekki leitt til aukinnar eftirspurnar. Hann segir nauðsynlegt að stjórnvöld auki fyrirsjáanleika varðandi tilhögun sóttvarna á landamærum.
15.11.2020 - 18:10
Lánasjóður sveitarfélaga láni fyrir fasteignagjöldum
Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu óskuðu eftir því við sveitarfélög að fasteignagjöld yrðu felld niður á tímum kórónuveirufaraldursins.Varakrafa þeirra er að gjöldunum verði dreift með skuldabréfi til langs tíma, sem yrði fjármagnað með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
10.11.2020 - 06:59
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
Ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið 52% stuðningslána
Ferðaþjónustufyrirtæki hafa fengið 52 prósent allra stuðningslána samkvæmt samantekt Seðlabanka Íslands sem gerð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kanna nýtingu úrræðisins. Stærstur hluti lánanna hefur farið til fyrirtækja með færri en ellefu starfsmenn. Meðalfjárhæð lána hefur verið um átta milljónir króna.
30.10.2020 - 16:50
Vilja opna glæsitjaldsvæði í Önundarfirði
Umsókn um að setja upp lúxus- eða glæsitjaldsvæði á Flateyri er nú á borði skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Í umsókninni er óskað eftir afnotum af landi bæjarins í Önundarfirði, skammt fyrir utan Flateyri.