Færslur: Ferðaþjónusta

Mun valda töluverðu tjóni
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vissulega ákveðin vonbrigði að Íslendingar hafi ekki náð að komast lengra inn í haustið áður en þurfti að grípa til harðari aðgerða. „Við höfðum svo sem ekki gert okkur neinar vonir um að til þess myndi ekki koma, en það eru vissulega vonbrigði að það gerist svona hratt,“ segir Jóhannes.
30.07.2020 - 13:13
Óvissa og áform um að endurráða starfsfólk í uppnámi
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segja fjölgun kórónuveirusmita í Evrópu og bakslag hér mikið áhyggjuefni. Staðan setji áform fyrirtækja sem hugðust endurráða starfsmenn í haust í uppnám. 
Töpuðu 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem félagið skilaði til Kauphallarinnar í gær, ef miðað er við gengi dagsins í dag.
28.07.2020 - 07:48
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
Margir búnir að sækja ferðagjöf en færri nýta
Þegar hafa um 44 þúsund nýtt ferðagjöf stjórnvalda. Yfir 100 þúsund er búnir að sækja hana. Elías Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu segist svolítið hissa á því að fleiri séu ekki búnir að nýta gjöfina, það sé svo langt liðið á sumarið. Hann hvetur fólk til að nýta gjöfina en minnir þó á að hún gildir út árið.
Myndskeið
Bandaríkjamenn og Rússar eru duglegastir að öskra
Stattu með gleiða fætur, beygðu hnén örlítið og slakaðu á í öxlunum. Þér gæti þótt betra að setja hendur á mjaðmir. Fylgdu innsæinu. Ímyndaðu þér grátandi ungbarn. Svona eru leiðbeiningarnar til þeirra sem hyggjast leggja sitt af mörkum í öskurherferð sem ætlað er að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Nú hafa um 30.000 manns víða um heim tekið þessari áskorun og þrjár milljónir séð kynningarmyndband hennar.
21.07.2020 - 21:35
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Innheimta ólöglegan gistináttaskatt
Neytendasamtökin benda á Facebook-síðu sinni ferðalöngum á að hafa varan á og greiða ekki gistináttaskatt á ferðalögum sínum um landið næstu mánuði.
17.07.2020 - 16:02
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Myndskeið
Keflavíkurflugvöllur er að vakna til lífsins
Keflavíkurflugvöllur er smám saman að vakna til lífsins eftir því sem fleiri lönd slaka á ferðatakmörkunum. Komur í dag voru 17 og brottfarir 18 en til samanburðar voru komur og brottfarir átta um miðjan júní. Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Associates segist vonast til að einhver þeirra félaga sem hætt eru að fljúga til landsins hefji flug hingað aftur. Hann segir að gerður hafi verið samningur við Play-Air og vonir standi til að félagið hefji flug sem fyrst.
Sexmenningar af Norrænu í einangrun í vinnubúðum
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í morgun með 730 farþega um borð. Einn um borð hafði greinst smitaður af COVID-19 við sýnatöku í Hirtshals í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Um 4,5 milljarðar út úr ferðaábyrgðasjóði
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í nýjan ferðaábyrgðasjóð í þessari viku. Ferðamálastjóri býst við því að um hundrað ferðaskrifstofur sæki um lán til að endurgreiða pakkaferðir. Í heild eigi lánveitingarnar eftir að nema um 4,5 milljörðum króna. 
Myndskeið
„Væri dapurt að vera enn atvinnulaus við sumarlok“
„Við erum mjög tengd Íslandi og þótt við eigum okkar föðurland þá viljum við vera hér og vinna hér,“ segir Agnes Gac, hótelstarfsmaður í Vík í Mýrdal, í viðtali í kvöldfréttum.  
11.07.2020 - 23:07
Myndskeið
Næstum sjötíu þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Tæplega sjötíu þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og yfir tuttugu þúsund hafa þegar nýtt hana.
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Opna á umsóknir um stuðningslán
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa opnað á umsóknir um stuðningslán. Lánin voru meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins í apríl. Þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
09.07.2020 - 16:40
Íslendingar gera vel við sig en bjarga ekki öllu
Ferðalangar geta ekki gengið að því vísu að fá inni á hóteli því sums staðar er fullbókað fram í ágúst. Eigendur gisti- og afþreyingarþjónustu fagna því að Íslendingar skuli ferðast en ferðagleði landans bjargar ekki öllu. Samtök ferðaþjónustunnar tala um svikalogn.
08.07.2020 - 19:48
Myndskeið
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli
Hótel Saga hefur óskað eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 faraldursins.
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Ferðagjöfin vonandi aðgengileg fyrir helgi
Vonast er til að landsmenn geti nálgast ferðagjöf stjórnvalda frá og með deginum í dag eða morgundeginum. 
Fá engin laun, engan uppsagnarfrest og engar bætur
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Sternu Travel hefur ekki fengið greidd laun síðan í febrúar og sumt hefur þurft að bíða enn lengur. Eiganda fyrirtækisins tókst að afturkalla úrskurð um gjaldþrot og þar með á starfsfólkið ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en að loknum uppsagnarfresti.
12.06.2020 - 12:28
Play með nægt fjármagn til að fljúga í haust
Play hefur aðgang að nægilegu fjármagni til að fara í loftið og ætlar flugfélagið að hefja flug í haust. 
11.06.2020 - 06:40
Farþegar og áhafnir Icelandair munu bera grímur
Þeir sem munu ferðast með Icelandair frá og með 15. júní þurfa að bera andlitsgrímur. Það sama mun gilda um áhafnir flugvéla félagsins. Enginn matur verið borinn fram í vélum félagsins og þrif í þeim verða aukin.
09.06.2020 - 17:09
Fólk með lögheimili erlendis fái ekki ferðagjöf
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að ferðagjöf stjórnvalda fari aðeins til þeirra sem hafa skráð lögheimili á Íslandi. Nefndarálitinu var útbýtt í gær en breytingartillagan er í samræmi við umsögn frá Þjóðskrá Íslands.