Færslur: Ferðaþjónusta

Sameina fjölda ferðaþjónustufyrirtækja undir einu nafni
Ferðaþjónustufyrirtækin Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus sameinast nú undir nafni Icelandia.
17.05.2022 - 10:22
Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
Sjónvarpsfrétt
Samþjöppun í ferðaþjónustu
Talsverð samþjöppun hefur átt sér stað innan íslenskrar ferðaþjónustu undanfarið. Stór ferðaþjónustufyrirtæki hafa sameinast frá því að heimsfaraldurinn skall á fyrir rúmlega tveimur árum síðan.
09.05.2022 - 20:17
Bókanir að líkjast því sem var fyrir heimsfaraldur
Ferðaþjónustan er að braggast örar en spáð hafði verið. Bókanir fyrir ferðasumarið eru orðnar nánast sambærilegar hjá sumum ferðafyrirtækjum og fyrir sumarið 2019.
Ekki merkjanleg áhrif stríðsins á ferðaþjónustu
Stríðið í Úkraínu er ekki enn farið að hafa merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu hérlendis, segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að það geti þó breyst ef hækkun olíuverðs fer að leiða til hærri flugfargjalda. Auk þess verði að horfa til hækkana á framfærslukostnaði og vaxandi verðbólgu á markaðssvæðum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
23.03.2022 - 08:14
Vegamál mikilvæg ferðaþjónustunni
Til að hægt sé að halda úti ferðamennsku um allt land, allan ársins hring þarf að taka vegakerfið til gagngerrar endurskoðunar að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
09.03.2022 - 11:50
Blönduð ferðaþjónusta á flugvallarsvæði
Á flugvallarsvæði Siglufjarðar mun að öllum líkindum byggjast upp ýmis konar ferðaþjónustutengd starfsemi. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að stefnt sé á að minni flugvélar geti þó áfram nýtt flugbrautina.
09.03.2022 - 09:01
16,500 Rússar til Íslands 2019
Sextán þúsund og fimm hundruð rússneskir ferðamenn komu hingað til lands árið 2019 og hafði fjölgað um tæplega fimm þúsund á tveimur árum.
Sjónvarpsfrétt
„Beint flug eina leiðin til að breyta ferðahegðun“
Eftir langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á ferðamennsku eru erlendir gestir aftur farnir að streyma til landsins. Það á einnig við á landsbyggðinni. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir norðan segja beint millilandaflug til Akureyrar skipta þar öllu máli.
17.02.2022 - 16:37
Færri áfangastaðir á friðlýstum svæðum í hættu
Þeim áfangastöðum sem finna má innan friðlýstra svæða og teljast í góðu ástandi fjölgaði nokkuð árið 2021. Alls voru 64 staðir metnir í góðu ástandi samanborið við 60 ári fyrr. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunnar.
17.02.2022 - 15:40
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Sigl­ó Hót­el verð­ur Ke­a­hót­el
Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel árið 2015.
04.02.2022 - 13:50
Segir mikilvægt að vera í samræmi við önnur lönd
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að samræma reglur á landamærunum við reglur annars staðar. „Þannig að þegar fólk er að bóka fríið sitt þá sé ekki of mikill munur á því sem er hér og því sem er erlendis,“ segir Lilja.
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkaðinn á Íslandi.
Vöxtur í ferðaþjónustu og hækkanir á íbúðamarkaði
Íslandsbanki gerir ráð fyrir 4,7 prósenta hagvexti á árinu, þeim mesta frá því árið 2018, í nýrri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Aðalhagfræðingur bankans segir útflutningsvöxt ráða þar mestu og að von sé á rúmri milljón ferðamanna til landsins.
Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Helmingi fleiri brottfarir erlendra farþega í fyrra
Nærri helmingi fleiri erlendir farþegar fóru frá landinu í fyrra en árið 2020. Alls voru brottfarirnar tæplega 688 þúsund á síðasta ári en 479 þúsund ári fyrr og var aukningin 43,7 prósent. Þetta kemur fram í yfirferð Ferðamálastofu sem birtist í dag.
12.01.2022 - 17:09
Hundrað þúsund flugu með Play
Rétt rúmlega hundrað þúsund farðegar flugu með flugfélaginu Play á fyrsta hálfa ári félagsins í rekstri. Þetta segir í tilkynningu frá Play en alls voru farþegarnir 101.053 talsins og flugferðirnar rúmlega þúsund.
07.01.2022 - 15:19
Bretar taka öll lönd af „rauða listanum“
Bresk yfirvöld hafa gefið út að þau munu taka öll þau lönd sem eru á svokölluðum „rauðum ferðalista“ vegna heimsfaraldursins, af listanum á morgun. Á listanum voru ellefu ríki í Afríku og þurftu allir ferðalangar sem þaðan komu til Bretlands að fara í sóttkví á farsóttarhóteli.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Fimmfalt fleiri keyptu gistingu í september
Fimmfalt fleiri greiddu fyrir gistingu á ýmiskonar gististöðum hérlendis í september, en á sama tíma í fyrra, er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það virðist ferðaþjónusta ekki alveg komin í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn, því gistinætur í mánuðinum voru 15% færri en árið 2019. Greiddar gistinætur í nú í september voru 698.000 en á sama tíma fyrra voru þær aðeins 143.000.
29.10.2021 - 14:00
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Gistinóttum fjölgaði um 439 prósent
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 342 þúsund sem er 439 prósent aukning borið saman við september í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 63.100, eða 34 prósent fleiri en í september í fyrra, og gistinætur erlendra gesta 278.600 samanborið við 16.296. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.
15.10.2021 - 11:21
Landinn
Blandar nú landakokteila í stað „landa í sprite“
„Við erum búin að taka út þetta skítabragð, sem margir kannast við og er oft í landanum, og margir eru með slæmar minningar um. Og það sem eftir stendur er bara ótrúlega mjúkur spíri sem virkar ótrúlega vel í margt,“ segir Dagrún Sóla Óðinsdóttir, yfirkokkur á Blábjörgum á Borgarfirði eystra.
27.09.2021 - 14:00