Færslur: Ferðaþjónusta

Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Gistinóttum fjölgaði um 439 prósent
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 342 þúsund sem er 439 prósent aukning borið saman við september í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 63.100, eða 34 prósent fleiri en í september í fyrra, og gistinætur erlendra gesta 278.600 samanborið við 16.296. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.
15.10.2021 - 11:21
Landinn
Blandar nú landakokteila í stað „landa í sprite“
„Við erum búin að taka út þetta skítabragð, sem margir kannast við og er oft í landanum, og margir eru með slæmar minningar um. Og það sem eftir stendur er bara ótrúlega mjúkur spíri sem virkar ótrúlega vel í margt,“ segir Dagrún Sóla Óðinsdóttir, yfirkokkur á Blábjörgum á Borgarfirði eystra.
27.09.2021 - 14:00
Selur eignir í ferðaþjónustu á Siglufirði
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur sett allar eignir sínar sem tengjast ferðaþjónustu á Siglufirði á sölu. Þessu var fyrst greint frá á mbl.is. Með því gefst Róberti betra ráðrúm til að einbeita sér að þróun líftæknifyrirtækis síns á Siglufirði.
23.09.2021 - 08:48
Myndskeið
Færri ferðamenn í september
Tuttugu prósentum færri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrri helming septembermánaðar en fyrri helming ágústmánaðar. Framkvæmtastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir að sóttvarnaaðgerðir á landamærum dragi úr vilja ferðamanna til að koma til Íslands. Aðgerðir hér séu meiri en í nágrannalöndunum og það fæli ferðamenn frá. 
Vonir bundnar við norðurljós og eldgos
Óvissa ríkir um veturinn að sögn formanns Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna. Skólahópar sem komið hafa á þessum tíma í Íslandsferðir hafa ekki bókað í sama mæli og endranær en vonir eru bundnar við norðurljós og eldgos.
17.09.2021 - 09:27
Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Bara þrjár vikur eftir til að nota Ferðagjöfina
Aðeins þrjár vikur eru eftir til þess að nýta ferðagjöfina. Minna en helmingur Íslendinga hefur sótt gjöfina eða 140 þúsund manns og átta hundruðu milljónir króna eru því eftir í pottinum. Þau sem ætla ekki að nýta gjöfina geta ávísað henni til annarra.
Færri ferðamenn en vonast var til
Tæplega níu hundruð þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þrátt fyrir að farþegum hafi fjölgað að undanförnu er enn langt í að fjöldinn verði sambærilegur og fyrir faraldurinn. Árið 2019 fóru nærri 2,5 milljónir farþega til og frá Keflavíkurflugvelli í júní, júlí og ágúst.
07.09.2021 - 17:10
Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms
Samiðn hefur sent frá sér ályktun þar sem staða iðnnáms hér á landi er gagnrýnd harðlega. Staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám. Þá eigi 18 ára og eldri nánast enga möguleika á að komast í iðnnám og það sé algerlega óviðunandi.
01.09.2021 - 10:05
Sjónvarpsfrétt
Útsýnispallur á Bolafjalli opnar á næstu vikum
Framkvæmdum við útsýnispall á Bolafjalli er að ljúka og stefnir í að fólk fái njóta þess að horfa fram af hengifluginu á næstu vikum.
Þurfa ekki að endurgreiða miða í Reykjavíkurmaraþonið
Samkæmt skilmálum við kaup á miða í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fást miðar ekki endurgreiddir, en greint var frá í dag að hlaupinu yrði aflýst. Nokkuð hefur borið á óánægju með að ekki verði endurgreitt í ljósi óvenjulegra aðstæðna. Töluvert af gagnrýninni kemur frá erlendum þátttakendum sem eru ósáttir við að þurfa að breyta ferðaáætlunum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Þyrfti að bæta aðgengi í Stuðlagili
Stuðlagil hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna síðustu sumur. Landeigendur við Stuðlagil kalla eftir að aðgengi verði bætt til að mæta auknu streymi ferðamanna.
09.08.2021 - 15:35
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Myndskeið
Bólusetningarvottorð með AstraZeneca víðast samþykkt
Um 28 prósent heimsbyggðarinnar hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við kórónuveirunni og 14,2 prósent eru fullbólusett, langflestir í ríkari löndum heims. Eftir því sem bólusetningum vindur fram leggja fleiri land undir fót - og þá þarf víðast hvar að framvísa bólusetningarvottorði á landamærunum.
29.07.2021 - 20:09
Verða að framvísa neikvæðu covid-prófi við innritun
Flugfélagið PLAY hefur tilkynnt að farþegar sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt covid-próf við innritun fá ekki að fljúga með flugfélaginu til landsins frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé til þess að tryggja öryggi bæði farþega og áhafnar.
28.07.2021 - 13:52
Telur ferðalanga geta átt rétt á fullri endurgreiðslu
Hárauð lönd, varnaðarorð stjórnvalda og kröfur um sóttkví geta vel réttlætt það að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum sem vilja hætta við utanlandsferðir að fullu. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, er ekki sammála þessari túlkun, en segir að reynt sé að koma til móts við alla farþega. Nokkur fjöldi fólks sem vill slaufa fyrirhuguðum ferðum hefur í vikunni leitað liðsinnis Neytendasamtakanna. 
Efnahagslegar hrakspár ótímabærar
Bólusetning gekk vel hérlendis og virðist enn sem komið er veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum, þess vegna er ótímabært að koma fram með efnahagslegar hrakspár, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagðist bjartsýnn á framtíðina nú þegar lífið gengi sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir.
27.07.2021 - 13:10
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Myndskeið
Gera enn ráð fyrir að félagið nái fyrri styrk árið 2024
Ekki er farið að bera á afbókunum hjá íslensku flugfélögunum tveimur vegna fjölgunar smita og hertra sóttvarnaaðgerða. Forstjóri Icelandair býst við að félagið nái fyrri styrk árið 2024, en segir það hafa bolmagn til þess að standa ástandið lengur af sér.
Segir mikilvægast að Ísland verði áfram grænt á kortinu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir greinina ef Ísland yrði rautt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Hún segir nýjar sóttvarnatakmarkanir vægari en samtökin hafi búist við.
24.07.2021 - 12:44
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31