Færslur: Ferðatakmarkanir

Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Bandaríkin ekki undanþegin takmörkunum í ESB ríkjum
Evrópusambandið hefur ákveðið að taka Bandaríkin af lista sambandsins yfir þau lönd sem undanþegin eru sóttvarnaaðgerðum við komuna til landa sambandsins.
Hillir undir að Íslendingar geti ferðast vestur um haf
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamæri ríkisins fyrir bólusettu fólki frá flestum ríkjum heims. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, miðvikudag, en ekki kom fram á fundinum hvenær reglurnar ættu að taka gildi.
04.08.2021 - 22:26
Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja áhættumat
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja hvernig þau fara að því að flokka lönd í áhættuflokka vegna Covid-19. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu á þriðjudag.
21.07.2021 - 00:16
Evrópusambandið afléttir ferðabanni íbúa átta ríkja
Evrópusambandið samþykkti í gær að aflétta ferðabanni sem í gildi hefur verið gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir, ásamt borgurum sjö ríkja og svæða til viðbótar, komast þar með á hvítlista sambandsins sem heimilar ferðalög til ríkja þess að nýju.
Atlantic Airways hefur áætlunarflug til Íslands
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hyggst hefja áætlunarflug til Íslands og Skotlands eftir að tilkynning barst í síðustu viku um að Færeyjar yrðu fjarlægðar af rauðum listum beggja landa.
Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Átta farþegaþotur væntanlegar til landsins í dag
Viðbúið er að sóttkvíarhótelin tvö í Reykjavík fyllist á næstu dögum en von er átta flugvélum til Keflavíkurflugvallar í dag. Þær áttu að vera níu en flugi Icelandair frá Stokkhólmi hefur verið aflýst. Fyrsta vél Delta frá Bandaríkjunum lenti með á annað hundrað farþega í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar fjölgun flugferða til landsins.
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
Íhuga að banna ferðir frá Brasilíu vegna nýs afbrigðis
Yfirvöld í Bretlandi íhuga nú að banna komur ferðamanna frá Brasilíu til koma í veg fyrir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem þar hefur greinst berist til landsins.
14.01.2021 - 12:57
Rússneskum ferðamönnum fækkaði mest og dönskum minnst
Erlendir ferðamenn sem komu til Íslands á síðasta ári voru 76 prósentum færri en árið áður. Árið 2019 komu hingað tæpar tvær milljónir ferðamanna en árið 2020 voru þeir 478 þúsund, og svo lítill hefur fjöldinn ekki verið síðan árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. „Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi,“ segir þar.
13.01.2021 - 13:48
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Myndskeið
Árangur landamæraaðgerða metinn eftir helgi
Á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hefur enginn greinst með veiruna í seinni skimun.  Sóttvarnaráðstafanir á landamærum verða endurmetnar eftir helgi. 
29.08.2020 - 19:31
Bjarni um ferðatakmarkanir: „Hver dagur er dýr“
Fjármálaráðherra segir að hver dagur sem miklar ferðatakmarkanir eru í gildi sé dýr. Því sé mikilvægt að vera tilbúin til að opna landið um leið og aðstæður leyfa. Ríkisstjórnin hefur fengið hóp hagfræðinga til að gera heildstæða úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarnaráðstafana. Forsætisráðherra segir að þær ráðstafanir verði endurmetnar á næstu dögum.
Ísland áfram á undanþágulista í Bretlandi
Ísland er ekki meðal þeirra landa sem bresk stjórnvöld ákváðu í gær að fjarlægja af undanþágulista vegna ferðatakmarkana þar í landi. Tilkynnt var um það í gær að frá aðfaranótt laugardags þyrftu farþegar frá Sviss, Jamaíka og Tékklandi að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
28.08.2020 - 08:22
Þarf ítarlegri greiningu á áhrifum sóttvarnaaðgerða
Ráðherra ferðamála telur að leggja þurfi heildstætt mat á þjóðhagslegan kostnað og ávinning af misjafnlega ströngum sóttvörnum, annars vegar á landamærunum og hins vegar innanlands. Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sé að öllum líkindum brostinn eftir að hertar ferðatakmarkanir tóku gildi, segir í minnisblaði ráðherrans.
27.08.2020 - 13:12
Búast við afbókunum strax eftir helgi
Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segist búast við að afbókanir taki að berast strax eftir helgi vegna nýrra reglna um sóttkví eftir komu til landsins.
Öruggasta leiðin að skima alla tvisvar og beita sóttkví
Sóttvarnalæknir vill helst skima alla sem koma til landsins tvisvar og senda þá í sóttkví, Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn, sama hvaðan þeir koma. Hann telur að bylgja tvö af faraldrinum hér sé við það að líða hjá.
11.08.2020 - 18:14
Mjög líklegt að Ísland lendi á rauða listanum
Mismunandi er eftir löndum hvenær og á hvaða forsendum þau setja önnur lönd á svokallaða „rauða lista“. Þetta sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Almannavarna í dag. „Það getur vel verið að Ísland lendi í svona flokki. Það er meira að segja mjög líklegt,“ sagði hann á fundinum. Á þessum listum eru lönd þar sem smit eru útbreiddari og ferðamenn, sem frá þeim koma, þurfa að sæta strangari reglum en aðrir.
05.08.2020 - 14:44
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
Afnema ferðatakmarkanir til Schengen frá fimmtán ríkjum
Aðildarríki ESB samþykktu í dag að afnema tímabundnar ferðatakmarkanir inn á Schengen-svæðið gagnvart íbúum fimmtán ríkja.
30.06.2020 - 19:59