Færslur: Ferðatakmarkanir

Milljónir íbúa Beijing vinna heima hjá sér
Milljónir íbúa Beijing höfuðborgar Kína héldu sig heima við í morgun en borgaryfirvöld hafa smám saman komið á ferðatakmörkunum sem ætlað er að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19.
09.05.2022 - 06:30
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
„Óásættanleg hindrun“ að krefja ferðamenn um PCR-próf
Samtök ferðaþjónustunnar skora á yfirvöld að slaka á sóttvarnaraðgerðum við landamærin, samhliða afléttingum innanlandsaðgerða. Þau segja skýr efnahagsleg rök fyrir því og það sé „óásættanleg aukahindrun“ að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komuna til landsins.
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Öllum íbúum kínverskrar borgar gert að halda sig heima
Öllum íbúum í kínverskri borg er nú skipað að halda sig heima af ótta við útbreiðslu veirunnar. Kínversk yfirvöld grípa til mjög ákveðinna takmarkana um leið og smits verður vart.
Bretland á lista Þjóðverja yfir hááhættusvæði
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að Bretlandi hefði verið bætt á lista yfir þau lönd þar sem mikili hættu stafar af COVID-19. Því verða settar ferðatakmarkanir þangað sem taka gildi á miðnætti annað kvöld.
Billjóna tekjutap í ferðaþjónustunni vegna COVID-19
Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að ferðaþjónustufyrirtæki heimsins verði af tekjum upp á tvær billjónir Bandaríkjadala, um 260 billjónir íslenskra króna, á þessu ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta er nokkurn veginn sama tekjutap og ferðaþjónustan varð fyrir af völdum farsóttarinnar á síðasta ári.
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Bandaríkin ekki undanþegin takmörkunum í ESB ríkjum
Evrópusambandið hefur ákveðið að taka Bandaríkin af lista sambandsins yfir þau lönd sem undanþegin eru sóttvarnaaðgerðum við komuna til landa sambandsins.
Hillir undir að Íslendingar geti ferðast vestur um haf
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamæri ríkisins fyrir bólusettu fólki frá flestum ríkjum heims. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, miðvikudag, en ekki kom fram á fundinum hvenær reglurnar ættu að taka gildi.
04.08.2021 - 22:26
Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja áhættumat
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja hvernig þau fara að því að flokka lönd í áhættuflokka vegna Covid-19. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu á þriðjudag.
21.07.2021 - 00:16
Evrópusambandið afléttir ferðabanni íbúa átta ríkja
Evrópusambandið samþykkti í gær að aflétta ferðabanni sem í gildi hefur verið gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir, ásamt borgurum sjö ríkja og svæða til viðbótar, komast þar með á hvítlista sambandsins sem heimilar ferðalög til ríkja þess að nýju.
Atlantic Airways hefur áætlunarflug til Íslands
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hyggst hefja áætlunarflug til Íslands og Skotlands eftir að tilkynning barst í síðustu viku um að Færeyjar yrðu fjarlægðar af rauðum listum beggja landa.
Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Átta farþegaþotur væntanlegar til landsins í dag
Viðbúið er að sóttkvíarhótelin tvö í Reykjavík fyllist á næstu dögum en von er átta flugvélum til Keflavíkurflugvallar í dag. Þær áttu að vera níu en flugi Icelandair frá Stokkhólmi hefur verið aflýst. Fyrsta vél Delta frá Bandaríkjunum lenti með á annað hundrað farþega í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar fjölgun flugferða til landsins.
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
Íhuga að banna ferðir frá Brasilíu vegna nýs afbrigðis
Yfirvöld í Bretlandi íhuga nú að banna komur ferðamanna frá Brasilíu til koma í veg fyrir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem þar hefur greinst berist til landsins.
14.01.2021 - 12:57
Rússneskum ferðamönnum fækkaði mest og dönskum minnst
Erlendir ferðamenn sem komu til Íslands á síðasta ári voru 76 prósentum færri en árið áður. Árið 2019 komu hingað tæpar tvær milljónir ferðamanna en árið 2020 voru þeir 478 þúsund, og svo lítill hefur fjöldinn ekki verið síðan árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. „Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi,“ segir þar.
13.01.2021 - 13:48