Færslur: Ferðatakmarkanir

Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Myndskeið
Árangur landamæraaðgerða metinn eftir helgi
Á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hefur enginn greinst með veiruna í seinni skimun.  Sóttvarnaráðstafanir á landamærum verða endurmetnar eftir helgi. 
29.08.2020 - 19:31
Bjarni um ferðatakmarkanir: „Hver dagur er dýr“
Fjármálaráðherra segir að hver dagur sem miklar ferðatakmarkanir eru í gildi sé dýr. Því sé mikilvægt að vera tilbúin til að opna landið um leið og aðstæður leyfa. Ríkisstjórnin hefur fengið hóp hagfræðinga til að gera heildstæða úttekt á efnahagslegum áhrifum sóttvarnaráðstafana. Forsætisráðherra segir að þær ráðstafanir verði endurmetnar á næstu dögum.
Ísland áfram á undanþágulista í Bretlandi
Ísland er ekki meðal þeirra landa sem bresk stjórnvöld ákváðu í gær að fjarlægja af undanþágulista vegna ferðatakmarkana þar í landi. Tilkynnt var um það í gær að frá aðfaranótt laugardags þyrftu farþegar frá Sviss, Jamaíka og Tékklandi að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
28.08.2020 - 08:22
Þarf ítarlegri greiningu á áhrifum sóttvarnaaðgerða
Ráðherra ferðamála telur að leggja þurfi heildstætt mat á þjóðhagslegan kostnað og ávinning af misjafnlega ströngum sóttvörnum, annars vegar á landamærunum og hins vegar innanlands. Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sé að öllum líkindum brostinn eftir að hertar ferðatakmarkanir tóku gildi, segir í minnisblaði ráðherrans.
27.08.2020 - 13:12
Búast við afbókunum strax eftir helgi
Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segist búast við að afbókanir taki að berast strax eftir helgi vegna nýrra reglna um sóttkví eftir komu til landsins.
Öruggasta leiðin að skima alla tvisvar og beita sóttkví
Sóttvarnalæknir vill helst skima alla sem koma til landsins tvisvar og senda þá í sóttkví, Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn, sama hvaðan þeir koma. Hann telur að bylgja tvö af faraldrinum hér sé við það að líða hjá.
11.08.2020 - 18:14
Mjög líklegt að Ísland lendi á rauða listanum
Mismunandi er eftir löndum hvenær og á hvaða forsendum þau setja önnur lönd á svokallaða „rauða lista“. Þetta sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Almannavarna í dag. „Það getur vel verið að Ísland lendi í svona flokki. Það er meira að segja mjög líklegt,“ sagði hann á fundinum. Á þessum listum eru lönd þar sem smit eru útbreiddari og ferðamenn, sem frá þeim koma, þurfa að sæta strangari reglum en aðrir.
05.08.2020 - 14:44
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
Afnema ferðatakmarkanir til Schengen frá fimmtán ríkjum
Aðildarríki ESB samþykktu í dag að afnema tímabundnar ferðatakmarkanir inn á Schengen-svæðið gagnvart íbúum fimmtán ríkja.
30.06.2020 - 19:59