Færslur: ferðamennska

Urðu af þremur milljörðum vegna riftunar
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum varð af þriggja milljarða króna hagnaði vegna þess að ríkið rifti samningi um einkaleyfi á leið númer 55, sem ekur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þetta er mat dómkvaddra matsmanna héraðsdóms. Niðurstaða þeirra var kynnt sveitarstjórnarfólki á Suðurnesjum á aðalfundi sambandsins um síðustu helgi.
Viðtal
Tvö tilfelli af afrískum augnormi hér á landi
Tvö tilfelli af lóasýki, eða afrískum augnormi, hafa komið upp hér á landi að undanförnu, í fólki sem dvalið hafði í Afríku. Augnlæknir segir að með auknum ferðalögum berist áður óþekktir sjúkdómar og sýkingar til landsins.
06.09.2018 - 18:19
Gistinóttum Íslendinga fjölgar um rúm 70%
Gistinóttum Íslendinga á hótelum hér á landi fjölgaði um rúm sjötíu prósent í júní síðastliðnum sé miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbanka Íslands. Mest var aukningin á Suðurnesjum, eða um 140 prósent og segir í Hagsjánni að hana megi eflaust rekja til töluverðrar aukningar á ferðalögum Íslendinga til útlanda.
17.08.2018 - 13:55
Vilja ný bílastæði ofan við Almannagjá
Flytja á meirihluta bílastæða á Þingvöllum upp fyrir Almannagjá á næstu árum, samkvæmt drögum að stefnu þjóðgarðsins til næstu tuttugu ára. Endurskoðun á stefnu þjóðgarðsins hefur staðið yfir undanfarin misseri.
25.07.2018 - 19:41
Ferðalangar flykkjast austur í sólina
Fádæma blíðviðri hefur ríkt á Austurlandi í allt sumar og hefur fjöldi fólks gist á tjaldsvæðunum tveimur í Hallormsstaðarskógi; Atlavík og Höfðavík. Gistinætur í skóginum í júnímánuði voru 5.000 talsins og hafa aldrei verið fleiri síðan talning hófst.
10.07.2018 - 09:15
Spá að Airbnb verði umfangsmeira en hótelin
Gisting í gegnum vefinn Airbnb verður umfangsmeiri en gisting á öllum hótelum á landinu á þessu ári, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna sem kom út í dag.
11.04.2018 - 09:51
Hótelgisting í Reykjavík dýrust á Norðurlöndum
Ísland er einn dýrasti áfangastaður í heimi fyrir ferðamenn um þessar mundir, samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Verðlag hér á landi eru 28 prósentum hærra en annars staðar á Norðurlöndum, að meðaltali. Hótelgisting í Reykjavík er sú dýrasta á Norðurlöndum, samkvæmt skýrslu Greiningar Íslandsbanka sem gefin var út í dag. Þá er verðlag hér á landi 11 prósentum hærra en í Sviss.
11.04.2018 - 09:01
Tuttugu milljarða tekjur af Airbnb í fyrra
Tekjur af leigu í gegnum vefinn Airbnb jukust um 109 prósent hér á landi á síðasta ári, miðað við árið á undan. Alls námu tekjur leigusala á Airbnb hér á landi 19,4 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag.
11.04.2018 - 06:24
Pistill
Stígurinn sem við fylgjum
Sigurbjörg Þrastardóttir er á ferðalagi, eins og þúsundir annarra ferðamanna, í hinni eilífu Róm. Hún velti fyrir sér ferðamannagerinu í borginni í pistil í Víðsjá.
05.05.2017 - 15:53
Ferðamenn eyða lægri upphæðum
Dregið hefur úr kortaveltu á hvern ferðamann sem bendir til þess að þeir fara sparlegar með útgjöld sín en áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
21.03.2017 - 10:35
960 þúsund ferðamenn á bílaleigubílum í fyrra
Meira en helmingur erlendra ferðamanna hér á landi í fyrra leigðu sér bíl til að ferðast um landið, og óku honum að meðaltali 230 kílómetra á dag. Þetta kemur fram í greinargerðinni Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016, sem Vegagerðin birtir á heimasíðu sinni. Tvöfalt fleiri ferðamenn nýttu sér bílaleigubíla í fyrra en árið 2014, og næstum sex sinnum fleiri en árið 2009, þegar 166 þúsund erlendir ferðamenn leigðu sér bíl.
17.03.2017 - 07:36
  •