Færslur: ferðamennska

Mikill samdráttur í farþegaflugi til Færeyja
Samdráttur í ferðum um alþjóðaflugvöllinn í Vogum í Færeyjum er ríflega 57 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020. Ferðamannaiðnaður í eyjunum hefur orðið fyrir þungu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins.
05.12.2020 - 01:48
15 hótel opin af 48
15 af þeim 48 hótelum sem eru í eigu fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eru opin, þar af eru sjö á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum hótelum eru samtals rúmlega 5.000 herbergi en nú eru tæplega 2.200 opin. 
22.10.2020 - 06:51
Myndskeið
BSÍ verður lokað eftir helgi
Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segist vonast til að minnisblað ferðamálaráðherra, þar sem fram kemur að huga verði að sértækum mótvægisaðgerðum í þágu ferðaþjónustunnar, verði til þess að gripið verði til aðgerða til að rétta hlut hennar.
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
29 farþegar í hverri London-þotu í apríl og 51 í maí
Í aprílmánuði flugu 912 farþegar á milli Íslands og London og 1.214 í maí. Í hverri þotu voru að jafnaði voru 29 farþegar í apríl og 51 farþegi í maí.
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Ekki hægt að nota 5.000 kallinn til að leigja tjald
Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi ekki ná yfir starfsemi sem mína. Þetta segir Ernir Skorri Pétursson, eigandi tjaldaleigunnar Rent a Tent, en 5.000 króna ferðaávísunargjöf frá ríkisstjórninni verður ekki hægt að nota til að leigja tjöld og annan útilegubúnað. 
Ferðamenn vörðu 284 milljörðum í fyrra
Erlendir ferðamenn vörðu 284 milljörðum hér á landi í fyrra. Þeir keyptu veitinga- og gistiþjónustu fyrir rúmlega 109 milljarða sem voru hæstu útgjaldaliðirnir. Þá vörðu þeir 75,7 milljörðum í tómstundir og menningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi í fyrra.
18.05.2020 - 11:28
Verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak
Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland - saman í sókn.“ Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ísland verður kynnt sem áfangastaður á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd landsins, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Stærsti hluti upphæðarinnar fer í birtingar á erlendum mörkuðum.
Nær allir leiðsögumenn án atvinnu
Nær allir leiðsögumenn landsins eru nú án atvinnu og segir Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, að flestir falli milli skips og bryggju þegar kemur að úrræðum stjórnvalda við atvinnuleysi.
Sjá fram á samdrátt í bílasölu
Sala á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 7,4 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Útlit er fyrir að samdrátturinn verði meiri næstu tvo mánuði enda hafa bílaleigur keypt um 40 prósent nýrra fólksbíla síðustu ár.
31.03.2020 - 12:41
Netgreiðslur Kínverja til Íslands drógust saman um 62%
Kortavelta kínverskra ferðamanna í þjónustuflokkum á netinu hér á landi dróst saman um 62 prósent í síðasta mánuði. COVID-19 kom fyrst upp í Kína í desember og því gætir áhrifanna á ferðaþjónustu fyrst þaðan. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.
12.03.2020 - 16:58
Verð á hótelgistingu lækkaði um 12,5% milli ára
Verð á hótelgistingu í Reykjavík var tæpum 16 prósentum lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2018. Að sama skapi var nýting hótelherbergja í borginni minni. 
03.01.2020 - 07:48
Bandarískum ferðamönnum fækkaði um 35%
Tvisvar sinnum áður hafa komið fleiri ferðamenn til landsins yfir sumartímann en á því sumri sem nýliðið er. Ferðamönnum frá Norður-Ameríku og Bretlandi hefur fækkað. Aftur á móti hefur ferðamönnum frá Asíu fjölgað og fjöldinn frá Mið- og Suður-Evrópu var nánast sá sami í ár og í fyrra. Þetta kemur fram í ferðaþjónustutölum sumarsins frá Ferðamálastofu.
25.09.2019 - 16:17
Gistinóttum á gistiheimilum fjölgaði um 14%
Gistinóttum á hótelum fækkaði um fimm prósent í júní samanborið við sama mánuð í fyrra, en fjölgaði hins vegar 14 prósent á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
31.07.2019 - 14:22
Fræða ferðamenn um umgengni á norðurslóðum
Samtök fyrirtækja sem sigla með ferðamenn um norðurslóðir hafa gefið út veggspjöld með leiðbeiningum um ábyrga ferðamennsku, meðal annars um hvernig ferðast má með ábyrgum hætti án þess raska dýralífi og hegðun í byggðum á norðurslóðum.
19.06.2019 - 13:24
Gaman ferðir hætta starfsemi vegna þrots WOW
Ferðaskrifstofan Gaman ferðir hefur hætt starfsemi og skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu. WOW air átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni. Það reyndist of dýrt að útvega flug með öðrum flugfélögum eftir fall flugfélagsins á dögunum.
11.04.2019 - 22:21
Pistill
Ferðamannastraumurinn á Íslandi fyrr á öldum
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um ferðamennsku á Íslandi fyrr á öldum. Álit ferðamanna sem hingað komu á 19. öld var á Íslendingum var misjafnt segir hún. „Sumir hrifust af hinu íslenska landbúnaðarsamfélagi, gestrisni íbúanna og óvenju góðri latínukunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Aðrir náðu ekki upp í nefið á sér af hneykslun yfir því hvað Íslendingar væru skítugir, latir og ágjarnir.“
09.03.2019 - 14:00
Meta álag á innviði vegna ferðaþjónustu
Fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur valdið auknu álagi á innviði, umhverfi og samfélag. Stjórnstöð ferðamála, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og verkfræðistofan Efla hafa undanfarið ár unnið að verkefni sem miðar að því að leggja mat á þetta álag.
14.12.2018 - 12:31
Viðtal
Gætu þurft aðgangsstýringu í framtíðinni
Aðgangsstýringar á vinsælum ferðamannastöðum hafa gefið góða raun í nágrannalöndunum og verið lausn á ákveðnum vandamálum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég tel að eins og stendur í dag erum við ekki komin að þeim mörkum,“ sagði hann í viðtali við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.
17.10.2018 - 19:40
Vill skoða breytingar á stýringu á ferðamönnum
Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, segir tímabært að velja sem allra fyrst hentugan ferðamannastað til að kanna hvort stýra þurfi ferðamönnum með öðrum hætti en gert er. Skýr merki séu um að mörg svæði séu komin að þolmörkum.
17.10.2018 - 19:10
Segir WOW bera að útvega annað flugfar
Flugfélaginu WOW air ber að bjóða farþegum val um annað flug á áfangastað eða endurgreiðslu á farmiða vegna flugs til þeirra þriggja borga sem fyrirtækið hefur nú ákveðið að aflýsa flugi til, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
08.10.2018 - 06:30