Færslur: ferðamenn

Aldrei lent í eins miklu tjóni á bílaleigubílum
Forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir minnst tíu bíla í þeirra eigu hafa eyðilagst í storminum sem gekk yfir landið í fyrradag. Hann segir það standa til að skoða staðsetningarbúnað í bílunum, vegna grunsemda um að ferðamenn hafi keyrt framhjá lokunarpóstum Vegagerðarinnar.
27.09.2022 - 15:44
Ferðamenn slegnir eftir grjótfok sem sprengdi rúður
Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær þegar mikið hvassviðri skall á með grjótfoki. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl þegar rúður sprungu, en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veðurofsinn á þessum stað hafi verið meiri en spáð var og því hafi veginum verið lokað seinna en æskilegt hefði verið.
26.09.2022 - 17:21
Sameinast gegn því að leggja af vegabréfsáritanir Rússa
Þjóðverjar og Frakkar hafa sameinast í andstöðu við algert bann við vegabréfsáritunum fyrir rússneska ríkisborgara til ríkja Evrópusambandsins. Þeir telja að heldur ætti að finna skynsamlega leið til að ákveða hverjir fá áritun, segir í sameiginlegu bréfi til fulltrúa annarra ríkja sambandsins.
Ræða kröfu Úkraínumanna um algert ferðabann á Rússa
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræða í vikunni mögulegt bann við komu rússneskra ferðamanna þangað. Málið verður rætt að beiðni Úkraínumanna á tveggja daga fundi sem hefst á þriðjudag í Prag, höfuðborg Tékklands.
Rússar keyra til Finnlands og fljúga þaðan innan Evrópu
Lúxusbílar með rússneskar númeraplötur hafa verið óvenjuáberandi á götum Finnlands að undanförnu. Hundruð bíla á bílastæði við alþjóðaflugvöllinn í Helsinki eru rússneskir.
Fuglaskoðun vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir fuglaskoðendur draumaferðamenn sem fari fjölgandi. Þegar hafa fimm vönduð fuglaskoðunarskýli verið sett upp á Norðausturlandi, það nýjast er á Skoruvíkurbjargi á Langanesi.
Bræður björguðu fimm manns úr Krossá
Fimm erlendum ferðamönnum var bjargað úr miklum háska í Krossá á leið inn í Þórsmörk í gær. Bíll þeirra var fyrir framan mikinn hyl í ánni og illa hefði getað farið. Harpa Sif Þorsteinsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar á Hvolsvelli, segir að ferðamennirnir hafi augljóslega ekki vitað hve hættuleg áin er. 
14.08.2022 - 13:29
Spila úkraínska þjóðsönginn á vinsælum ferðamannastað
Yfirvöld finnsku borgarinnar Imatra hafa mótmælt innrás Rússa með sérstökum hætti frá því í lok júlí. Það er gert með aðstoð náttúruaflanna og tónlistar. Til stendur að draga úr útgáfu vegabréfsáritana fyrir rússneska ferðamenn.
14.08.2022 - 07:32
Viðtal
Gosið hafi mögulega áhrif á aðra ferðamannastaði
Áhugi ferðamanna á Íslandi sem áfangastað hefur aukist eftir að eldgos hófst í Meradölum og meiri umferð er á vefsíðum flugfélaganna. Ritstjóri Túrista segir þó hættu á að ferðamenn eyði minna á öðrum stöðum á landinu vegna gossins.
05.08.2022 - 10:21
Páskaeyja opnuð ferðamönnum að nýju
Sá vinsæli ferðamannastaður, Páskaeyja í Kyrrahafi, var formlega opnaður fyrir heimsóknir í gær. Þangað hefur enginn getað farið í meira en tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Enginn ferðamaður reikni með að lenda í slyddu í júlí
Búist er við slyddu eða snjókomu á hálendinu norðan Vatnajökuls og til fjalla á Austurlandi í kvöld og fram á morgundaginn. Einnig er búist við hálku á fjallvegum. Landvörður í Drekagili segir engan erlendan ferðamann reikna með að lenda í slyddu í júlí.
29.07.2022 - 18:24
Lest í Grímsey
Nú er hægt að fara um Grímsey með lest. Lestin er þó ekki á teinum því þetta er traktor í líki eimreiðar sem dregur á eftir sér tvo vagna.
11.07.2022 - 15:34
Ferðamenn hræddir í óveðri næturinnar
Gul veðurviðvörun er í gildi á stórum hluta landsins. Von er á sviptivindum á nokkrum stöðum þar sem varað er við að vera á ferðinni. Gestir á hálendinu lentu í minniháttar hrakningum í nótt.
Skýrsla sýnir að loka þyrfti Eiffel-turninum
Endurbætur sem verið er að gera á Eiffel-turninum fyrir Ólympíuleikana í París 2024, verða ekki aðeins þær dýrustu heldur einnig þær tilgangslausustu í sögu minnisvarðans. Franska vikublaðið Marianne komst yfir leynilega skýrslu sem bendir til þess að ástandið á járnturninum sé verulega slæmt.
06.07.2022 - 16:30
Vonbrigði að ráðherra standi ekki með ferðaþjónustunni
Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra segist ekki sjá að hvalveiðar valdi því að færri ferðamenn sækist hingað en ella, en fylgjast þurfi vel með því. Hún kveðst hlynnt hvalveiðum eins og staðan er nú. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja furða sig á þessari skoðun ráðherrans, það séu vonbrigði að hún standi ekki með greininni.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfuveggur á Sauðárkróki
Í miðbæ Sauðárkróks er verið að mála risavaxna veggmynd til að lífga upp á bæinn. Væntingar standa til að ferðamenn taki myndir af sér við verkið og deili sem víðast og veki athygli á Skagafirði sem áfangastað.
05.07.2022 - 19:17
Flæddi inn í bílinn upp að sætunum
Tveir björgunarsveitarhópar voru kallaðir út um klukkan tíu í gærkvöld, eftir að bíll með tveimur ferðamönnum festist í Markarfljóti.
03.07.2022 - 18:00
Ferðamenn festust í Markarfljóti
Tveir björgunarsveitarhópar voru kallaðir út í gærkvöldi um tíuleytið, eftir að bíll með hópi ferðamanna festist í Markarfljóti við Laufafell. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
03.07.2022 - 09:12
Fjöldi gistinótta tæplega þrefaldast milli ára
Gistinætur á íslenskum gististöðum voru tæplega þrefalt fleiri í maí en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn talsvert í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
Leiðsögumenn líka í áfalli þegar fólk slasast
Stéttarfélag leiðsögumanna segir ekki nógu vel hugsað um líðan leiðsögumanna sem lenda í óhöppum með hópum sínum. Snorri Steinn Sigurðsson varaformaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir að slys í ferðaþjónustu, eins og í Reynisfjöru, séu hörmuleg fyrir ferðamenn og aðstandendur þeirra. 
Vissara að klæða sig vel í útilegunni fyrir norðan
Það gránaði í fjöll á norðanverðu landinu í nótt og vissara fyrir þá sem ætla í útilegu um helgina að klæða sig vel. Það spáir köldu veðri fyrir norðan næstu daga og þriggja til fimm stiga hita yfir nóttina.
23.06.2022 - 12:24
Nýtt síldarævintýri á Siglufirði
Segja má að síldarævintýrið á Siglufirði gangi í endurnýjun lífdaga í sumar en aldrei hafa verið bókaðar jafn margar síldarsaltanir á Síldarminjasafninu og í sumar. Safnstjóri segir að með söltunarsýningunum viðhaldist mikilvæg verkþekking.
19.06.2022 - 17:47
Vilja að Þórshöfn verði menningarborg Evrópu árið 2030
Borgarráðið í Þórshöfn í Færeyjum hefur lagt fram og samþykkt áætlun þess efnis að höfuðstaðurinn verði útnefndur Menningarborg Evrópu árið 2030. Evrópusambandið útnefnir borgir sem við það fá styrk til að kynna menningarlíf sitt.
Færeyingar búast við metfjölda ferðamanna í sumar
Færeyingar búa sig nú undir annasamt sumar hvað fjölda ferðamanna áhrærir. Öll hótel eru að fyllast en hótelrekendur greina breytingu í kauphegðun ferðamanna.
21.05.2022 - 23:30
Sjónvarpsfrétt
Helsta verkefni tjaldsvæða er að tryggja rafmagn
Tjaldsvæðið að Hömrum við Akureyri er eitt stærsta tjaldsvæði landsins og í sífelldum vexti. Forstöðumaður Hamra segir að stærsta verkefnið fyrir komandi sumar sé að tryggja gestum aðgang að rafmagnstenglum. 
10.05.2022 - 10:58