Færslur: ferðamenn

Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu 2% minni en í fyrra
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var tveimur prósentum minni í liðinni viku en í sömu viku á síðasta ári.
26.01.2021 - 07:04
Morgunvaktin
Ísland mun halda í sinn markhóp
Kannanir sýna að kórónuveirufaraldurinn mun hafa lítil áhrif á ferðahegðun fólks þegar það mun fara að ferðast aftur. Ólíklegt er að ráðstefnur muni leggjast af þó að mikil aukning hafi orðið á fjarfundum. Líklegt er að sá hópur, sem hafði hug á að ferðast til Ísland fyrir kórónuveirufaraldurinn, hafi það enn. Þetta segir Jóhannes  Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en hann var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun. 
8,3 prósent hótelherbergja nýtt í nóvember
Gistinætur á Íslandi í nóvember voru 92 prósentum færri en í nóvember í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 93 prósent, um 85 prósent á gistiheimilum og um 88 prósent á öðrum tegundum gististaða eins og farfuglaheimilum og orlofshúsum. Þetta sýna nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birti í morgun.
22.12.2020 - 11:24
Bandaríkjamarkaður stærsti óvissuþátturinn næsta sumar
Fregnir af bóluefni hafa blásið ferðaþjónustunni von í brjóst um að næsta sumar verði betra en á horfðist. Þó er langt frá því að bókanir séu farnar að streyma inn. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við fréttastofu.
07.12.2020 - 11:47
Ferðaþjónustan fjögur ár að jafna sig eftir kreppuna
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að útlit sé fyrir að gjaldþrot í greininni verði færri en óttast var.
„Þetta verður alltaf svolítil kristalskúluhagfræði“
Taka þarf spá Seðlabankans um fjölda erlendra ferðamenn hingað til lands á næsta ári með fyrirvara. Óvissuþættirnir eru margir og meiri fyrirsjáanleiki þarf að vera í sóttvarnaaðgerðum á landamærunum eigi ferðaþjónusta að eiga möguleika á að eflast á ný. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja opna glæsitjaldsvæði í Önundarfirði
Umsókn um að setja upp lúxus- eða glæsitjaldsvæði á Flateyri er nú á borði skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Í umsókninni er óskað eftir afnotum af landi bæjarins í Önundarfirði, skammt fyrir utan Flateyri.
Ferðaþjónustan fái 3,5 milljarða í tekjufallsstyrki
Ferðaþjónustufyrirtæki geta fengið allt að 7,2 milljóna króna styrk nái frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki fram að ganga. Áætlað er að þetta muni kosta ríkissjóð um 3,5 milljarð.
15 hótel opin af 48
15 af þeim 48 hótelum sem eru í eigu fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eru opin, þar af eru sjö á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum hótelum eru samtals rúmlega 5.000 herbergi en nú eru tæplega 2.200 opin. 
22.10.2020 - 06:51
Hótelinu á Deplum lokað - staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.
23.09.2020 - 15:12
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð fyrir Icelandair
Alþingi samþykkti í kvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Fjáraukalög voru samþykkt um að ríkið gæti veitt ábyrgðina. Lög um ríkisábyrgð til að veitu undanþáguna voru samþykkt og sömuleiðis lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til að tryggja að þeir geti tekið fullan þátt í hlutabréfaútboði Icelandair.
04.09.2020 - 20:56
Viðtal
Tekist á um ríkisábyrgð - Telur tapið ríkisvætt
Þingfundur stendur yfir á Alþingi þar sem frumvarp fjármálaráðherra um 15 milljarða ríkistryggða lánalínu til Icelandair er til umfjöllunar. Búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram á kvöldið. Málið er umdeilt. Vonir standa til þess að hægt verði að afgreiða það síðar í kvöld og ljúka þessu síð-sumarsþingi.
04.09.2020 - 19:55
Myndskeið
Bókanir hafa þurrkast upp síðustu daga
Svört staða blasir við í íslenskri ferðaþjónustu. Afbókanir hafa streymt inn síðan hertar reglur um sóttkví við komuna til landsins tóku gildi í síðustu viku og atvinnurekendur hafa þurft að segja upp fjölda fólks. Margir þeirra sem fréttastofa hefur rætt við í dag sjá fram á að þurfa að loka.
Krossá ófær og verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi
Vatnavextir í Krossá eru slíkir að rútur hafa ekki farið yfir vaðið í dag, heldur hafa þær sótt ferðalanga og sett úr við göngubrúna. Þá er verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi og hefur göngufólki verið snúið við.
09.08.2020 - 17:02
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
29 farþegar í hverri London-þotu í apríl og 51 í maí
Í aprílmánuði flugu 912 farþegar á milli Íslands og London og 1.214 í maí. Í hverri þotu voru að jafnaði voru 29 farþegar í apríl og 51 farþegi í maí.
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Tuttugu í sóttkví í Færeyjum
Nú eru fleiri en tuttugu í sóttkví í Færeyjum. Á laugardaginn greindist þriggja manna erlend fjölskylda með virkt smit við komuna til eyjanna.
21.07.2020 - 03:27
Fyrsta virka kórónuveirusmitið í Færeyjum frá í apríl
Skráðum tilfellum kórónuveirusmits í Færeyjum fjölgaði úr 188 í 191 í gær, sunnudag. Veiran greindist í þremur ferðamönnum við landamæraskimun.
20.07.2020 - 04:22
Hafa getað leyst úr fjölda mála fyrir neytendur
Tekist hefur að leysa úr fjölda mála sem bárust Neytandasamtökunum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með færri ferðatengdum málum eftir sumarið en áður, því flestar kvartanir að hausti tengist ferðum til útlanda.
15.07.2020 - 13:18
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.