Færslur: ferðamenn

Sjónvarpsfrétt
Hefðu átt að hringja fyrr á björgunarsveitir
Rekstrarstjóri Mountaineers segir að tímastjórnun og mat á færð hafi ekki verið sem skyldi þegar 39 ferðamenn lentu í hrakningum við Langjökul í janúar í fyrra. Hann fór yfir atvikið á ráðstefnu Landsbjargar sem haldin var í dag.
15.10.2021 - 19:10
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
„Lokað vegna viðhalds“ í Færeyjum
Fjöldi innlendra og erlendra sjálfboðaliða tók til hendinni við að hressa upp á helstu ferðamannastaði Færeyja í síðustu viku. Verkið sem gengur undir heitinu Lokað vegna viðhalds, er skipulagt af ferðamálayfirvöldum, upplýsingaskrifstofum og sveitarfélögum.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149%
Gistinóttum ferðamanna hér á landi fjölgaði um 84 prósent í ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149 prósent, á gistiheimilum fjölgaði þeim um 78 prósent og um 67 prósent á öðrum tegundum gististaða. Sé miðað við ágúst árið 2019, sem var áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 27 prósent.
30.09.2021 - 11:50
Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf
Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf stjórnvalda því frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti. Allir 18 ára og eldri fengu 5.000 króna ferðagjöf og var hugmyndin að örva ferðaþjónustuna eftir skakkaföll vegna heimsfaraldursins. Þegar er búið að sækja ferðagjafir fyrir rúman milljarð króna og eftir eru gjafir fyrir 183.000.000 krónur.
Vonast til að heimsins stærsta tré verði bjargað
Hundruð slökkviliðsmanna sem glíma við skógarelda í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eru bjartsýnir um að þeim takist að bjarga heimsins stærsta tré frá eldtungunum. Milljónir ekra hafa orðið skógareldum að bráð í sumar.
Helmingi færri Íslendingar á hótelum en í fyrra
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 30 milljörðum króna, en þær voru 7,8 milljarðar á sama tímabili árið á undan. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 79,1 milljarður króna, en 333 milljarðar á tólf mánaða tímabili ári fyrr.
15.09.2021 - 09:44
Erfiðar aðstæður tefja slökkvistarf á Spáni
Óstöðugir vindar, torfært landslag og mikill hiti tefja baráttu slökkviliðs við skógarelda sem nú geisa á sunnanverðum Spáni. Grunur leikur á að eldarnir hafi verið kveiktir af ásetningi enda komu þeir upp á nokkrum stöðum samtímis.
10.09.2021 - 12:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Evrópa · Skógareldur · Malaga · íkveikja · Bruni · Bretar · ferðamenn · Þurrkur
Ferðamenn kærulausari við flokkun á sorpi
Flokkun úrgangs var verri á Akureyri í sumar en í vetur. Orsökina má rekja til mikils fjölda ferðamanna sem dvaldi í bænum í sumar.
07.09.2021 - 11:15
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.
Eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa
Talið er brýnt að auka stígagerð við gosstöðvarnar á Reykjanesi og auka öryggi á núverandi leiðum að gosinu. Fundað hefur verið um frekari stígagerð. Formaður Björgunarsveitanna líkir ástandinu við kvikmyndina Groundhog day, þar sem menn enda ávallt á byrjunarreit, sama hvað reynt er. Aðalvarðstjóri lögreglunnar segir eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa.
Sjónvarpsfrétt
Þyrfti að bæta aðgengi í Stuðlagili
Stuðlagil hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna síðustu sumur. Landeigendur við Stuðlagil kalla eftir að aðgengi verði bætt til að mæta auknu streymi ferðamanna.
09.08.2021 - 15:35
Faraldurinn hefur aukið fátækt og sárafátækt í Mexíkó
Mikil fátækt hefur orðið hlutskipti milljóna Mexíkóa eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Einkum er ástandið erfitt á ferðamannastöðum landsins.
Hitamet í júlí fyrir norðan og austan
Júlímánuður í sumar var sá heitasti sem mælst hefur á þremur stöðum á landinu. Allir eru á Norður- og Austurlandi. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að hitastig sé að hækka og þetta veður geti gefið vísbendingar um það sem koma skal.
05.08.2021 - 14:00
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
England
Mesta mannmergð á flugvöllum síðan faraldurinn hófst
Miklar annir hafa verið á flugvöllum á Englandi um helgina, svo miklar að annað eins hefur ekki sést síðan COVID-faraldurinn braust út. Á Heathrow-flugvelli er búist við að um 60.000 farþegar fari af landi brott með flugvél hvern dag um helgina. Milljónir Breta eru nú komnir í sumarfrí frá vinnu og skóla.
24.07.2021 - 18:30
Sjónvarpsfrétt
Yfir 27 stiga hiti á Akureyri og Hallormsstað
Dagurinn í dag var með þeim allra heitustu fyrir austan og norðan í sumar. Hitinn fór mest í rúm tuttugu og sjö stig á Akureyri og í Hallormsstað. Fólk finnur ýmsar leiðir til að kæla sig ýmist í sjónum eða köldu Lagarfljótinu.
20.07.2021 - 19:05
Metfjöldi í gegnum Vaðlaheiðargöng
Umferð um landið hefur verið með mesta móti síðastliðnar vikur. Umferð um Vaðlaheiðargöng hefur aukist mikið og er það góða veðrinu á norðanverðu landinu að þakka.
Sjónvarpsfrétt
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Sjónvarpsviðtal
Leggst ekki gegn hertum aðgerðum en telur þær óþarfar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, telur ekki þörf á hertum COVID-aðgerðum á landamærunum á þessum tíma á meðan innlögnum og alvarlegum veikindum fjölgar ekki. Hún lagðist þó ekki gegn tillögum heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin samþykkti í dag og segir til bóta að fólk megi framvísa hraðprófi.
Sjónvarpsfrétt
Bólusettir ferðamenn verða að sýna neikvætt vottorð
Bólusett fólk þarf að framvísa neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins, samkvæmt nýjum reglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Þetta er ákveðið í ljósi fjölgunar smita að undanförnu. Flest smitin eru af delta-afbrigðinu.
Ró og spekt á Akureyri
Fréttir hafa verið um að ölvun og óspektir hafi verið miklar í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgar. Á Akureyri hefur verið mikill fjöldi í bænum síðustu vikur en lögreglan þar hefur þó ekki haft í meiru að snúast en venjulega. 
19.07.2021 - 12:37
Sjónvarpsfrétt
Bílalausar bílaleigur
Sprenging hefur orðið í leigu á bílaleigubílum og fást ekki nógu margir bílar til að anna eftirspurn. Aukinn ferðamannastraumur er hluti ástæðunnar en einnig er skortur á nýjum bílum í kjölfar heimsfaraldursins.
15.07.2021 - 09:27