Færslur: ferðamenn

Hótelinu á Deplum lokað - staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.
23.09.2020 - 15:12
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð fyrir Icelandair
Alþingi samþykkti í kvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Fjáraukalög voru samþykkt um að ríkið gæti veitt ábyrgðina. Lög um ríkisábyrgð til að veitu undanþáguna voru samþykkt og sömuleiðis lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til að tryggja að þeir geti tekið fullan þátt í hlutabréfaútboði Icelandair.
04.09.2020 - 20:56
Viðtal
Tekist á um ríkisábyrgð - Telur tapið ríkisvætt
Þingfundur stendur yfir á Alþingi þar sem frumvarp fjármálaráðherra um 15 milljarða ríkistryggða lánalínu til Icelandair er til umfjöllunar. Búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram á kvöldið. Málið er umdeilt. Vonir standa til þess að hægt verði að afgreiða það síðar í kvöld og ljúka þessu síð-sumarsþingi.
04.09.2020 - 19:55
Myndskeið
Bókanir hafa þurrkast upp síðustu daga
Svört staða blasir við í íslenskri ferðaþjónustu. Afbókanir hafa streymt inn síðan hertar reglur um sóttkví við komuna til landsins tóku gildi í síðustu viku og atvinnurekendur hafa þurft að segja upp fjölda fólks. Margir þeirra sem fréttastofa hefur rætt við í dag sjá fram á að þurfa að loka.
Krossá ófær og verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi
Vatnavextir í Krossá eru slíkir að rútur hafa ekki farið yfir vaðið í dag, heldur hafa þær sótt ferðalanga og sett úr við göngubrúna. Þá er verulega vont veður á Fimmvörðuhálsi og hefur göngufólki verið snúið við.
09.08.2020 - 17:02
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
29 farþegar í hverri London-þotu í apríl og 51 í maí
Í aprílmánuði flugu 912 farþegar á milli Íslands og London og 1.214 í maí. Í hverri þotu voru að jafnaði voru 29 farþegar í apríl og 51 farþegi í maí.
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Tuttugu í sóttkví í Færeyjum
Nú eru fleiri en tuttugu í sóttkví í Færeyjum. Á laugardaginn greindist þriggja manna erlend fjölskylda með virkt smit við komuna til eyjanna.
21.07.2020 - 03:27
Fyrsta virka kórónuveirusmitið í Færeyjum frá í apríl
Skráðum tilfellum kórónuveirusmits í Færeyjum fjölgaði úr 188 í 191 í gær, sunnudag. Veiran greindist í þremur ferðamönnum við landamæraskimun.
20.07.2020 - 04:22
Hafa getað leyst úr fjölda mála fyrir neytendur
Tekist hefur að leysa úr fjölda mála sem bárust Neytandasamtökunum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með færri ferðatengdum málum eftir sumarið en áður, því flestar kvartanir að hausti tengist ferðum til útlanda.
15.07.2020 - 13:18
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Júní betri í ferðaþjónustunni en áætlað var
Þótt mun minni umsvif séu í ferðaþjónustu en undanfarin ár hefur júní verið betri en búist var við. Íslendingar virðast hafa tekið vel þeirri hvatningu að ferðast innanlands. Tekjur eru þó ekki í samræmi við aðsóknina því í flestum tilfellum er fólk að nýta sér tilboð og afslætti á mestallri þjónustu.
01.07.2020 - 13:20
Andstaða við komu Bandaríkjamanna til Evrópu
Innan Evrópusambandið er mikil andstaða við að Bandaríkjamönnum verði heimilað að koma þangað eftir byrjað verður að draga úr lokun landamæra 1. júlí næstkomandi. Ástæðan er hin mikla útbreiðsla kórónuveirunnar þar í landi.
27.06.2020 - 00:19
Tók um þrjá tíma að skima 300 farþega
Það tók um þrjá tíma að skima þrjú hundurð farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Um 460 farþegar komu með skipinu, þrisvar sinnum fleiri en komu með skipinu í síðustu viku. Hluti farþega var frá Færeyjum og Grænlandi þurfa því ekki að fara í skimun. 
23.06.2020 - 14:07
Myndskeið
Veiran er hér ennþá óháð landamæraopnun
Sex hafa greinst með kórónuveiru á þremur dögum við landamæraskimun en aðeins tveir þeirra eru smitandi. Veiran er enn í þjóðfélaginu segir sóttvarnalæknir og því ekki bara áhætta við að hleypa fólki til landsins. 
Myndskeið
Nýju smitin viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir
Tveir reyndust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Lögreglumaður á Selfossi smitaðist af Rúmenunum sem handteknir voru um helgina. Viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir. Sjö manns eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
Myndskeið
Sýnatakan: Margir hittu ástvini eftir langa bið
Sýnataka gekk vel á landamærunum í dag - fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt er að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Bæði farþegar og áhafnir á Keflavíkurflugvelli voru ánægð í morgun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Segir íslenska gesti byrja kvöldið fyrr eftir COVID
Íslenskir viðskiptavinir vín- og smáréttabarsins Tíu sopa eru farnir að heimsækja staðinn fyrr á kvöldin en þeir gerðu áður en COVID-19 faraldurinn skall á. Bragi Skaftason, einn eigenda staðarins, segir það jákvætt merki og vonar að Íslendingar haldi áfram að fá sér í glas fyrr á kvöldin eftir að takmarkanir á opnunartíma vínveitingastaða verða afnumdar.
09.06.2020 - 07:00
Tilkynna bráðlega hvað sýnataka kostar farþega
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis um breytingu á komum fólks til landsins. Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar verði 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag.