Færslur: ferðamenn

Sjónvarpsfrétt
Helsta verkefni tjaldsvæða er að tryggja rafmagn
Tjaldsvæðið að Hömrum við Akureyri er eitt stærsta tjaldsvæði landsins og í sífelldum vexti. Forstöðumaður Hamra segir að stærsta verkefnið fyrir komandi sumar sé að tryggja gestum aðgang að rafmagnstenglum. 
10.05.2022 - 10:58
Búist við 1,5 milljón ferðamönnum til landsins í ár
Isavia býst við að tæplega ein og hálf milljón ferðamanna fari í gegnum Leifsstöð í sumar. Um er að ræða töluverða fjölgun miðað við forsendur félagsins í byrjun árs. Farþegafjöldinn fer að nálgast það sem var fyrir heimsfaraldurinn. 
09.05.2022 - 21:19
Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.
23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · Japan · Siglingar · ferðamenn · Sjóslys · Strandgæsla · Leit
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
Minnismerki um James Bond í Færeyjum
Lokaatriði No Time to Die nýjustu kvikmyndarinnar um njósnara hennar hátignar James Bond var tekið upp í Færeyjum, nánar tiltekið á Karlsey norðantil í eyjaklasanum. Minnismerki um Bond hefur verið reist á eynni en þeim sem ekki vita hvernig myndin endar er ráðlagt að hætta lestrinum núna .
26.03.2022 - 03:50
Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.
27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · Veður · Malasía · Strandgæsla · Sjóslys · Illviðri · Rigning · úrhelli · ferðamenn
Landamæri Ástralíu mestmegnis opnuð að nýju
Ferðamenn eru himinlifandi með að geta heimsótt Ástralíu að nýju eftir næstum tveggja ára lokun landamæranna. Fyrstu fullbólusettu ferðalangarnir komu með þotu Qantas-flugfélagsins frá Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 6:20 árdegis að staðartíma. Þá var klukkan 19:20 í gærkvöld á Íslandi.
Landamæri Mongólíu opnuð eftir tvegga ára einangrun
Stjórnvöld í Mongólíu hafa ákveðið að opna landamærin að nýju fyrir fullbólusettum ferðalöngum. Þar með lýkur tveggja ára einangrun landsins. Allt frá því faraldurinn skall á hafa einhverjar ströngustu sóttvarnareglur veraldar verið í gildi í Mongólíu.
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Gistinóttum fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021
Gistinóttum á öllum gerðum skráðra gististaða fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021. Fjórir af hverjum tíu gestum voru Íslendingar sem keyptu sér samtals tvær milljónir nótta á gististað í fyrra.
Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Jafnmargir óku Vaðlaheiðargöng í fyrra og 2019
Nánast jafnmargir bílar óku Vaðlaheiðargöng í fyrra og árið 2019. Framkvæmdastjóri ganganna segir að það hafi komið mjög á óvart hve mikil umferð var um göngin á faraldurstímum síðasta árs.
03.01.2022 - 15:10
Ferðamenn venjast nýjum raunveruleika og eyða meiru
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hegðun ferðamanna á tímum heimsfaraldursins hafi gjörbreyst og hver ferðamaður eyði mun meiru en áður. Þó að smitstaðan á Íslandi sé slæm virðist vera að ferðamenn séu farnir að venjast nýjum raunveruleika.
16.11.2021 - 08:50
Ótækt að landeigendur stöðvi umbætur í Reynisfjöru
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir hluta landeigenda hafa staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar betrumbætur. 
Sjónvarpsfrétt
Íslendingar fegnir að komast vestur um haf
Tuttugu mánaða lokun landamæra Bandaríkjanna lauk í dag þegar bólusettum ferðamönnum var hleypt inn í landið. Íslendingar sem fóru utan í dag voru ánægðir að geta loks hitt ný barnabörn og gengið frá fasteignum sínum.
Viðtal
Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni í ferðaþjónustu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni gagnvart ferðamönnum. Undir þetta taka sérfræðingar sem rannsakað hafa notkun ensku í ferðaþjónustunni og áhrif ensku á íslensku. 
Fimmfalt fleiri keyptu gistingu í september
Fimmfalt fleiri greiddu fyrir gistingu á ýmiskonar gististöðum hérlendis í september, en á sama tíma í fyrra, er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir það virðist ferðaþjónusta ekki alveg komin í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn, því gistinætur í mánuðinum voru 15% færri en árið 2019. Greiddar gistinætur í nú í september voru 698.000 en á sama tíma fyrra voru þær aðeins 143.000.
29.10.2021 - 14:00
25% Íslendinga fóru til útlanda í sumar
Einn af hverjum fjórum Íslendingum fór til útlanda síðasta sumar, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Covid-faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá flestum hvað varðar ferðalög og í fyrrasumar fóru aðeins 6 prósent landsmanna til útlanda. 
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Sjónvarpsfrétt
Hefðu átt að hringja fyrr á björgunarsveitir
Rekstrarstjóri Mountaineers segir að tímastjórnun og mat á færð hafi ekki verið sem skyldi þegar 39 ferðamenn lentu í hrakningum við Langjökul í janúar í fyrra. Hann fór yfir atvikið á ráðstefnu Landsbjargar sem haldin var í dag.
15.10.2021 - 19:10
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
„Lokað vegna viðhalds“ í Færeyjum
Fjöldi innlendra og erlendra sjálfboðaliða tók til hendinni við að hressa upp á helstu ferðamannastaði Færeyja í síðustu viku. Verkið sem gengur undir heitinu Lokað vegna viðhalds, er skipulagt af ferðamálayfirvöldum, upplýsingaskrifstofum og sveitarfélögum.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149%
Gistinóttum ferðamanna hér á landi fjölgaði um 84 prósent í ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149 prósent, á gistiheimilum fjölgaði þeim um 78 prósent og um 67 prósent á öðrum tegundum gististaða. Sé miðað við ágúst árið 2019, sem var áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 27 prósent.
30.09.2021 - 11:50
Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf
Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf stjórnvalda því frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti. Allir 18 ára og eldri fengu 5.000 króna ferðagjöf og var hugmyndin að örva ferðaþjónustuna eftir skakkaföll vegna heimsfaraldursins. Þegar er búið að sækja ferðagjafir fyrir rúman milljarð króna og eftir eru gjafir fyrir 183.000.000 krónur.