Færslur: ferðamenn

Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Ekki hægt að nota 5.000 kallinn til að leigja tjald
Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi ekki ná yfir starfsemi sem mína. Þetta segir Ernir Skorri Pétursson, eigandi tjaldaleigunnar Rent a Tent, en 5.000 króna ferðaávísunargjöf frá ríkisstjórninni verður ekki hægt að nota til að leigja tjöld og annan útilegubúnað. 
Myndskeið
Íhugar að moka yfir náttúrulaug vegna yfirgangs
Landeiganda í Skagafirði ofbýður hvernig Íslendingar ganga um Fossalaug. Honum er skapi næst að moka yfir hana, yfirgangurinn sé það mikill.
Algert hrun í gistingu
Gestum á hótelum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega frá því á sama tíma í fyrra. Samdráttur í apríl er um 97 af hundraði frá sama mánuði árið 2019. Þó hafði dregið örlítið úr gestakomum milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
18.05.2020 - 13:28
Ferðamenn vörðu 284 milljörðum í fyrra
Erlendir ferðamenn vörðu 284 milljörðum hér á landi í fyrra. Þeir keyptu veitinga- og gistiþjónustu fyrir rúmlega 109 milljarða sem voru hæstu útgjaldaliðirnir. Þá vörðu þeir 75,7 milljörðum í tómstundir og menningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi í fyrra.
18.05.2020 - 11:28
Viðtal
Staða Icelandair helsta óvissan í ferðaþjónustu
Helsta óvissan í ferðaþjónustu nú er staða Icelandair, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur meiri áhyggjur af óvissu sem stafar af stöðu flugfélagsins en af þeirri óvissu sem ríkir um framkvæmd sýnatöku vegna COVID-19 á Keflavíkurflugvelli sem áætlað er að hefjist 15. júní.
Verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak
Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland - saman í sókn.“ Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ísland verður kynnt sem áfangastaður á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd landsins, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Stærsti hluti upphæðarinnar fer í birtingar á erlendum mörkuðum.
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
Umferð um hringveginn minnkaði um þriðjung í mars
Umferð á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í skammtímahagvísum ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 31 prósent á Suðurlandi og Vesturlandi, um 33 prósent á Austurlandi og 36 prósent á Norðurlandi.
24.04.2020 - 10:05
60 Íslendingar hafa ekki fundið far heim
Um sextíu Íslendingar víða um heim eiga í erfiðleikum með að komast heim til Íslands, vegna ferðatakmarkana sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að búið sé að leysa úr fjölda mála. Þau flóknustu séu eftir.
18.04.2020 - 12:29
Nær allir leiðsögumenn án atvinnu
Nær allir leiðsögumenn landsins eru nú án atvinnu og segir Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, að flestir falli milli skips og bryggju þegar kemur að úrræðum stjórnvalda við atvinnuleysi.
Myndskeið
Setja þarf strangari reglur um komur ferðamanna í sumar
Endurskoða þarf reglur um komur ferðamanna bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að fram undan væri mikil vinna við að skipuleggja hvernig samkomubanni og öðrum takmörkunum verði aflétt í áföngum eftir 4. maí.
06.04.2020 - 20:31
Myndskeið
Töluvert borið á gistingu í Vaðlaheiðargöngum
Töluvert hefur borið á því í vetur að erlendir ferðamenn á litlum húsbílum leiti skjóls yfir nótt í Vaðlaheiðargöngum. Framkvæmdastjóri ganganna segist hafa fullan skilning á háttalaginu.
24.03.2020 - 07:10
Netgreiðslur Kínverja til Íslands drógust saman um 62%
Kortavelta kínverskra ferðamanna í þjónustuflokkum á netinu hér á landi dróst saman um 62 prósent í síðasta mánuði. COVID-19 kom fyrst upp í Kína í desember og því gætir áhrifanna á ferðaþjónustu fyrst þaðan. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.
12.03.2020 - 16:58
Viðtal
Erfitt sumar eða virkilega erfitt sumar
Framkvæmdastjóri Nordic Visitor segir að sumarið verði mörgum fyrirtækjum í greininni afar þungt. Mörg þeirra höfðu ekki náð sér eftir fall WOW Air og þess vegna sé útbreiðsla COVID-19 veirunnar högg á högg ofan. Hann kallar eftir skýrari aðgerðum af hálfum stjórnvalda.
11.03.2020 - 20:35
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
COVID-19: Hert eftirlit með skipakomum
Veita þarf Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu vegna COVID-19 vegna allra skipa sem koma til landsins erlendis frá, áður en þeim er veitt heimild til að koma til hafnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landhelgisgæslunni.
06.03.2020 - 15:13
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Verð á hótelgistingu lækkaði um 12,5% milli ára
Verð á hótelgistingu í Reykjavík var tæpum 16 prósentum lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2018. Að sama skapi var nýting hótelherbergja í borginni minni. 
03.01.2020 - 07:48
Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og Instagram-augnablika
„Við fundum kósí íbúð á Airbnb og tókum Uber frá flugvellinum. Við fórum í túr með ferðaskrifstofu sem er með 4,5 á Tripadvisor. Þetta var æðislegur dagur, skoðaðu bara storíið mitt á Insta. Næsta dag fórum við í glamping, eða svona glæsilegu, sváfum í mongólsku tjaldi í algerri kyrrð, fórum í skógarbað og náðum alveg að kjarna okkur.“
Um 30 hnúfubakar í Skjálfandaflóa
Óvenjumargir hvalir eru í Skjálfandaflóa núna en um 30 hnúfubakar hafa sést í ferðum síðustu daga. Tíðin er búin að vera góð í nóvember og hægt var að sigla í blíðskaparverði alla daga mánaðarins.
25.11.2019 - 15:58
Norðlensk söfn draga að ferðamenn
Ferðamenn, innlendir og erlendir, sem sækja söfn á Norðurlandi eru ánægðir með söfnin. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála gerði að beiðni Markaðsstofu Norðurlands.
22.11.2019 - 12:15
Enn brotalamir þrátt fyrir viðsnúning
Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs þótt eigið fé hans sé enn neikvætt um tæplega 200 milljónir. Enn eru brotalamir í rekstri þjóðgarðsins og þörf á verulegum úrbótum.
Hjálpuðu skelfdum túristum aftur til byggða
Björgunarsveitarmenn hjálpuðu týndum ferðamönnum aftur til byggða í dag. Ferðamennirnir höfðu villst í uppsveitum Árnessýslu og misst dekk undan bíl sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru ferðamennirnir skelkaðir en ómeiddir.
24.10.2019 - 16:36
Bandarískum ferðamönnum fækkaði um 35%
Tvisvar sinnum áður hafa komið fleiri ferðamenn til landsins yfir sumartímann en á því sumri sem nýliðið er. Ferðamönnum frá Norður-Ameríku og Bretlandi hefur fækkað. Aftur á móti hefur ferðamönnum frá Asíu fjölgað og fjöldinn frá Mið- og Suður-Evrópu var nánast sá sami í ár og í fyrra. Þetta kemur fram í ferðaþjónustutölum sumarsins frá Ferðamálastofu.
25.09.2019 - 16:17