Færslur: Ferðamannaiðnaður

Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Rignir inn beiðnum um undanþágur
Það rignir inn beiðnum til Almannavarna frá fólki og fyrirtækjum sem vilja fá undanþágu frá samkomutakmörkunum.
09.08.2020 - 10:54
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Lentu mínútu of seint og þurftu að fara í sóttkví
Farþegar sem komu með farþegaþotu SAS frá Nice í Frakklandi til Noregs í nótt þurfa nú að fara í 10 daga sóttkví af því að vélin lenti eina mínútu yfir miðnætti.
08.08.2020 - 09:55
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Dönum finnst ferðamennirnir orðnir of margir
Danir líkt og Íslendingar hafa margir valið að ferðast innanlands í ár vegna kórónuveirunnar. Þar líkt og hér hefur áhugi heimamanna á að nýta sér þjónustunna komið mörgum hótel- og veitingastaðaeigendum ánægjulega á óvart eftir tekjuhrun í faraldrinu. Sumum finnast þó ferðamennirnir orðnir of margir.
24.07.2020 - 10:15
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
Myndskeið
Fáir farþegar í fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins
Um þrjátíu farþegar fyrsta skemmtiferðaskips sumarsins komu til landsins með leiguflugi frá París í dag. Farþegarnir þurfa að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku áður en þeim verður hleypt um borð í skipið.
11.07.2020 - 20:50
Myndskeið
Farþegar skemmtiferðaskips koma til landsins með flugi
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til hafnar hér á landi í fyrramálið. Farþegarnir sextíu koma til landsins með flugi og verða skimaðir á Keflavíkurflugvelli.
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
Undirbúa að senda 45% starfsmanna í launalaust leyfi
Bandaríska flugfélagið United Airlines greindi í dag frá því að í það sé í undirbúningi að senda 36.000 starfsmenn í tímaundið launalaust leyfi vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur á flugiðnaðinn. 
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Útgöngubann hert í Galisíu á Spáni
Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm daga á strandsvæðinu A Mariña. Ákvörðunin er tekin eftir nýja hrinu Covid-19 tilfella á svæðinu, en þar búa um 70 þúsund manns.
05.07.2020 - 17:33
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
300 skimaðir um borð í Norrænu
Um 300 af þeim 460 farþegum sem koma til Seyðisfjarðar í dag með Norrænu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju. Líkt og fyrir viku mun sýnatakan vera framkvæmd um borð í skipinu.  Ekki var að þessu sinni gerð tilraun til að senda senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja svo hægt væri að framkvæma sýnatökuna á leiðinni til landsins.
Erlendir fjárfestar sýna Icelandair áhuga
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutafjárútboði Icelandair áhuga, án þess að forsvarsmenn félagsins hafi haft frumkvæði að samtalinu.
CNN líkir Íslandi við „hliðstæðan veruleika“
CNN Travel fjallar ítarlega um ástandið á Íslandi eftir COVID-19 faraldurinn. Fréttin birtist á forsíðu vefjar CNN en í umfjölluninni segir að ástandið á Íslandi komi gestum fyrir sjónir sem „hliðstæður veruleiki þar sem líkast er að COVID-faraldurinn hafi aldrei orðið. “
18.06.2020 - 21:22
Spánverjar opna landamæri sín
Landamæri Spánar verða opnuð fyrir ferðamönnum frá löndum Evrópusambandsins og af Schengen-svæðinu eftir viku, sunnudaginn 21. júní. Ekki verður gerð krafa um að þeir sem koma til Spánar fari í sóttkví. 
14.06.2020 - 15:25
British Airways selja listaverk til að bæta fjárhaginn
Stjórnendur British Airways ætla að selja nokkur listaverk úr umfangsmiklu safni flugfélagsins til að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins eftir kórónuveirufaraldurinn.
11.06.2020 - 13:51
Eiffelturninn opnaður að nýju 25. júní
Eiffelturninn, eitt helsta kennileiti Parísar, verður opnaður aftur ferðamönnum 25. júní eftir að hafa verið lokaður síðan um miðjan mars. Þeir sem hyggjast heimsækja turninn þurfa að bera andlitsgrímur.
09.06.2020 - 20:48
Ekki mögulegt að framlengja ferðagjöfina
Afmarka þyrfti í frumvarpi um ferðagjöf stjórnvalda hvað falli undir hugtakið íslensk kennitala. Verði fjárhæð hennar hækkuð þarf að líta til sjónarmiða um undanþágu tækifærisgjafa frá skattskyldu og ekki er heimilt að framlengja gildistíma hennar. Þetta kemur fram í áliti atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um ferðagjöf.
Vilja hafa ókeypis í Hríseyjarferjuna
Bæjarstjórn Ak­ur­eyr­ar­bæjar kannar nú mögu­leika á því að gera ferðir með Hríseyjarferjunni gjaldfrjálsar. Vonast bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir eftir að þetta muni auka fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja eyjuna og glæða þannig lífi í atvinnu heimamanna af ferðaþjónustu.
29.05.2020 - 07:19
Viðtal
Um 20.000 á atvinnuleysisskrá í sumarlok
Ágúst og september geta orðið erfiðir mánuðir þar sem gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í sumar, þegar uppsagnartímabili þeirra sem misst hafa vinnuna lýkur. Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að gera megi ráð fyrir að um 20.000 manns verði að fullu atvinnulausir er líður á haustið.