Færslur: Ferðamannaiðnaður
Sóttvarnir íþyngja síður hér en í flestum OECD-ríkjum
Innlendar sóttvarnir hafa verið minna íþyngjandi hér á landi en í flestum OECD-ríkjum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata.
15.01.2021 - 15:57
Kvóti á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði
Ferðamannakvóti verður hér eftir settur á fyrirtæki sem vilja fara með ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er gert til að auka öryggi og minnka álag. Framkvæmdastjóri garðsins segir að langflest fyrirtækin séu sátt við þetta fyrirkomulag.
14.11.2020 - 20:22
BSÍ verður lokað eftir helgi
Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segist vonast til að minnisblað ferðamálaráðherra, þar sem fram kemur að huga verði að sértækum mótvægisaðgerðum í þágu ferðaþjónustunnar, verði til þess að gripið verði til aðgerða til að rétta hlut hennar.
27.08.2020 - 19:28
Eiga helst að halda sig innan sama herbergis
Hertar smitvarnarreglur á landamærum taka gildi næsta miðvikudag. Frá og með þeim degi verða allir þeir sem til landsins koma skimaðir í tvígang fyrir kórónuveirunni, en hvað felst eiginlega í þessum hertu reglum?
17.08.2020 - 10:39
Flestir nota ferðagjöfina á höfuðborgarsvæðinu
Hátt í 140 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöf stjórnvalda og hefur meirihluti þeirra sem búinn er að sækja gjöfina nýtt hana að hluta eða fullu. Flestir hafa nytt gjöfina á höfuðborgarsvæðinu.
13.08.2020 - 10:10
Gera ráð fyrir nánu samtali við lífeyrissjóðina
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir enn stefnt að því að ljúka 29 milljarða hlutafjárútboð í þessum mánuði með mikilli aðkomu lífeyrissjóða og upplýsingar verði sendar til hluthafa á næstu dögum.
12.08.2020 - 18:23
„Hér er bara linnulaust, bílar koma og fara“
Þrátt fyrir faraldurinn hafa yfir fimmtíu þúsund ferðamenn heimsótt Stuðlagil í Efri Jökuldal í sumar. Landeigendur segja alla velkomna en kalla eftir uppbyggingu á svæðinu.
11.08.2020 - 09:16
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
09.08.2020 - 12:36
Rignir inn beiðnum um undanþágur
Það rignir inn beiðnum til Almannavarna frá fólki og fyrirtækjum sem vilja fá undanþágu frá samkomutakmörkunum.
09.08.2020 - 10:54
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
08.08.2020 - 11:56
Lentu mínútu of seint og þurftu að fara í sóttkví
Farþegar sem komu með farþegaþotu SAS frá Nice í Frakklandi til Noregs í nótt þurfa nú að fara í 10 daga sóttkví af því að vélin lenti eina mínútu yfir miðnætti.
08.08.2020 - 09:55
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
04.08.2020 - 09:26
Dönum finnst ferðamennirnir orðnir of margir
Danir líkt og Íslendingar hafa margir valið að ferðast innanlands í ár vegna kórónuveirunnar. Þar líkt og hér hefur áhugi heimamanna á að nýta sér þjónustunna komið mörgum hótel- og veitingastaðaeigendum ánægjulega á óvart eftir tekjuhrun í faraldrinu. Sumum finnast þó ferðamennirnir orðnir of margir.
24.07.2020 - 10:15
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
22.07.2020 - 09:00
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
18.07.2020 - 16:04
Fáir farþegar í fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins
Um þrjátíu farþegar fyrsta skemmtiferðaskips sumarsins komu til landsins með leiguflugi frá París í dag. Farþegarnir þurfa að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku áður en þeim verður hleypt um borð í skipið.
11.07.2020 - 20:50
Farþegar skemmtiferðaskips koma til landsins með flugi
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til hafnar hér á landi í fyrramálið. Farþegarnir sextíu koma til landsins með flugi og verða skimaðir á Keflavíkurflugvelli.
10.07.2020 - 19:00
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
10.07.2020 - 14:43
Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
10.07.2020 - 11:21
Undirbúa að senda 45% starfsmanna í launalaust leyfi
Bandaríska flugfélagið United Airlines greindi í dag frá því að í það sé í undirbúningi að senda 36.000 starfsmenn í tímaundið launalaust leyfi vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur á flugiðnaðinn.
08.07.2020 - 22:24
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
06.07.2020 - 15:47
Útgöngubann hert í Galisíu á Spáni
Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm daga á strandsvæðinu A Mariña. Ákvörðunin er tekin eftir nýja hrinu Covid-19 tilfella á svæðinu, en þar búa um 70 þúsund manns.
05.07.2020 - 17:33
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
28.06.2020 - 14:28
300 skimaðir um borð í Norrænu
Um 300 af þeim 460 farþegum sem koma til Seyðisfjarðar í dag með Norrænu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju. Líkt og fyrir viku mun sýnatakan vera framkvæmd um borð í skipinu. Ekki var að þessu sinni gerð tilraun til að senda senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja svo hægt væri að framkvæma sýnatökuna á leiðinni til landsins.
23.06.2020 - 07:45
Erlendir fjárfestar sýna Icelandair áhuga
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutafjárútboði Icelandair áhuga, án þess að forsvarsmenn félagsins hafi haft frumkvæði að samtalinu.
23.06.2020 - 06:16