Færslur: Ferðamannaiðnaður

Sjónvarpsfrétt
Bílaflotinn við gosið farinn að minna á hraunbreiðu
Meira en tíu þúsund manns hafa gengið að eldgosinu um helgina. Bílaflotinn við rætur gönguleiðarinnar varð svo stór í dag að skipulögðu bílastæðin dugðu ekki til. Björgunarsveitarfólk býst við því að met gærdagsins verði slegið í dag. Tjaldstæðið í Grindavík hefur fyllst af fólki upp úr miðnætti undanfarin kvöld, þegar örþreyttir ferðamenn komast niður af gosstöðvunum.
Öryggi ferðafólks og hættur kortlagðar
Öryggi fólks á fjölsóttum ferðamannastöðum getur undir vissum kringumstæðum verið ógnað og hættur leynst víða. Brýnt er að skilgreina áhættusvæðin og halda áfram að stuðla að bættu öryggi ferðamanna, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Kortavelta ferðamanna aldrei verið meiri
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum króna í júní. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga árið 2012 og jókst um 48,6% á milli mánaða. Áður hafði kortavelta ferðamanna mælst hæst í júnímánuði 2018 en þá var hún rúmir 25,5 milljarðar.
British Airways aflýsir yfir tíu þúsund flugferðum
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst 10.300 flugferðum, sem áætlaðar voru frá byrjun ágúst og til loka október. Aðgerðin bætist við fyrri aflýsingar félagsins, sem er það næststærsta í Bretlandi á eftir easyJet, þegar kemur að flugflota og farþegafjölda.
Þetta helst
Íslensku Michelin-stjörnurnar
Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. En hvaða kröfur þurfa veitingastaðir að uppfylla til að fá þessar eftirsóttu stjörnur, þó ekki sé nema bara eina? Hvers vegna vilja sumir staðir ekki sjá þessar stjörnur og hvernig getur franskur dekkjaframleiðandi haft eitthvert vit á góðum mat? Þetta helst skoðaði Michelin-leiðarvísinn, upphaf hans og þróun undanfarna áratugi.
06.07.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · michelin · Frakkland · Rás 1 · Hlaðvarp · Matur · Óx · dill · Ferðamannaiðnaður
Þetta helst
Dauðsföllin í Reynisfjöru
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár. Gráðugt Atlantshafsbrimið hefur tekið þar fimm líf síðan 2013, síðast núna fyrr í þessum mánuði. „Snúðu aldrei baki í öldurnar,“ segja heimamenn. Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur aftur og aftur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.
24.06.2022 - 15:18
Skoðar tímabundnar lokanir í Reynisfjöru
Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra, íhugar að beita tímabundnum lokunum til að draga úr hættu í Reynisfjöru. Hún segir að ef litið er á veðurspá og vatnsföll megi sjá að ákveðin hætta myndist á ákveðnum tímabilum í fjörunni.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið úr landi í maí
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í maí. Aldrei hafa fleiri Íslendingar yfirgefið landið í maímánuði.
10.06.2022 - 09:36
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Fyrsta kórónuveirutilfellið greinist á Cook-eyjum
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar hafa sjálfstjórn en eru í frjálsu sambandi við Nýja Sjáland. Þar búa um 17 þúsund manns.
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Myndskeið
Vilja veggjald frá ferðaþjónustu til að verja landið
Eigendur Hjörleifshöfða ætla að krefja þá sem selja ferðir inn á landið um veggjald, en vegurinn upp að Kötlujökli liggur um landið. Þeir hafna fullyrðingum um að þeir séu að hindra för fólks um landið, tilgangurinn sé að byggja upp nauðsynlega innviði og koma í veg fyrir að skemmdir séu unnar á landinu.
24.06.2021 - 08:39
Myndskeið
Vegrún merkir ferðamannastaði og náttúruperlur
Upplýsingaskilti þurfa að geta staðið af sér vinda og fönn og falla vel að umhverfi sínu. Nýtt samræmt skiltakerfi fyrir ferðamannastaði og náttúruperlur hefur verið tekið í notkun.
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Sóttvarnir íþyngja síður hér en í flestum OECD-ríkjum
Innlendar sóttvarnir hafa verið minna íþyngjandi hér á landi en í flestum OECD-ríkjum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata.
Myndskeið
Kvóti á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði
Ferðamannakvóti verður hér eftir settur á fyrirtæki sem vilja fara með ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er gert til að auka öryggi og minnka álag. Framkvæmdastjóri garðsins segir að langflest fyrirtækin séu sátt við þetta fyrirkomulag.
Myndskeið
BSÍ verður lokað eftir helgi
Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segist vonast til að minnisblað ferðamálaráðherra, þar sem fram kemur að huga verði að sértækum mótvægisaðgerðum í þágu ferðaþjónustunnar, verði til þess að gripið verði til aðgerða til að rétta hlut hennar.
Eiga helst að halda sig innan sama herbergis
Hertar smitvarnarreglur á landamærum taka gildi næsta miðvikudag. Frá og með þeim degi verða allir þeir sem til landsins koma skimaðir í tvígang fyrir kórónuveirunni, en hvað felst eiginlega í þessum hertu reglum?
Flestir nota ferðagjöfina á höfuðborgarsvæðinu
Hátt í 140 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöf stjórnvalda og hefur meirihluti þeirra sem búinn er að sækja gjöfina nýtt hana að hluta eða fullu. Flestir hafa nytt gjöfina á höfuðborgarsvæðinu.
Gera ráð fyrir nánu samtali við lífeyrissjóðina
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir enn stefnt að því að ljúka 29 milljarða hlutafjárútboð í þessum mánuði með mikilli aðkomu lífeyrissjóða og upplýsingar verði sendar til hluthafa á næstu dögum.
„Hér er bara linnulaust, bílar koma og fara“
Þrátt fyrir faraldurinn hafa yfir fimmtíu þúsund ferðamenn heimsótt Stuðlagil í Efri Jökuldal í sumar. Landeigendur segja alla velkomna en kalla eftir uppbyggingu á svæðinu.
11.08.2020 - 09:16
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Rignir inn beiðnum um undanþágur
Það rignir inn beiðnum til Almannavarna frá fólki og fyrirtækjum sem vilja fá undanþágu frá samkomutakmörkunum.
09.08.2020 - 10:54
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Lentu mínútu of seint og þurftu að fara í sóttkví
Farþegar sem komu með farþegaþotu SAS frá Nice í Frakklandi til Noregs í nótt þurfa nú að fara í 10 daga sóttkví af því að vélin lenti eina mínútu yfir miðnætti.
08.08.2020 - 09:55